Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 18. (951)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**18. (951). fundur**
|
|
|05.12.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 21. nóvember 2024 er lögð fram.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2411032F - Fundargerð bæjarráðs frá 26/11 ´24.**
|Fundargerðin sem er 6.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2411042F - Fundargerð bæjarráðs frá 3/12 ´24.**
|Fundagerðin sem er 17.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|2411149 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi fyrirspurn um skiptingu einbýlishúss við Ásbúð 76 í tvær íbúðir.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi fyrirspurn eiganda einbýlishússins að Ásbúð 76 um skiptingu einbýlishúss í tvær íbúðir. Í grein 2.2.3. í skilmálum deiliskipulags Ásbúðar og Holtsbúðar segir: Ef byggð eru ný hús er einungis leyfð ein íbúð á hverri lóð og skal hvert hús vera óskipt eign. Umsækjandi bendir á að í húsaröðinni Ásbúð 78, 80 og 82 hafa verið skráðar tvær aðskildar íbúðir um áratugaskeið. Í húsinu Ásbúð 76 hafa verið tvær íbúðir um áratuga skeið sem hafa auk þess verið samþykktar á upphaflegum teikningum án þess að þær hafi hlotið skráningu sem aðskildar íbúðir. Með vísan í ofangreint gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að húsinu verði skipt upp í tvær aðskildar eignir án undangenginnar deiliskipulagsbreytingar enda er ekki um nýtt hús að ræða sbr. grein 2.2.3 í skilmálum og gert sé ráð fyrir aðskildri íbúð í samþykktum teikningum frá upphafi. Nefndin bendir á að aðkoma að lóðum við Ásbúð frá Hnoðraholtsbraut er með öllu óheimil.
|
|
|
|
|
|2410170 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um óverulega breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta vegna Kinnargötu 39-41.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi umsókn um breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta sem gerir ráð fyrir því að heimilað verði smáhýsi á hvorri lóð sem er 4,5 m2 umfram heimild deiliskipulags. Yfirlýsing eigenda aðliggjandi lóða fylgir umsókn. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Í samræmi við 1. ml. 3. mgr. 44. gr. sömu laga er heimilt að stytta tíma grenndarkynningar þar sem að yfirlýsing eigenda aðliggjandi lóða liggur fyrir.
|
|
|
|
|
|2407178 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Garðahrauns vegna Mosprýði 3.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Garðahrauns. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem nær til lóðarinnar Mosprýði 3.
|
|
|
|
|
|2409059 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Heiðmerkur og Sandahlíðar vegna legu reiðstígs í Vífilsstaðahlíð.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Heiðmerkur og Sandahlíðar sem gerir ráð fyrir breytingu á legu reiðstígs í Vífilsstaðahlíð frá Grunnuvatnaskarði að reiðstíg milli hrauns og hlíðar. Umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir og er ekki gerð athugasemd við tillöguna. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Heiðmerkur og Sandahlíðar í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|2403396 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Kjóavalla vegna færslu á reíðstíg.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Kjóavalla sem gerir ráð fyrir því að reiðstígur sunnan Andvarareiðskemmu færist suður fyrir tamningagerði sem skipulagið gerir ráð fyrir. Hestamannafélagið Sprettur óskaði eftir breytingunni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Kjóavalla í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Með vísan í 2.ml. 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga er fallið frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda sem er Hestamannafélagið Sprettur.
