Fjarðabyggð
Bæjarstjórn - 388
**1. 2404213 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025 - síðari umræða**
|Bæjarstjóri mælti fyrir tillögu að fjárhagsáætlun.|
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025 til 2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn ásamt breytingartillögum sem lagðar hafa verið til á milli umræðna.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Stefán Þór Eysteinsson, Ragnar Sigurðsson.
Bókun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vegna fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar 2025 til 2028
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lýsa yfir mikilli ánægju með þau framfararskref sem tekin hafa verið að undanförnu og með samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir tímabilið 2025 til 2028. Áætlunin endurspeglar skýra stefnu um að styrkja innviði, bæta þjónustu og tryggja sjálfbæran rekstur sveitarfélagsins.
Fjárfestingar og viðhald:
Áætlaðar fjárfestingar fyrir árið 2025 nema 955 milljónum króna, og heildarfjárfestingar næstu fjögurra ára eru áætlaðar tæplega 3,5 milljarðar króna. Þessu fylgir 22% aukning í fjárfestingum milli ára í A-hluta. Þau verkefni sem unnið er að nú eru ekki öll inn á fjárfestingaáætlun en munu koma þar inn á nýju ári þegar undirbúningi þeirra er lokið.
Stærstu verkefnin eru:
- Stækkun og breytingar á leikskólanum Dalborg (145 m.kr.).
- Byrjað verður á endurnýjun og einangrun á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar sem og lýsingu. Greiningar- og hönnunarvinna er hafin með það að leiðarljósi að hefja framkvæmdir á næsta ári.Endurnýjun lýsingar mun verða í upphafi nýs árs.
- Byrjað er á hönnun og kostnaðarmati vegna endurnýjunar á íþróttahúsi Eskifjarðar. Sú vinna verður kynnt íbúum áður en næstu skref verða ákveðin á nýju ári.
- Framkvæmdir við grunnskóla á Reyðarfirði og Eskifirði.
- Framkvæmdir munu hefjast í tengslum við framtíðaruppbyggingu Stríðsárasafnsins.
- Unnið verður áfram að endurbótum á Breiðabliki og tónskólahúsnæði á Norðfirði.
- Farið verður í endurbætur og viðhald á þaki grunnskólans á Breiðdal.
Heilbrigður rekstur:
Fjárhagsáætlunin staðfestir áherslur málefnasamningsins um hagræðingu í rekstri og forgangsröðun verkefna. Skuldahlutfall lækkar úr 103 % árið 2024 í 95% árið 2025 og í 82% árið 2028.
Áhersla hefur verið lögð á skipulagsbreytingar innan stjórnkerfisins til að auka skilvirkni og bæta verkaskiptingu. Með þessari stefnu er markvisst unnið að sjálfbærni í rekstri.
Stuðningur við fjölskyldur:
- Gjaldfrjálsar máltíðir í grunn- og leikskólum haldast óbreyttar.
- Frístundastyrkur barna hækkar úr 10.000 kr. í 18.000 kr., 80% aukning sem eflir aðgengi barna að íþrótta- og frístundastarfi.
- Lækkun fasteignaskatts fyrir íbúðarhúsnæði úr 0,424% í 0,4%.
- Gjaldskrárhækkanir haldast innan hóflegra marka, 2,5% fyrir barnafjölskyldur, samanborið við almenna hækkun 5,6%.
Fjölmenningarráð:
Fjölmenningarráð tekur til starfa árið 2025. Það er ætlað að efla lýðræði í Fjarðabyggð og verður ráðgefandi fyrir starfsemi sveitarfélagsins varðandi málefni og hagsmuni innflytjenda og fólks með erlendan bakgrunn.
Innleiðing nýrra lausna:
Mikil áhersla er lögð á nýsköpun og tækninýtingu til að bæta þjónustu og auka framlegð. Tilraunaverkefnið „Gott að eldast“ samþættir heimaþjónustu og heimahjúkrun og sýnir stefnu sveitarfélagsins í samþættingu þjónustu.
- Ný heimasíða verður opnuð árið 2025 með það markmið að bæta upplýsingaflæði og samskipti við íbúa.
- Opnun bókhalds: Fyrsta skrefið verður stigið í átt að opnu bókhaldi til að efla gagnsæi í rekstri sveitarfélagsins.
