Ísafjarðarbær
Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða 4. fundur
= Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Skammtímadvöl - 2024070073 ===
Lögð fyrir á ný umsókn um aukningu á þjónustu í skammtímadvöl.
Sviðs- og félagsmálastjórar hafa lagt faglegt mat á umsóknina og staðfesta þörf á aukningu dvalar í skammtímadvöl á grundvelli fötlunar, með vísan til laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Aukning á þjónustu nemur tólf vikum á ári í skammtímadvöl eða um það bil kr. 12.000.000,-. Þegar hefur verið gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun VV fyrir árið 2025.
Sviðs- og félagsmálastjórar hafa lagt faglegt mat á umsóknina og staðfesta þörf á aukningu dvalar í skammtímadvöl á grundvelli fötlunar, með vísan til laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Aukning á þjónustu nemur tólf vikum á ári í skammtímadvöl eða um það bil kr. 12.000.000,-. Þegar hefur verið gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun VV fyrir árið 2025.
Framkvæmdaráð samþykkir umsóknina.
=== 2.Búseta - 2024090078 ===
Lögð fyrir á ný umsókn um búsetuþjónustu.Sviðs- og félagsmálastjórar hafa lagt faglegt mat á umsóknina og staðfesta þörf á búsetuþjónustu fyrir umsækjanda á grundvelli fötlunar, með vísan til laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Umsækjandi hefur ekki verið í búsetuþjónustu áður og mun ekki hefja sjálfstæða búsetu fyrr en um mitt ár 2025. Þangað til verður þjónustan óbreytt en umsækjandi hefur verið í umfangsmikilli þjónustu sem fatlað barn. Umsækjandi flytur inn í þegar skilgreinda búsetu og hagræðið af því mikið. Áhrif á fjárhagsáætlun 2025 leiðir til hækkunar um kr. 13.937.952,-. Þegar hefur verið gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun VV fyrir árið 2025. Vakin er athygli á að kostnaður í búsetum hjá Ísafjarðarbæ lækkar þar sem annað búsetuúrræði leggst af í lok janúar 2025.
Framkvæmdaráð samþykkir umsóknina.
=== 3.Búseta - 2024090077 ===
Lögð fyrir á ný umsókn um búsetuþjónustu.Sviðs- og félagsmálastjórar hafa lagt faglegt mat á umsóknina og staðfesta þörf á búsetuþjónustu fyrir umsækjanda á grundvelli fötlunar, með vísan til laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Umsækjandi hefur ekki verið í búsetuþjónustu áður en hefur nýlega fengið sis mat sem styður þörf fyrir sólarhringsþjónustu. Umsækjandi flytur inn í þegar skilgreinda búsetu og hagræðið af því mikið. Áhrif á fjárhagsáætlun 2025 leiðir til hækkunar um kr. 13.036.981,-. Þegar hefur verið gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun VV fyrir árið 2025. Vakin er athygli á að kostnaður í búsetum hjá Ísafjarðarbæ lækkar þar sem annað búsetuúrræði leggst af í lok janúar 2025.
Framkvæmdaráð samþykkir umsóknina.
=== 4.Velferðarþjónusta Vestfjarða - fjárhagsáætlun 2025 - 2024070073 ===
Fjárhagsáætlun 2025 fyrir Velferðarþjónustu Vestfjarða lögð fram.
Framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlun 2025.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?