|
|
|
|
|
|2411159 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum vegna uppbyggingaráforma við Hrafnistu.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum. Helstu breytingar eru eftirfarandi: -Breytingin felst í stækkun lóðar úr 25.980 m² í 33.408 m² vegna áður samþykktra breytinga á bæjarfélagsmörkum. -Breyting byggingarmagns; ný álma hjúkrunarheimilis með 118-125 hjúkrunarrýmum (byggingarreitur A) og þrjú fjölbýlishús ásamt einni tengibyggingu/þjónustubyggingu (byggingarreitir B, C og D) á lóðinni sem falla vel að umhverfinu og efla starfsemi Hrafnistu. Heimilt byggingarmagn fer úr 22.586 m² í 52.086 m² (þar af er byggingarmagn nýbygginga 29.500 m2/). -Leyfilegur fjöldi nýrra íbúða verður 118 leiguíbúðir fyrir aldraða í mismunandi stærðum ásamt stækkun á núverandi bílakjallara og öðrum nýjum í tengslum við íbúðir á reit C og D -Nýtingarhlutfall fer úr 0,9 í 1,5. -Tilfærsla á spennistöð. Eina breytingin sem verður innan Garðabæjar er tilfærsla á vegtengingu frá Hrafnistu að Boðahlein og Naustahlein til vesturs. Skipulagsnefnd beinir því til umhverfissviðs að skoða hvort ekki sé ástæða til að útfæra gatnamót Boðahleinar við aðkomuveg þannig að húsagatan verði botnlangi út frá safngötu. Skipulagsnefnd samþykkti að vísa tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr. og 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|2304320 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hliðs á Álftanesi.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hliðs. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leyti enda hefur viðbyggingin hverfandi áhrif á fólkvanginn og umferð um hann. Þar sem að meira en ár er liðið síðan að athugasemdafresti grenndarkynningar lauk þarf að taka breytinguna fyrir að nýju. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við að skipulagsstjóri afgreiði tillöguna sem óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við heimildir embættisins.
|
|
|
|
|
|2401511 - Greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu um hækkun á gjaldskrá til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna með gildistíma frá 1. janúar 2025.
|
|
|
|
|
|2208745 - Endurnýjun samnings um samræmda móttöku flóttafólks 2025.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir viðauka þjónustusamnings milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Garðabæjar, um samræmda móttöku flóttafólks sem undirritaður var 20. mars 2024. Viðaukinn varðar framlengingu gildistíma núgildandi samnings til og með 31. desember 2025.
|
|
|
|
|
|2411120 - Reglur Garðabæjar um sérstakan húsnæðisstuðning - Endurskoðun
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir reglur Garðabæjar um sérstakan húsnæðisstuðning, með gildistíma frá og með 1. janúar 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2411038F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 28/11 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2411023F - Fundargerð velferðarráðs frá 20/11 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 4.tl. búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti og 5.tl. Vinna og virkni fatlaðs fólks í Garðabæ.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2411040F - Fundargerð stjórnar Hönnunarsafns Íslands frá 27/11 ´24.**
|Stella Stefánsdóttir ræddi 1.tl. safnafræðslu, 2.tl. dagatal 2025 og 4.tl. fjárhagsáætlun 2025.
|
Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 1.tl. safnafræðslu.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2401136 - Fundargerðir stjórnar SSH frá 18/11 og 25/11 ´24.**
|Guðlaugur Kristmundsson ræddi fundargerð frá 18. nóvember 2024, 1.tl. fyrirkomulag almenningssamgangna ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og 4.tl. aðalfund SSH 2024.
|
Almar Guðmundsson ræddi fundargerð frá 18. nóvember 2024, 1.tl. fyrirkomulag almenningssamgangna ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og 4.tl. aðalfund SSH 2024.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2401133 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 30/9, 2/10 og 18/10 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi fundargerð frá 18. október 2024.