Framtíðarhorfur:
- Fjárhagsleg sjálfbærni með lækkandi skuldahlutfalli og ábyrgum fjárfestingum.
- Innviðauppbygging sem styður við bætta þjónustu og eflir samkeppnishæfni svæðisins.
- Aukin þjónustugæði með áherslu á nýja tækni og samþættingu þjónustu.
Meirihlutinn er stoltur af þeirri stefnumótun sem þessi fjárhagsáætlun endurspeglar. Hún tryggir áframhaldandi uppbyggingu og þjónustubætur, með skýrri framtíðarsýn um að efla samfélagið og tryggja jafnvægi milli sjálfbærni í rekstri og gæðaþjónustu fyrir alla íbúa.
Bókun Fjarðalistans vegna fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar.
Fjarðalistinn fagnar því að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025 til 2028 byggir á mörgum þeim áherslum sem fyrri meirihluti lagði grunn að. Mikill árangur hefur náðst í rekstri og uppbyggingu sveitarfélagsins eftir erfið ár, bæði í kjölfar COVID-19 faraldursins og í efnahagsumhverfi sem einkennst hefur af mikilli verðbólgu. Þrátt fyrir þessar áskoranir hefur sveitarfélagið tekist á við flókin verkefni og náð sýnilegum árangri, ekki síst vegna markvissrar forgangsröðunar og skýrrar stefnumótunar fyrri ára.
Mikilvægt er þó að hafa í huga að ýmsar áskoranir eru enn til staðar, bæði vegna verðbólgu, vaxtastigs og óvissu í efnahagslífinu. Við teljum nauðsynlegt að sveitarfélagið sýni áframhaldandi aðhald í rekstri án þess að skerða mikilvæga þjónustu..
Fjarðalistinn er stolt af þeim árangri sem hefur náðst hingað til í rekstri sveitarfélagsins og mun áfram standa vörð um þau verkefni sem byggja undir sterkara samfélag. Við munum halda áfram að vinna að jöfnuði og samfélagslegri velferð fyrir alla íbúa Fjarðabyggðar.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum fjárhagsáætlun áranna 2025 til 2028.
[Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025 - 2028 - seinni umræða í bæjarstjórn 0512-2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=86eSPx51B0KOwQp8BIjS4Q1&meetingid=75flaiNWUUaSqiSv28DWpQ1
&filename=Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025 - 2028 - seinni umræða í bæjarstjórn 0512-2024.pdf)
**2. 2411021F - Bæjarráð - 873**
|Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. |
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson og Stefán Þór Eysteinsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 25. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
**2.1. 2411112 - Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 4** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.2. 2411072 - Ósk um aukafjárveitingu skólabókasafna** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.3. 2310177 - Endurgerð upptakastoðvirkja í Drangagili** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.4. 2409127 - Gjaldskrá fasteignagjalda 2025** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.5. 2409155 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2025** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.6. 2410178 - Íþrótta- og tómstundastyrkir 2025** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.7. 2410169 - Samskiptastefna FJB - Aton** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.8. 2411093 - Fyrirhugaðar breytingar í fræðslumálum** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.9. 2303056 - Erindisbréf fjölmenningarráðs** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.10. 2411125 - Opnunartími bæjarskrifstofu** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.11. 2411029 - Umsókn um lóð Naustavegur 10** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.12. 2411056 - Umsókn um lóð Árdalur 15 Eskifirði** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.13. 2411039 - Umsókn um lóð Daltún 7** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.14. 2410168 - Umsókn um auka lóð Strandgata 58 Esk** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.15. 2411128 - Ályktun frá Skólastjórafélagi Austurlands** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.16. 2401142 - Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.17. 2411141 - Tilkynning um löglega boðaða vinnustöðvun** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.18. 2411016F - Fjölskyldunefnd - 18** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**2.19. 2411018F - Skipulags- og framkvæmdanefnd - 22** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**3. 2411028F - Bæjarráð - 874**
|Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.|
Fundargerð bæjarráðs frá 2. desember utan dagskrárliðar 3 staðfest með með 9 atkvæðum.
**3.1. 2404213 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**3.2. 2403158 - Rekstur málaflokka 2024** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**3.3. 2409151 - Gjaldskrá leikskóla 2025** **Niðurstaða þessa fundar**
Dagskrárliður borinn upp sérstaklega.
