Reykjavíkurborg
Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 314
==
==
[Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 314
](/fundargerdir/endurskodunarnefnd-fundur-nr-314)
**Endurskoðunarnefnd**
Ár 2024, mánudaginn 2. desember var haldinn 314. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir. Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir boðuðu forföll. Jafnframt tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
**Þetta gerðist:**
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á árshlutareikningi Reykjavíkurborgar 1. janúar til 30. september 2024. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að árshlutareikningi, trúnaðarmerkt drög að greinargerð fagsviða og trúnaðarmerkt drög að skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs með árshlutareikningnum, dags. 05.12.2024. IER24020020
Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jónas Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á árshlutareikningi Reykjavíkurborgar 1. janúar til 30. september 2024. Samþykkt að ganga frá umsögn til borgarráðs.
Fram fer umræða um regluvörslu Reykjavíkurborgar, verkefni og stöðu mála. IER24060004
Halldóra Káradóttir og Halla Björg Evans taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 29.11.2024 við fyrirspurn endurskoðunarnefndar dags. 14.10.2024 um kostnað Reykjavíkurborgar vegna málaflokks fatlaðs fólks. IER24100007
Fylgigögn
Lögð fram innri endurskoðunaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2025. IER24010007
Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt og vísað til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fylgigögn
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á sértæku búsetuúrræði að Miklubraut 20. IER24010012
Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram drög að starfsskýrslum endurskoðunarnefndar fyrir A og B hluta starfsárið 2023-2024. IER24080012
Frestað.
Fram fer umræða um áhættustýringu A hluta Reykjavíkurborgar. IER24110021
**Fundi slitið kl. 12:32**
Lárus Finnbogason Sunna Jóhannsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð endurskoðunarnefndar 12. desember 2024**