|
Guðlaugur Kristmundsson ræddi fundargerð frá 18. október 2024.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2401139 - Fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 18/11 ´24. **
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. SORPA bs. - Endurvinnslustöðvar.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401134 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13/11 ´24. **
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 2.tl. níu mánaða uppgjör lagt fram til samþykktar, 4.tl. gjaldskrárstefnu - yfirferð og 8.tl. snertilausar greiðslur og staðgreiðslu.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401135 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18/10 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2403266 - Sorphirðusamþykkt Garðabæjar (síðari umræða)**
|Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Garðabæ.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2407142 - Tillaga um álagningu fasteignagjalda 2025.**
|Eftirfarandi tillaga lögð fram. Tillagan fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Fasteignaskattur skal vera 0,161% af fasteignamati íbúða og íbúðarhúsa ásamt lóðarréttindum, erfðafestulanda og jarðeigna, sbr. a-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Fasteignaskattur skal vera 1,52% af öðrum fasteignum, sem metnar eru í fasteignamati, sbr. c-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Leigugjald á íbúðarhúsalóðum Garðabæjar skal vera 0,4% af fasteignamati lóðar og er þá ekki nýtt að fullu heimild bæjarins sem er 1,0% samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna.
Leigugjald á atvinnuhúsalóðum Garðabæjar skal vera 1,0% af fasteignamati lóðar, samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna.
Vatnsgjald skal vera 0,074% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. heimild í reglugerð um vatnsveitur. [Sjá gjaldskrá]
Aukavatnsgjald skal á árinu 2024 vera 36,9 kr/tonn m.v. BVT í desember 2024.
Á Álftanesi skal vatnsgjald vera samkvæmt gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur sem innheimtir vatnsgjald samkvæmt samningi.
Fráveitugjöld skulu vera 0,078% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. samþykkt um fráveitu í Garðabæ nr. 282/2005. [Sjá gjaldskrá]
Á Álftanesi skal rotþróargjald vera kr. 37.900.
Sorphirðugjald skal vera samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
Taðþróargjöld í hesthúsahverfi Andvara skulu vera kr. 219.670 á hvert hús fyrir tímabilið 1. janúar 2025 til 30. júní 2025. [Sjá gjaldskrá].
Fasteignaskattur og fráveitugjald sem tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða skal lækka að teknu tilliti til viðmiðunartekna. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að ákvarða viðmiðunartekjur samkvæmt reglum um lækkun fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.
Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2025 verða 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Garðabæjarlistinn leggur til að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði verði áfram 0,163%." Um rökstuðning fyrir breytingunni vísast til bókunar Garðabæjarlistans undir dagskrárlið 28. Fjárhagsáætlun 2025 (2025-2028) - síðari umræða.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls að nýju.
Almar Guðmundsson tók til máls að nýju.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls að nýju.
Breytingatillaga Garðabæjarlistans felld með 7 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, SS) gegn 2 atkvæðum (ÞÞ, IA). 2 sátu hjá (BGD, GK).
Tillaga um álagningu fasteignagjalda 2025 samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HME, GVG, SS, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA).
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2407142 - Gjaldskrá fráveitu.**
|Lögð fram gjaldskrá fráveitu þar sem fram kemur að fráveitugjald verði 0,078% af álagningarstofni. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2407142 - Samþykkt um breytingu á gjaldskrá fyrir vatnsgjald o.fl. **
|Lögð fram samþykkt um breytingu á gjaldskrá vatnsgjalds þar sem fram kemur að vatnsgjald verði 0,074% af fasteignamati húsa og lóða. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Samþykkt um breytingu á gjaldskrá vatnsgjalds samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2407142 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Garðabæ.**
|Lögð fram gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Garðabæ. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2407142 - Gjaldskrá um hreinsun taðþróa í hesthúsahverfinu á Kjóavöllum.**
|Lögð fram gjaldskrá um hreinsun taðþróa í hesthúsahverfinu á Kjóavöllum þar sem fram kemur að taðþróargjald verði kr. 219.670 fyrir tímabilið 1. janúar 2025 til 30. júní 2025. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**17. 2407142 - Gjaldskrá leikskóla.**
|Lögð fram gjaldskrá leikskóla með gildistíma frá 1. febrúar 2025. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HME, GVG, SS, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA).
|
|
|
|
|
|
|
|**18. 2407142 - Gjaldskrá fyrir frístundaheimili.**
|Lögð fram gjaldskrá fyrir frístundarheimili þar sem gert er ráð fyrir 3,9% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HME, GVG, SS, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA).
|
|
|
|
|
|
|
|**19. 2407142 - Gjaldskrá fyrir starfsemi frístundar.**
|Lögð fram gjaldskrá fyrir starfsemi frístundar þar sem gert er ráð fyrir 3,9% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HME, GVG, SS, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA).
|
|
|
|
|
|
|
|**20. 2407142 - Gjaldskrá skólamálsverða í grunnskólum Garðabæjar.**
|Skólamálsverðir í Garðabæ eru gjaldfrjálsar árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**21. 2407142 - Gjaldskrá fyrir frístundabíl.**
|Lögð fram gjaldskrá frístundabíls þar sem gert er ráð fyrir 6,0% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HME, GVG, SS, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA).
|
|
|
|
|
|
|
|**22. 2407142 - Gjaldskrá sundlauga Garðabæjar**
|Lögð fram gjaldskrá sundlauga Garðabæjar þar sem gert er ráð fyrir 3,9% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**23. 2407142 - Gjaldskrá bókasafns Garðabæjar.**
|Lögð fram gjaldskrá bókasafns Garðabæjar þar sem gert er ráð fyrir 3,9% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**24. 2407142 - Reglur um tekjutengingu afslátta.**
|Lagðar fram reglur um tekjutengingu afslátta af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila og gjöldum til dagforeldra. Reglurnar fylgdu fundarboði og eru vistaðar í fundargátt.
|
Reglurnar samþykktar samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**25. 2407142 - Gjaldskrá Tónlistarskóla Garðabæjar.**
|Lögð fram gjaldskrá Tónistarskóla Garðabæjar, þar sem gert er ráð fyrir 6% hækkun, sem taki gildi í september 2025. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HME, GVG, SS, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA).
|
|
|
|
|
|
|
|**26. 2407142 - Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara í Garðabæ.**
|Lögð fram gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara Garðabæjar þar sem gert er ráð fyrir að gjald fyrir hverja ferð nemi einu og hálfu strætisvagnafargjaldi. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**27. 2412024 - Breyting á samþykktum um gatnagerðargjöld í Garðabæ**
|Lögð fram breyting á 6. og 7.gr. samþykkta Garðabæjar um gatnagerðargjöld. Breytingin taki gildi 1. júní 2025.
|
Breytingar á samþykktunum eru samþykktar samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**28. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028) - síðari umræða.**
|Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, fjallaði um frumvarp að fjárhagsáætlun og fór yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóri þakkaði starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar og íbúum fyrir ábendingar sem fram komu á vef Garðabæjar. Bæjarstjóri lýsti ánægju með gott samstarf allra bæjarfulltrúa við umfjöllum um fjárhagsáætlun.
|
Bæjarstjóri fjallaði um helstu niðurstöður sem koma fram í frumvarpinu og greinargerð sem hefur verið uppfærð og er lögð fram nú við síðari umræðu.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum að breytingum við frumvarpið eins og það var lagt fram við fyrri umræðu.
Tekjur
Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkun -15 m.kr.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 567 m.kr.
Sorpgjald 26 m.kr.
Breytingar á tekjum 578 m.kr
Gjöld:
Uppfærð laun í leikskólum -120 m.kr.
Viðbótarstöðugildi í barnavernd - 15 m.kr.
Verkefnastjóri í skólaþjónustu - 16 m.kr.
Efling félagsmiðstöðva og ungmennastarfs - 25 m.kr.
Sálfræði- og atferlisráðgjöf í skólum - 8 m.kr.
Kvöldferðir strætó eða frístundabíls - 20 m kr.
Hækkun hvatapeninga -15 m.kr.
Forvarnir og heilsuefling eldri borgara - 5. m.kr.
Verkefnastjóri stafræn þróun -15 m.kr.
Upplýsingatækniöryggi -25 m.kr.
Stafræn verkefni, róbótar og gervigreind - 32 m.kr.
Mótteka barna með fjölbreyttan menn. bakgrunn - 14 m.kr.