Til máls tóku: Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Stefán Þór Eysteinsson, Ragnar Sigurðsson, Birgir Jónsson, Jóna Árný Þórðardóttir.
Dagskrárliður staðfestur með 7 atkvæðum. Á móti eru fulltrúar Fjarðalistans, Stefán Þór Eysteinsson og Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir.
**3.4. 2411166 - Samstarfssamningur um Breiðdalssetur - endurnýjun** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**3.5. 2411157 - Boð á samráðsfund, eftirlit með hollustuháttum,mengunarvörnum og matvælum** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**3.6. 2411183 - Boðun aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands 13.12. 2024 kl. 1400** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**3.7. 2401142 - Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**3.8. 2411022F - Fjölskyldunefnd - 19** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**3.9. 2411026F - Fjölskyldunefnd - 20** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**4. 2411016F - Fjölskyldunefnd - 18**
|Fundargerðir fjölskyldunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.|
Enginn tók til máls.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 18. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
**4.2. 2410214 - Styrkbeiðni vegna Stígamóta fyrir árið 2025** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**4.3. 2311096 - Skýrsla stjórnenda - félagsmálanefnd** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**4.4. 2411072 - Ósk um styrk-aukafjárveitingu skólabókasafna** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**4.5. 2303056 - Erindisbréf fjölmenningarráðs** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**4.6. 2411094 - Umgengnisreglur íþróttavalla og Fjarðabyggðarhallarinnar** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**4.7. 2004159 - Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**5. 2411022F - Fjölskyldunefnd - 19**
|Fundargerðir fjölskyldunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.|
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 25. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
**5.1. 2411092 - Umgengnisreglur sundlauga Fjarðabyggðar** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**5.2. 2410176 - Starfsáætlanir og skólanámskrár 2024-2025** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**5.3. 2409151 - Gjaldskrá leikskóla 2025** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**6. 2411026F - Fjölskyldunefnd - 20**
|Fundargerðir fjölskyldunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.|
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 28. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
**6.1. 2409151 - Gjaldskrá leikskóla 2025** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**7. 2411018F - Skipulags- og framkvæmdanefnd - 22**
|Enginn tók til máls.|
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 20. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
**7.1. 2411106 - Byggingarleyfi Mýrargata 10 - breytingar inni** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**7.2. 2410182 - Byggingarleyfi Búðareyri 25 - breytt notkun** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**7.3. 2410186 - Framkvæmdaleyfi til að leggja rafstreng auk ljósleiðara** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**7.4. 2411016 - Umsókn um að hafa klæddan gám á íbúðarhúsalóð** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**7.5. 2411029 - Umsókn um lóð Naustavegur 10** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**7.6. 2411056 - Umsókn um lóð Árdalur 15 Eskifirði** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**7.7. 2411039 - Umsókn um lóð Daltún 7** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**7.8. 2404177 - Skipulag úrgangsmála 2024 í Fjarðabyggð** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**7.9. 2411017 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Óseyri 1** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**7.10. 2410168 - Umsókn um auka lóð Strandgata 58 Esk** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**7.11. 2411097 - Smávirkjun í uppsprettuá** **Niðurstaða þessa fundar**
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild
**8. 2411112 - Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 4**
|Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir viðauka.|
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024.
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2024 er vegna áhrifa kjarasamninga og fjárfestingar í körfubíl slökkviliðs.
a) Úthlutun fjármagns vegna kjarasamninga til deilda í a- og b- hluta að fjárhæð 74,3 m.kr. af sameiginlegum kostnaði, fjárliður 21690.
b) Hækkun fjárveitinga til fjárfestinga tækjamiðstöðvar vegna endurnýjunar körfubíls slökkviliðs Fjarðabyggðar um 14. m.kr.
Breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2024 eru að rekstrarniðurstaða a- hluta batnar um 4,4 m.kr. en versnar um sömu fjárhæð í b- hluta og niðurstaða samstæðu verður óbreytt. Fjárfestingar a-hluta hækka um 14 m.kr. Sjóðsstaða Fjarðabyggðar í árslok verði um 238 m.kr.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2024.
