Hveragerðisbær
Notendaráð velferðarþjónustu
= Notendaráð velferðarþjónustu =
Dagskrá
=== 1.Innleiðing farsældarlaga í Hveragerði ===
2410132
Starfsmaður samráðshóps f.h. Hveragerðisbæjar, Nína Kjartansdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi, mun fara með stutta kynningu á hvað farsældarlögin fela í sér.
Notendaráð þakkar Nínu góða kynningu á innleiðingu samþættingu í þjónustu farsældar barna. Notendaráðið er margsvísara um farsældarinnleiðinguna eftir kynninguna.
=== 2.Reglur um lögbundna þjónustu ===
2411116
Umræður um þær reglur um lögbundna þjónustu sem Hveragerðisbær vinnur eftir í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra.
Notendaráð vill leggja til að Hveragerðisbær hugi að lögbundnum þjónustuúrræðum á borð við skammtímadvöl og lengda viðveru barna í Hveragerði, þar sem íbúum hefur fjölgað mikið undanfarin ár.
=== 3.Yfirlit fjölda þjónustunotenda ===
2411117
Farið verður yfir fjölda þeirra einstaklinga sem hafa lögheimili í Hveragerði og nýta eftirfarandi þjónustu haustið 2024 :
Skammtimadvöl
Sértæk búsetuúrræði á vegum Bergrisans bs
Félagslega stuðnings- og stoðþjónustu
Stuðningsfjölskyldu
Akstursþjónustu
Samþætta þjónustu skv. Farsældarlögum
Frístundaþjónustu - lengd viðvera barna í 5.-10. bekk
Skammtimadvöl
Sértæk búsetuúrræði á vegum Bergrisans bs
Félagslega stuðnings- og stoðþjónustu
Stuðningsfjölskyldu
Akstursþjónustu
Samþætta þjónustu skv. Farsældarlögum
Frístundaþjónustu - lengd viðvera barna í 5.-10. bekk
Notendaráði þykir umhugsunarvert hvers vegna ekki séu fleiri umsóknir um þjónustu á borð við t.d. skammtímadvöl og lengda viðveru barna. Ráðið veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé sú að þjónustan sé ekki til staðar innan bæjarfélagsins.
=== 4.Fundadagatal ===
2411118
Lagt fram fundardagatal til útfyllingar dagsetninga fyrir fundi fram að sumri 2025.
Settar voru niður dagsetningar komandi funda notendráðsins. Fundað verður síðasta miðvikudag hvers mánaðar út maí 2025.
Fundi slitið - kl. 19:15.
Getum við bætt efni síðunnar?
Brynja Sif Sigurjónsdóttir kom í hans stað.
Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Anna Hjartardóttir boðuðu einnig forföll. Ekki náðist í varamenn í þeirra stað.
Sigríður Hauksdóttir sat fundinn sem ráðgjafi að beiðni notendaráðsins.