Reykjavíkurborg
Öldungaráð - Fundur nr. 93
**Öldungaráð**
Ár 2024, miðvikudaginn 11. desember var haldinn 93. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.03. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Sigurður Ágúst Sigurðsson og Jóhann Birgisson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sandra Hlíf Ocares og Viðar Eggertsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning Þingvangs á hugmyndum uppbyggingaraðila við Köllunarklettsreit. MSS22040200
- Kl.10.15 tekur Eva Kristín Hreinsdóttir sæti á fundinum.
Jón Viðar Guðjónsson, Hildur Ómarsdóttir og Pálmar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð vill þakka fyrir upplýsandi og góða kynningu á hugmyndum uppbyggingaraðilans Þingvangs við Köllunarklett og Hlésgötu. Samhliða uppbyggingunni þarf að huga að flæði gangandi og hjólandi íbúa sem búa sunnan Sundabrautar og vilja sækja yfir í þjónustu norðan megin þá með undirgöngum eða samgöngubrú. Vill ráðið að hugað verði að meiri blöndun aldurs á svæðinu og horft verði til fjölbreytts íbúðaforms eins og að co-living íbúðaformi að fyrirmynd félagstofnunar stúdenta. Að hönnun íbúðanna taki mið að þörfum eldra fólks m.t.t. velferðatækni, öryggi, rafmagnsbúnaðar, lífsgæðum og sveigjanleika til að eldast á heimilum sínum samhliða því að missa færni til lengri eða skemmri tíma vegna veikinda án þess að þurfa flytja.
Fylgigögn
Fram fer kynning á ársskýrslu velferðarsviðs 2023. VEL24060031
Sara S. Öldudóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð vill þakka fyrir upplýsandi og góða kynningu um ársskýrslu velferðarsviðs. Mikið og gott starf er unnið af hendi starfsmanna sviðsins í hverfum borgarinnar. Vill ráðið hvetja til þess að ráðist verði í könnun til framtíðar notenda borgarbúa á aldrinum 50 – 60 ára og kanna hug þeirra varðandi hvernig þjónustu þau vilja sjá í borginni þegar þau eldast. Ánægja notenda og aðstandenda er góð í samþættingu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta þá þjónustu þar sem betur má fara og halda áfram að vinna að velferðatækni og fleiri nýjungum í þjónustu við eldra fólk.
Fylgigögn
Lögð fram starfsáætlun öldungaráðs 2025. MSS22110104
Fylgigögn
Lagt fram fundadagatal öldungaráðs vor 2025. MSS22060166
- Kl. 12.00 víkur Sandra Hlíf Ocares af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 12.03**
Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
Sigurður Á. Sigurðsson Jóhann Birgisson
Viðar Eggertsson Eva Kristín Hreinsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð öldungaráðs frá 11. desember 2024**