**9. 2411017 - Óveruleg breytingu á deiliskipulaginu Hafnarsvæði fiskihafnar austan Búðarár á Reyðarfirði **
|Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir óverulegri breytingu deiliskipulags.|
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar óverulegri breytingu á deiliskipulaginu Hafnarsvæði fiskihafnar austan Búðarár á Reyðarfirði vegna stækkunar lóðar að Óseyri 1, Reyðarfirði. Málsmeðferð er í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum óverulega breytingu á deiliskipulaginu Hafnarsvæði fiskihafnar austan Búðarár á Reyðarfirði.
[Deiliskipulagsbreyting_.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=e3qWp0F1hEOj6VBTyD1_eA&meetingid=75flaiNWUUaSqiSv28DWpQ1
&filename=Deiliskipulagsbreyting_.pdf)
**10. 2409127 - Gjaldskrá fasteignagjalda 2025**
|Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingu á álagningarhlutföllum fasteignaskatts milli umræðna.|
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um breytingu á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði þannig að fasteignaskattur á A húsnæði lækki í 0,4% úr 0,424% á árinu 2025.
Gjaldskráin og reglurnar með breytingum sem taka gildi þann 1. janúar 2025 eru eftirfarandi.
Fasteignaskattur A verði 0,400 % af húsmati og lóðarhlutamati
Fasteignaskattur B verði 1,320 % af húsmati og lóðarhlutamati
Fasteignaskattur C verði 1,650 % af húsmati og lóðarhlutamati
Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,70 % af lóðarhlutamati.
Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 3,00 % af lóðarhlutamati.
Vatnsgjald skv. gjaldskrá 4.985 kr. á veitu og 408 kr. pr. fermetra húsnæðis.
Fráveitugjald skv. gjaldskrá 0,3232 % af húsmati.
Sorphreinsunargjald skv. gjaldskrá 53.279 kr. á heimili.
Sorpeyðingargjald skv. gjaldskrá 36.639 kr. á heimili.
Fjöldi gjalddaga verði tíu, mánaðarlega frá 1. febrúar. Eindagi fasteignagjalda er
síðasti virki dagur gjalddagamánaðar.
Afsláttur til eldri borgara og örorkulífeyrisþega er framreiknaður frá fyrra ári m.v. breytingar á launavísitölu og meðalbreytingu fasteignamats íbúðarhúsnæðis.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum breytta gjaldskrá fasteignagjalda árið 2025 ásamt reglum um afslætti.
[Um álagningu fasteignagjalda 2025.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=R45RHCNSJk6uJ6cEgChGyQ&meetingid=75flaiNWUUaSqiSv28DWpQ1
&filename=Um álagningu fasteignagjalda 2025.pdf)
**11. 2410178 - Reglur um íþrótta- og tómstundastyrki**
|Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingum á reglum.|
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar breytingum á reglum fyrir íþrótta- og tómstundastyrk.
Til máls tók Birgir Jónsson.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum breytingar á reglum fyrir íþrótta- og tómstundastyrk.
[Minnisblað um endurskoðun íþrótta- og tómstundastyrkja í Fjarðabyggð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=YsRCOvIQUW8v0NN6I7Ofw&meetingid=75flaiNWUUaSqiSv28DWpQ1
&filename=Minnisblað um endurskoðun íþrótta- og tómstundastyrkja í Fjarðabyggð.pdf)
**12. 2411183 - Tillaga um slit byggðasamlags um Skólaskrifstofu Austurlands.**
|Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu.|
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir að slíta Skólaskrifstofu Austurlands og byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks á Austurlandi á grundvelli tillögu stjórnar Skólaskrifstofu Austurlandi í fundargerð stjórnar frá 27. nóvember 2024. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að yfirtaka eignir og skuldir í samræmi við tillögu stjórnar um skiptingu þeirra milli sveitarfélaganna. Einnig samþykkir bæjarstjórn að yfirtaka skuldbindingu Skólaskrifstofu Austurlands við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í samræmi við hlutfallslega skiptinu eftir íbúafjölda milli sveitarfélaganna á Austurlands í janúar 2024. Hlutur Fjarðabyggðar verður hlutfall af heildarskuldbindingu skólaskrifstofunnar við lífeyrissjóðinn.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu að slitum á Skólaskrifstofu Austurlands og byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks.