Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 46. (2147)
|10.12.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2412068 - Fyrirkomulag almenningssamgangna ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - kynning**
|Á fund bæjarráðs mættu Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ragnar Þórir Guðgeirsson, ráðgjafi hjá Expectus og kynntu stöðu fyrirkomulags almenningssamgangna ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogs, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2406311 - Grásteinsmýri 2 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Grásteinsmýri ehf., kt. 510220-1960, leyfi til að byggja tvo fjölbýlishús á 3 hæðum með 42 íbúðum, hjólaskýli og djúpgámum að Grásteinsmýri 2.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2410225 - Vetrarbraut 1 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vetrarmýrinni ehf., kt. 550121-1580, leyfi fyrir byggingu 4 hæða og 5 hæða fjölbýlishúss með 135 íbúðum að Vetrarbraut 1.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2408257 - Sala á byggingarrétt lóða í Garðabæ.**
|Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir framlögðu minnisblaði um sölu á byggingarréttum lóða í Garðabæ.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2412032 - Drög að gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks í Garðabæ árið 2025.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2412033 - Sameiginleg akstursþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu - Sameiginlegar reglur. **
|Lagðar fram sameiginlegar reglur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaðar voru 2. desember 2024.
|
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framangreindar reglur.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2412022 - Þjónustusamningur SSH við Fjölsmiðjuna.**
|Lagður fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2412041 - Framlag vegna barna með fjölþættan vanda og eða miklar þroska- og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis á árinu 2024.**
|Í bréfinu kemur fram að áformað er að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir sem vistuð eru utan heimilis árið 2024. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2412017 - Garðbæingurinn okkar 2024**
|Bæjarráð samþykkir að óska eftir tilnefningum frá bæjarbúum um "Garðbæinginn okkar 2024" þar sem leitast verði við að verðlauna einstakling fyrir sitt framlag til Garðabæjar, þeim sem eru til fyrirmyndar á einhvern hátt og minna á að allir geta haft áhrif. Til greina koma Garðbæingar, en einnig fólk sem dvelur í bænum til lengri eða skemmri tíma og hefur jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt.
|
Bæjarráð felur þróunar- og þjónustusviði afgreiðslu málsins og að skipa dómnefnd sem leggi mat á framkomnar tilnefningar.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2412060 - Styrkbeiðni góðgerðarfélagsins Miðstöð slysavarna barna, mótt. 6. desember 2024. **
|Beiðni góðgerðarfélagsins Miðstöðvar slysavarna barna um styrk.
|
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu við úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2412063 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Kvenfélags Álftaness um tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts í íþróttamiðstöðinni Álftanesi þann 1. febrúar 2025. **
|Lögð fram umsókn Kvenfélags Álftaness um tækifærisleyfi vegna áfengisveitinga á þorrablóti í íþróttahúsi Álftaness 1. febrúar 2025.
|
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2412067 - Bréf Styrktarsjóðs Garðasóknar varðandi ársreikning fyrir árið 2023 og framlag til sjóðsins fyrir árið 2024.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2405023 - Bréf Kvenfélags Garðabæjar varðandi þakkir fyrir stuðning við kaffihlaðborð í Sveinatungu á 17. júní 2024.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2412062 - Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi ungmennafulltrúa á sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins. **
|Lagt fram erindi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins þar sem kallað er eftir ungmennafulltrúum frá öllum 46 aðildarríkjunum sem vilja taka þátt í átaksverkefninu "Rejuvinating Politics.".
|
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og menningarsviðs og til umfjöllunar í ungmennaráði.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|