Sjálfstætt starfandi grunnskólar - 20 m.kr.
Námsmat í grunnskólum, samræming - 5 m.kr.
Vinna og virkni, undirbúningur og framlög til stofn. 6 m.kr.
Hagræðing, almenn á málaflokka 200 m.kr.
Varasjóður vegna launaþróunar og verðlags -200 m.kr.
Lækkun framlaga ti Hönnunarsafns 10 m.kr.
Breyting á útgjöldum - 331 m.kr.
Samtals hækkun á rekstrarafgangi A- sjóðs 247 m.kr.
Rekstrarafgangur fyrri umræða A sjóður 112 m.kr.
Rekstrarafgangur A- sjóðs með breytingum 359 m.kr.
Rekstrarafgangur A og B sjóðs með breytingum 712 m.kr.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Garðabæjarlistinn leggur til að hvatapeningar hækki úr 55 þúsund í 65 þúsund fyrir árið 2025 í stað 60 þúsunda."
Rökstuðningur:
"Með hækkun hvatapeninga í 65 þúsund fyrir árið 2025 komum við með myndarlegum hætti til móts við barnafjölskyldur. Tómstundir eru stór útgjaldaliður á hverju ári hjá fjölskyldum og með hækkun hvatapeninga gerum við fólki betur kleift að takast á við hækkanir æfingagjalda síðustu ára og þrengri fjárhagsstöðu heimila. Líkt og fram kom í greinargerð okkar með fyrri tillögu hefur þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, ásamt því að vera mikilvægur vettvangur fyrir félagslegan þroska barna og heilsu, gríðarlegt forvarnargildi. Því er mikilvægt að allar fjölskyldur geti boðið börnum sínum upp á að stunda slíkt starf, óháð efnahag. Garðabær hefur fjárfest milljörðum í aðstöðu til íþróttaiðkunar á undanförnum árum og ber töluverðan kostnað af rekstri þeirra á ári hverju. Það er því afar mikilvægt að ýta undir að þeir innviðir nýtist sem best og fyrir sem flest.
Garðabæjarlistinnn lagði í haust fram tillögu að hækkun hvatapeninga upp í 70 þúsund. Við gerð fjárhagsáætlunar var komið að hluta til móts við þá tillögu, og meirihlutinn leggur til að þeir hækki úr 55 í 60 þúsund. Samhliða leggur meirihlutinn til að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki um 0,002%.Um sambærilegar fjárhæðir er að ræða, eða um 15 milljónir. Við teljum að sameiginlegum fjármunum Garðbæinga verði betur varið með því hækka hvatapeningana enn frekar - í 65 þúsund - í stað þess að lækka fasteignaskattinn.
Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans."
Björg Fenger tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Leiðarljós Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ er ábyrgur rekstur bæjarfélagsins, lágar skattálögur og framúrskarandi þjónusta við bæjarbúa.
Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025 og þrjú næstu ár sýnir að bæjarsjóður Garðabæjar stendur vel fjárhagslega. Þrátt fyrir viðvarandi verðbólgu og háa vexti undanfarin ár ásamt miklum launahækkunum og auknum þunga velferðarmála hefur fjárhagslegt aðhald og rekstrarhagræðing skilað stórbættri afkomu A-hluta bæjarsjóðs á yfirstandandi ári.
Þessi góða staða leiðir m.a. til þess að í fjárhagsáætlun 2025 er álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkað í 0,161% af fasteignamati og verður þar með áfram hið lægsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á að mæta ungmennum, eldri borgurum og fötluðu fólki í Garðabæ. Það gerum við m.a. með því að styrkja enn frekar skólaþjónustuna, efla forvarnarstarf barna og ungmenna, vinna gegn félagslegri einangrun eldri borgara ásamt því að hefja undirbúning að nýjum virkniúrræðum fyrir fatlað fólk. Þessu til viðbótar er ætlunin að nýta stafrænar lausnir í auknum mæli til að bæta enn frekar þjónustu bæjarins.
Þótt fjárhagsleg staða bæjarsjóðs Garðabæjar sé gríðarlega sterk er það skylda bæjarstjórnar að viðhalda hagkvæmni í rekstri og laga reksturinn áfram að krefjandi efnahagsaðstæðum í þjóðfélaginu. Stefnt er að góðum rekstrarhagnaði, bæði af A-hluta bæjarsjóðs sem og af samstæðureikningi A- og B-hluta á árinu 2025. Stóraukið veltufé frá rekstri leiðir til þess að áfram verður fjárfest markvisst í innviðum bæjarins með hóflegri lántöku.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stefna ótrauðir að því áfram að álagningarhlutföll útsvars og fasteignaskatts í Garðabæ séu hin lægstu meðal stærstu sveitarfélaga landsins, að þjónustukannanir staðfesti áfram mikla ánægju íbúa með þá þjónustu sem bærinn veitir og að íbúar séu ávallt mjög ánægðir með Garðabæ sem sveitarfélag til að búa í.“
Brynja Dan Gunnarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Við í Framsókn styðjum tillögu um hækkun hvatapeninga umfram það sem áætlað er eða í 65 þúsund í stað 60 þúsund króna og teljum skynsamlegt að halda álagningu fasteignagjalda óbreyttri til að fjármagna það skref eins og lagt er til mótvægis. Við hefðum viljað fara í meiri hækkun en teljum að þetta sé engu að síður skref í rétta átt og finnst afar mikilvægt að stutt sé enn betur við barnafjölskyldur með þessu móti."
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls að nýju og lagði fram eftirfarndi bókun:
"Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025 er einkennandi fyrir sveitarfélag sem er í stækkun og mikilli uppbyggingu. Á sama tíma hefur ytra umhverfi okkar verið óhagstætt vegna hárra vaxta og verðbólgu. Með þeim forsendum sem okkur eru settar til þessarar áætlunar stefnir hvoru tveggja niður á við, verðbólga og vextir.
Garðabær fagnaði sínum 20.000 íbúa á árinu og fyrirséð er enn frekari stækkun bæjarins og fjölgun íbúa með uppbyggingu nýrra hverfa á Arnarlandi, Hnoðraholti, Vetrarmýri og Vífilstaðalandi og eins konar þéttingu byggðar á Álftanesi og við Eskiásinn. Samhliða þessari stækkun þurfa innviðir og þjónusta við íbúa að halda í við kröfur nútímans, umhverfi nýrra og núverandi hverfa þurfa að taka mið af kröfum okkar og bæta bæjarbraginn.
Fjárhagslegur styrkleiki þessa sveitarfélags veltur á því að hér verði hagstætt verðbólgu og vaxtaumhverfi á næstu árum til þess að núverandi fjárfestingar verði ekki íþyngjandi rekstri og fjárstreymi sveitarfélagsins á næstu árum.
Í þessari fjárhagsáætlanagerð vildum við í Viðreisn sjá ráðdeild í rekstri og tempraðar kröfur um sérverkefni eða fjármögnun verkefna sem einstaka flokkar hér í bæjarstjórn vildu skreyta sig með. Þess vegna mun Viðreisn heils hugar standa að baki þessari fjárhagsáætlun, enda er með henni lagt til að ekki bara fjármagna heldur ráðast í aðgerðir sem okkur þykja skynsamar og tímabærar. Hér er verið að ráðast í og bæta við útgjöld sem lagt hefur verið til hér við bæjarstjórnarborðið og meirihlutinn veitir núna brautargengi með því að leggja þær til sem tillögur.
Þetta eru áætlanir um að styrkja starfsemi bæjarskrifstofunnar með auknum stöðugildum, sem er eðlilegt í stækkandi bæ. Hér eru áætlanir um að bæta við stöðugildi og fjármagn til þess að fara í spennandi verkefni í rafrænum lausnum, sem ekki bara skapa hagræðingu heldur geta líka skapað nýtt og spennandi vinnuumhverfi, vinnutæki, sem aftur geta leitt af sér nýsköpun og aðferðafræði hjá starfsfólki, sem aftur getur aukið afköst og ánægju. Hér eru áætlanir um að bæta þjónustu við börn, hvort sem þau eru virk í félagsmiðstöðvum eða þurfi fagfólk til að stíga inn í með stuðning til þeirra sem þess þurfa. Hér eru áætlanir um aukið fé til almenningssamgangna sem er ekki bara eðlileg þjónusta heldur orðið að öryggis og jafnréttismáli innan bæjarins, þegar börn og unglingar í bænum sækja tómstundir bæjarendanna á milli. Hér eru nauðsynlegar áætlanir um innviðaframkvæmdir og hraustlegt viðhald og endurbætur á núverandi húsnæði. Hér eru svo áætlanir um ýmis önnur mál sem við listum ekki upp í þessari bókun, þó mikilvæg séu. Hér eru að lokum metnaðarfull markmið um að finna hagræðingu í rekstri, sem getur verið krefjandi en að sama skapi nauðsynleg til að kalla fram nýjar hugmyndir eða nýsköpun, en bæjarstjóri og allir sviðsstjórar fá mikla hvatningu frá okkur í Viðreisn í þeirri vinnu.
Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025 er skynsöm og ábyrg, allir flokkar í bæjarstjórn tóku þátt í og höfðu tök á að hafa áhrif á hana. Hún er skynsöm því hún er án flækinga eða fjármögnunar pólitískra minnisvarða. Fremur sópar hún upp og fjármagnar góðar hugmyndir sem hafa fengið góða umræðu hér við bæjarstjórnarborðið. Hún er ábyrg því allir flokkar við bæjarstjórnarborðið höfðu aðkomu að henni og aðgang að þeim upplýsingum sem nauðsynlegt var til að taka upplýstar ákvarðanir á þessum fundi."
Gunnar Valur Gíslason tók til máls.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls að nýju og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fjárhagsáætlun 2025 er metnaðarfull og ber vott um vaxandi bæjarfélag. Við árslok 2025 er gert ráð fyrir því að Garðabær skuldi rúmlega 1,9 milljónir á hvern íbúa í bænum. Skuldir hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár og samkvæmt áætluninni munu þær standa í 40 milljörðum eftir ár. Við þessu er alveg að búast í jafn miklum uppbyggingarfasa og Garðabær er í, en Garðabæjarlistinn telur mikilvægt að íbúar bæjarins séu meðvitaðir um þessa staðreynd.
Það er ágætis þumalputtaregla að reglulegar tekjur sveitarfélagsins standi undir rekstri þess, en þær hafa ekki gert það um árabil í Garðabæ. Þetta gerir það auðvitað að verkum að lántaka fyrir framkvæmdum fyrir ný hverfi hefur verið mikil undanfarin ár, þrátt fyrir sölu á byggingarrétti upp á milljarða.
Rekstur A-sjóðs stendur ekki ennþá undir sér samkvæmt áætluninni sem hér er til umræðu - þótt reksturinn hafi sannarlega styrkst mikið. Gert er ráð fyrir því að A-sjóður skili rekstrarafgangi upp á 359 milljónir, en samhliða er gert ráð fyrir sölu á byggingarrétti fyrir 1200 milljónir. Með öðrum orðum, það vantar ennþá um 840 milljónir til þess að A-hlutinn standi undir sér í reynd - þrátt fyrir töluverða hækkun útsvars á síðasta ári og hagræðingarkröfu þvert á svið.
Byggingarréttur er takmörkuð auðlind og því mikilvægt að vinna áfram að því að brúa bilið á milli reglulegra tekna og kostnaðar vegna grunnreksturs. Þetta höfum við í Garðabæjarlistanum ítrekað talað fyrir og gerum aftur nú.
Garðabæjarlistinn hefur lengi talað fyrir bættum samgöngum milli hverfa, bæði fyrir almenningssamgöngum, þá sérstaklega á Álftanesi og í Urriðaholti, og hjólreiðainnviðum. Það er því ánægjulegt að sjá að bættar strætósamgöngur á kvöldin í áætluninni. Einnig höfum við talað fyrir ungmennahúsi um langt skeið og erum því afar ánægð að sjá það mál þokast áfram. Við fögnum einnig aðgerðum til að vinna gegn félagslegri einangrun eldra fólks, eflingu á móttöku fyrir börn af erlendum uppruna, aukna sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum og áform um virkniúrræði fyrir fatlað fólk. Eins er gott að sjá áframhaldandi fjárfestingu í félagslegu húsnæði, þótt við vildum gjarnan að stærra átak yrði gert í þeim málum. Einnig myndum við vilja sjá hærri stofnframlög til bygginga á leiguíbúðum.
Garðabæjarlistinn vill sjá áframhaldandi aðgerðir sem koma sér vel fyrir tekjulægsta fólkið í bænum og barnafjölskyldur, samhliða því að viðhalda góðri þjónustu. Okkar pólitíska stefna byggir á því að samfélagið taki saman utan um þau sem þess þurfa. Til að mynda viljum við að komið sé til móts við barnafjölskyldur í meira mæli, bæði með gjaldskrám og hækkun hvatapeninga. Atkvæði okkar við afgreiðslu gjaldskráa og breytingartillaga við fjárhagsáætlun endurspegla áherslur okkar í þeim efnum.
Við þökkum fyrir gott samtal og samráð síðustu vikur. Við erum um margt sátt við fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, en myndum sannarlega forgangsraða á annan hátt hefðum við til þess völdin. Við munum halda áfram þéttu en sanngjörnu aðhaldi við meirihlutann og við munum áfram tala fyrir okkar gildum og stefnu Garðabæjarlistans, sem byggir á félagshyggju, náttúruvernd og frjálslyndi. Við viljum bæ sem er fyrir okkur öll, þar sem við upplifum öll að við tilheyrum og getum blómstrað."
Ingvar Arnarson tók til máls.
Almar Guðmundsson tók til máls að nýju.
Tillaga Garðabæjarlistans borin undir atkvæði og felld með 7 atkvæðum (AG, BJ, SHJ, MB, HBE, GVG, SS) gegn 4 (ÞÞ, IA, BDG, GK).
Tillaga um breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun er samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BJ, SHJ, MB, HBE, GVG, SS, BDG, GK). 2 sátu hjá (ÞÞ, IA).
Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdayfirlit fjárhagsáætlunar með framkomnum breytingum með 9 atkvæðum (AG, BJ, SHJ, MB, HBE, GVG, SS, BDG, GK). 2 sátu hjá (ÞÞ, IA).
Bæjarstjórn samþykkir frumvarp að fjárhagsáætlun með framkomnum breytingartillögum sem fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025-2028 með 9 atkvæðum (AG, BJ, SHJ, MB, HBE, GVG, SS, BDG, GK). 2 sátu hjá (ÞÞ, IA).
Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025- 2028 eru (í þús.kr.):
2025 2026 2027 2028
Tekjur 32.455.092 34.797.991 36.516.381 38.321.025
Gjöld 27.723.233 29.554.950 30.926.468 32.542.381
Rekst.nið. f. afskr. 4.731.859 5.243.041 5.589.912 5.778.644
Afskriftir (1.980.180) (2.019.068) (2.149.950) (2.359.533)
Rekst.nið.án fjárml. 2.751.679 3.223.972 3.394.963 3.419.091
Fjárm. tekjur og (gjöld) (2.039.616) (1.915.884) (1.846.541) (1.874.291)
Rekstrarniðurstaða 712.063 1.308.088 1.548.421 1.544.800
Framkvæmdir 5.161.000 5.072.000 5.173.000 5.622.000
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)