Hveragerðisbær
Bæjarstjórn
= Bæjarstjórn =
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Halldór Benjamín Hreinsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Fundargerð bæjarráðs frá 5. desember 2024 ===
2412001F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 8.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Thelma Rún Runólfsdóttir, Sigmar Karlsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Thelma Rún Runólfsdóttir, Sigmar Karlsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Liður 8 "Foreldrafærninámskeiðið Tengjumst í leik" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir þátttöku í foreldrafærniverkefninu Tengjumst í leik til reynslu hvað varðar árgang 2019.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir þátttöku í foreldrafærniverkefninu Tengjumst í leik til reynslu hvað varðar árgang 2019.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 2.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 3. desember 2024 ===
2411014F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 1 "Deiliskipulag Grænumerkur 10 Heilsustofnun - deiliskipulagsbreyting vegna sólskála við Lækjarbrún" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Liður 2 "Umsókn um nýtt deiliskipulag í landi Fagrahvamms og Reykjamarkar, samhliða breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029" afgreiddur sérstaklega.
Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.
Bæjarstjórn tekur vel í tillögu landeiganda um að hann vinni sjálfur deiliskipulag fyrir svæðið með vísan til 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt 38. gr. skipulagslaga ber landeiganda að skila inn skipulagslýsingu ef hann hyggst vinna deiliskipulagið sjálfur. Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd sem þarf að fjalla um skipulagslýsinguna áður en bæjarstjórn getur tekið afstöðu til tillögu að vinnslu deiliskipulagsins.
Liður 3 "Beiðni um rafmagnshlið hjá Skólamörk - Reykjamörk" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
Liður 4 "Minnisblað vegna skjól- og garðveggja" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja tillögu að endurskoðuðum reglum um smáhýsi, girðingar og skjólveggi, sem samþykktar voru í bæjarráði 14. júlí 2020, fyrir skipulags- og umhverfisnefnd til umfjöllunar og að minnisblað Landforms ehf. verði lagt til grundvallar í þeirri vinnu.
Liður 5 "Lóðablað - Breiðamörk 1" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt lóðablað fyrir Breiðamörk 1.
Liður 6 "Lóðablað - Dynskógar 6" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt lóðablað fyrir Dynskóga 6.
Liður 7 "Lóðablað - Dynskógar 4" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt lóðablað fyrir Dynskóga 4.
Liður 8 "Vorsabær 7 - ósk um breytingu á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Í bókun skipulags- og umhverfisnefndar segir eftirfarandi: "Á lóðinni er í gildi deiliskipulag Athafnasvæðis A9. Þar er lagt upp með að götusnið utan lóðar samanstandi af gróðurrönd með vatnsrás fyrir ofanvatn, þar tekur við göngu- og hjólastígur og loks akvegur. Segir í greinargerð deiliskipulagsins að blágrænar ofanvatnslausnir stuðli að hreinsun regnvatnsins, gefi grænna yfirbragð og minnki álag á fráveitukerfið. Samspil ofanvatnsrása og gróðurs gefi svæðinu aðlaðandi yfirbragð og viðhaldi náttúrulegri stöðu grunnvatns á svæðinu. Nefndin telur að ef heimila á einum lóðarhafa að stækka lóð og þar með breyta fyrirkomulagi gróðurs og ofanvatnssöfnunar þurfi að gera heildstæða breytingu fyrir allar lóðirnar. Skilmálar lóðarinnar, um stærð og hæðarsetningu á lóðarmörkum, voru skýrir við úthlutun og samþykkt byggingarleyfis."
Bæjarstjórn samþykkir að synja beiðni lóðarhafa Vorsabæ 7 um breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ með framangreindum rökstuðningi skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Liður 2 "Umsókn um nýtt deiliskipulag í landi Fagrahvamms og Reykjamarkar, samhliða breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029" afgreiddur sérstaklega.
Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.
Bæjarstjórn tekur vel í tillögu landeiganda um að hann vinni sjálfur deiliskipulag fyrir svæðið með vísan til 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt 38. gr. skipulagslaga ber landeiganda að skila inn skipulagslýsingu ef hann hyggst vinna deiliskipulagið sjálfur. Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd sem þarf að fjalla um skipulagslýsinguna áður en bæjarstjórn getur tekið afstöðu til tillögu að vinnslu deiliskipulagsins.
Liður 3 "Beiðni um rafmagnshlið hjá Skólamörk - Reykjamörk" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
Liður 4 "Minnisblað vegna skjól- og garðveggja" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja tillögu að endurskoðuðum reglum um smáhýsi, girðingar og skjólveggi, sem samþykktar voru í bæjarráði 14. júlí 2020, fyrir skipulags- og umhverfisnefnd til umfjöllunar og að minnisblað Landforms ehf. verði lagt til grundvallar í þeirri vinnu.
Liður 5 "Lóðablað - Breiðamörk 1" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt lóðablað fyrir Breiðamörk 1.
Liður 6 "Lóðablað - Dynskógar 6" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt lóðablað fyrir Dynskóga 6.
Liður 7 "Lóðablað - Dynskógar 4" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt lóðablað fyrir Dynskóga 4.
Liður 8 "Vorsabær 7 - ósk um breytingu á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Í bókun skipulags- og umhverfisnefndar segir eftirfarandi: "Á lóðinni er í gildi deiliskipulag Athafnasvæðis A9. Þar er lagt upp með að götusnið utan lóðar samanstandi af gróðurrönd með vatnsrás fyrir ofanvatn, þar tekur við göngu- og hjólastígur og loks akvegur. Segir í greinargerð deiliskipulagsins að blágrænar ofanvatnslausnir stuðli að hreinsun regnvatnsins, gefi grænna yfirbragð og minnki álag á fráveitukerfið. Samspil ofanvatnsrása og gróðurs gefi svæðinu aðlaðandi yfirbragð og viðhaldi náttúrulegri stöðu grunnvatns á svæðinu. Nefndin telur að ef heimila á einum lóðarhafa að stækka lóð og þar með breyta fyrirkomulagi gróðurs og ofanvatnssöfnunar þurfi að gera heildstæða breytingu fyrir allar lóðirnar. Skilmálar lóðarinnar, um stærð og hæðarsetningu á lóðarmörkum, voru skýrir við úthlutun og samþykkt byggingarleyfis."
Bæjarstjórn samþykkir að synja beiðni lóðarhafa Vorsabæ 7 um breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ með framangreindum rökstuðningi skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 3.Fundargerð menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar frá 5. desember 2024 ===
2412003F
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Sandra Sigurðardóttir og Pétur G. Markan.
Fundargerðin er staðfest.
=== 4.Fundargerð skólanefndar frá 18. nóvember 2024 ===
2411007F
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 5.Fundargerð öldungaráðs frá 18. nóvember 2024 ===
2411078
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Sigmar Karlsson.
Fundargerðin er staðfest.
=== 6.Fundargerð notendaráðs velferðarþjónustu frá 4. desember 2024 ===
2411012F
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Sandra Sigurðardóttir, Pétur G. Markan, Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar staðfestir fundargerðina, minnihlutinn situr hjá.
=== 7.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 12. nóvember 2024 ===
2412052
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fundargerðin er staðfest.
=== 8.Fundargerð yfirkjörstjórnar frá 19. nóvember 2024 ===
2412028
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 9.Fundargerð yfirkjörstjórnar frá 29. nóvember 2024 ===
2412029
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 10.Fundargerð undirkjörstjórnar vegna kjördeildar 1 frá 30. nóvember 2024 ===
2412030
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 11.Fundargerð undirkjörstjórnar vegna kjördeildar 2 frá 30. nóvember 2024 ===
2412031
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 12.Fundargerð afmælisnefndar vegna afmælis Hveragerðisbæjar 2026 ===
2412055
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Njörður Sigurðsson.
Fundargerðin er staðfest.
=== 13.Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar vegna breytinga á nefndum, seinni umræða ===
2411016
Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar vegna breytinga á nefndum lögð fram til seinni umræðu.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir meðfylgjandi tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar og felur bæjarritara að senda hana til staðfestingar ráðherra. Minnihlutinn sat hjá.
=== 14.Stefnumótun eldri borgara 2024, seinni umræða ===
2406115
Stefnumótun eldri borgara 2024 lögð fram til seinni umræðu.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir Stefnumótun eldri borgara 2024.
=== 15.Samþykkt um Tónlistarskóla Árnesinga bs., seinni umræða ===
2411025
Samþykkt um Tónlistarskóla Árnesinga bs. lögð fram til seinni umræðu.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samþykkt um Tónlistarskóla Árnesinga bs.
=== 16.Samþykkt um Brunavarnir Árnessýslu bs., seinni umræða ===
2411026
Samþykkt um Brunavarnir Árnessýslu bs. lögð fram til seinni umræðu.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samþykkt um Brunavarnir Árnessýslu bs.
=== 17.Bréf frá Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavíkurbæ frá 4. desember 2024 ===
2412041
Lagt fram bréf frá Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavíkurbæ þar sem fjallað er um samning um skólaþjónustu fyrir börn með lögheimili í Grindavík.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að greitt verði þriðjungur af viðmiðunargjaldskrá Sambandsins vegna skólagöngu barna frá Grindarvík skólaárið 2024-2025.
=== 18.Bréf frá Orkuveitunni frá 2. desember 2024 vegna bókunar bæjarráðs Hveragerðisbæjar á fundi 24. október 2024 ===
2406114
Lagt fram bréf frá Orkuveitunni er varðar íbúafund vegna rannsókna á jarðhita í Ölfusi.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn þakkar Orkuveitunni fyrir bréfið.
Mikilvægt er að halda íbúafund um orkurannsóknir í Ölfusdal eins og stefnt hefur verið að. Mikilvægt er að upplýsa íbúa um hvað felst í þessum rannsóknum og ekki síst hver næstu skref gætu verið. Hveragerðisbær ítrekar andstöðu sína við hverskonar orkunýtingu á svæðinu án samráðs og heimildar Hveragerðisbæjar.
Bæjarstjóra falið að skipuleggja íbúafund um áðurnefnt mál við fyrsta tækifæri.
Mikilvægt er að halda íbúafund um orkurannsóknir í Ölfusdal eins og stefnt hefur verið að. Mikilvægt er að upplýsa íbúa um hvað felst í þessum rannsóknum og ekki síst hver næstu skref gætu verið. Hveragerðisbær ítrekar andstöðu sína við hverskonar orkunýtingu á svæðinu án samráðs og heimildar Hveragerðisbæjar.
Bæjarstjóra falið að skipuleggja íbúafund um áðurnefnt mál við fyrsta tækifæri.
=== 19.Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2025, fyrri umræða ===
2412043
Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2025 lögð fram til fyrri umræðu.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2025 til seinni umræðu.
=== 20.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024 vegna hækkunar á skammtímaskuldum ===
2412053
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra með tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 um að tekið verði langímalán upp á 255 milljónir til að mæta hækkun á skammtímaskuldum sem eru í sjóðsstreymi á fjárhagsáætlun 2024.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.
=== 21.Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga ===
2412056
Lagður fram lánssamningur nr. 2412_66 milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Hveragerðisbæjar.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 255.000.000,-, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda við grunnskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Pétri G. Markan, bæjarstjóra, kt. 160281-5459 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda við grunnskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Pétri G. Markan, bæjarstjóra, kt. 160281-5459 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
=== 22.Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2025-2028, seinni umræða ===
2411082
Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2025-2028 lögð fram til seinni umræðu.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Minnihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun.
Líkt og við gerð síðustu tveggja fjárhagsáætlanna þessa kjörtímabils tóku fulltrúar D-listans þá ákvörðun að taka ekki þátt við gerð þessarar áætlunar, þrátt fyrir boð meirihluta O-lista og Framsóknar þar um. Það er mat fulltrúa D-listans eftir samtöl við grasrót félagsins að betra hafi verið að leyfa meirihlutanum að standa sjálft að gerð þessara áætlunnar án beinnar aðkomu fulltrúa D-listans.
Í gegnum þetta ár og kjörtímabil hafa fulltrúar D-listans lagt til margt til að bæta rekstur sveitarfélagsins og á sama tíma lagt margt til að halda áfram uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Ber þar að nefna tillögur að fækkun nefnda og þar að leiðandi lækkun á kostnaði vegna nefndarstarfa, gert athugasemdir við töku nýrra langtímalána og leigusamnings um viðbyggingu við Leikskólann Óskaland, lagt til að farið yrði í útboð og hönnun nýrra gatna, byggingu nýs íþróttahús, aðgerðir við fráveitumannvirki, byggingu nýs leikskóla og áfram mætti telja. Meirihlutinn hefur ýmist hafnað, breytt eða samþykkt tillögur D-listans eða ákveðið að vísa þeim til gerðrar fjárhagsáætlunar. Þá hafa fulltrúar D-listans einnig stutt ýmsar tillögur meirihlutans sem hafa þá verið í takt við kosningaloforð D-listans.
Forsendur þessarar fjárhagsáætlunar eru ekki í takt við raunverulega íbúafjölgun í sveitarfélaginu síðastliðið ár. Áætlunin gerir ráð fyrir um 4% íbúafjölgun næstu árin en líkt og fulltrúar D-listans hafa áður bent á hefur fjölgun íbúa það sem af er þessu ári aðeins verið um 1% og fátt sem bendir til þess að viðsnúningur verði á þeirri þróun strax á næsta ári. Þannig má gera ráð fyrir að áætlanir um auknar útsvarstekjur muni ekki standast. Í því samhengi benda fulltrúar D-listans á að miðað við þá íbúaþróun sem verið hefur í Hveragerði eru tekjur sveitarfélagsins vegna lóðaúthlutana stórlega ofáætlaðar á næstu árum. Þannig gera fulltrúar meirihlutans ráð fyrir um 350 milljónum króna í tekjur á næsta ári í gegnum gatnagerðargjöld en ólíklegt er að þær muni skila sér að fullu inn á næsta ári.
Aukin lántaka, hærri leiguskuldbindingar og skuldastaða sveitarfélagsins almennt ásamt því að uppbygging innviða sé ekki í takt við þá miklu skuldir sem meirihlutinn er að koma sveitarfélaginu í á kjörtímabilinu er áhyggjuefni. Þrátt fyrir að í greinargerð með fjárhagsáætlun komi fram að það eigi að snúa við fyrri þróun í rekstri bæjarins með auknum tekjum sem nýta megi í innviðauppbyggingu og til lækkunar skulda sveitarfélagsins stefnir í að á árunum 2023-2025 verði ný lán sem meirihlutinn hefur tekið orðin 3.246.793.000 kr. til samanburðar voru tekin lán á árunum 2015-2022 að upphæð 3.006.011.000 kr., þess ber að geta að þessi upphæð er tekin úr ársreikningum fyrri ára og er því ekki uppreiknuð. Þannig verða samt skuldir vegna langtímalána sveitarfélagsins á árinu 2025 orðnar 6.061.855.000 kr. og leiguskuldbindingar 1.035.641.000 kr. Þó að skuldahlutfallið sýni þetta ekki, sem skýrist af auknum tekjum á móti, þá hafa skuldir sveitarfélagsins hækkað gríðarlega það sem af er þessu kjörtímabili.
Þau gleðitíðindi bárust í gær að Hveragerðisbær hefði hlotið styrk frá Evrópusambandinu að fjárhæð 342.931.314 kr. sem nýta á í uppbyggingu skólphreinsistöðvar. Þessi styrkur mun koma til með að létta undir fjárfestingar næsta árs þar sem gert hafði verið ráð fyrir uppbyggingu skólphreinsistöðvar. Það að Hveragerðisbær hafi hlotið þennan styrk ber að mestu leiti umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar að þakka.
Í fjárhagsáætlun næsta árs virðist lítið vera gert í aðhaldi á rekstri sveitarfélagsins og hafa þar að einhverju leyti utanaðkomandi þættir áhrif eins og hækkun á aðföngum, launahækkanir í kjarasamningum og einnig hækkun þingfararkaups sem nefndarlaun og laun bæjarfulltrúa eru tengd við. En þó virðist lítið vera gert til að bregðast við.
Þingfararkaup hækkar til dæmis um 10% á milli ára sem hefur áhrif, en ofan á það virðist eiga að bæta við nefndarfundum hjá nefndum sem verður að spyrjast hvort sé virkilega nauðsynlegt.
Í greinargerðinni með áætluninni er rætt um að verið sé að fara í stórsókn í hinum ýmsu málaflokkum, meðal annars stórsókn í kaupum á félagslegu húsnæði sem er hjákátlegt þegar aðeins er gert ráð fyrir kaupum á einni félagslegri íbúð á næsta ári. Þar sem einnig er rætt um stórsókn í öðrum málaflokkum virðist að mestu leyti verið að halda áfram á sömu vegferð og hefur verið á síðustu árum.
Þá er ánægjulegt að sjá að bílastæðasjóðurinn er að skila inn góðum tekjum til sveitarfélagsins. Það er síðan einnig merkilegt að meirihlutinn hafi ekki hróflað við þeim þjónustusamning sem gerður var við Reykjadalsfélagið á sínum tíma varðandi rekstur salerna og umgengis á svæðinu, þar sem að þau gagnrýndu þann samning mjög þegar þau voru í minnihluta. En tekjur úr bílastæðasjóðnum standa vel undir þessum þjónustusamning og gott betur, líkt og bent var á þegar að samningurinn var samþykktur af fyrri meirihluta. Með öflugri uppbyggingu og þjónustu upp í Dal og þeim fjármunum sem koma inn í gegnum bílastæðasjóðinn þjónustar sveitarfélagið ferðamenn sem sækja svæðið enn betur.
Að lokum vilja fulltrúar D-listans þakka starfsfólki Hveragerðisbæjar fyrir þeirra störf í þágu sveitarfélagsins og íbúa bæjarins á árinu sem er að líða og óskum við þeim velfarnaðar á nýju ári.
Friðrik Sigurbjörnsson
Sigmar Karlsson
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2025-2028.
Líkt og við gerð síðustu tveggja fjárhagsáætlanna þessa kjörtímabils tóku fulltrúar D-listans þá ákvörðun að taka ekki þátt við gerð þessarar áætlunar, þrátt fyrir boð meirihluta O-lista og Framsóknar þar um. Það er mat fulltrúa D-listans eftir samtöl við grasrót félagsins að betra hafi verið að leyfa meirihlutanum að standa sjálft að gerð þessara áætlunnar án beinnar aðkomu fulltrúa D-listans.
Í gegnum þetta ár og kjörtímabil hafa fulltrúar D-listans lagt til margt til að bæta rekstur sveitarfélagsins og á sama tíma lagt margt til að halda áfram uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Ber þar að nefna tillögur að fækkun nefnda og þar að leiðandi lækkun á kostnaði vegna nefndarstarfa, gert athugasemdir við töku nýrra langtímalána og leigusamnings um viðbyggingu við Leikskólann Óskaland, lagt til að farið yrði í útboð og hönnun nýrra gatna, byggingu nýs íþróttahús, aðgerðir við fráveitumannvirki, byggingu nýs leikskóla og áfram mætti telja. Meirihlutinn hefur ýmist hafnað, breytt eða samþykkt tillögur D-listans eða ákveðið að vísa þeim til gerðrar fjárhagsáætlunar. Þá hafa fulltrúar D-listans einnig stutt ýmsar tillögur meirihlutans sem hafa þá verið í takt við kosningaloforð D-listans.
Forsendur þessarar fjárhagsáætlunar eru ekki í takt við raunverulega íbúafjölgun í sveitarfélaginu síðastliðið ár. Áætlunin gerir ráð fyrir um 4% íbúafjölgun næstu árin en líkt og fulltrúar D-listans hafa áður bent á hefur fjölgun íbúa það sem af er þessu ári aðeins verið um 1% og fátt sem bendir til þess að viðsnúningur verði á þeirri þróun strax á næsta ári. Þannig má gera ráð fyrir að áætlanir um auknar útsvarstekjur muni ekki standast. Í því samhengi benda fulltrúar D-listans á að miðað við þá íbúaþróun sem verið hefur í Hveragerði eru tekjur sveitarfélagsins vegna lóðaúthlutana stórlega ofáætlaðar á næstu árum. Þannig gera fulltrúar meirihlutans ráð fyrir um 350 milljónum króna í tekjur á næsta ári í gegnum gatnagerðargjöld en ólíklegt er að þær muni skila sér að fullu inn á næsta ári.
Aukin lántaka, hærri leiguskuldbindingar og skuldastaða sveitarfélagsins almennt ásamt því að uppbygging innviða sé ekki í takt við þá miklu skuldir sem meirihlutinn er að koma sveitarfélaginu í á kjörtímabilinu er áhyggjuefni. Þrátt fyrir að í greinargerð með fjárhagsáætlun komi fram að það eigi að snúa við fyrri þróun í rekstri bæjarins með auknum tekjum sem nýta megi í innviðauppbyggingu og til lækkunar skulda sveitarfélagsins stefnir í að á árunum 2023-2025 verði ný lán sem meirihlutinn hefur tekið orðin 3.246.793.000 kr. til samanburðar voru tekin lán á árunum 2015-2022 að upphæð 3.006.011.000 kr., þess ber að geta að þessi upphæð er tekin úr ársreikningum fyrri ára og er því ekki uppreiknuð. Þannig verða samt skuldir vegna langtímalána sveitarfélagsins á árinu 2025 orðnar 6.061.855.000 kr. og leiguskuldbindingar 1.035.641.000 kr. Þó að skuldahlutfallið sýni þetta ekki, sem skýrist af auknum tekjum á móti, þá hafa skuldir sveitarfélagsins hækkað gríðarlega það sem af er þessu kjörtímabili.
Þau gleðitíðindi bárust í gær að Hveragerðisbær hefði hlotið styrk frá Evrópusambandinu að fjárhæð 342.931.314 kr. sem nýta á í uppbyggingu skólphreinsistöðvar. Þessi styrkur mun koma til með að létta undir fjárfestingar næsta árs þar sem gert hafði verið ráð fyrir uppbyggingu skólphreinsistöðvar. Það að Hveragerðisbær hafi hlotið þennan styrk ber að mestu leiti umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar að þakka.
Í fjárhagsáætlun næsta árs virðist lítið vera gert í aðhaldi á rekstri sveitarfélagsins og hafa þar að einhverju leyti utanaðkomandi þættir áhrif eins og hækkun á aðföngum, launahækkanir í kjarasamningum og einnig hækkun þingfararkaups sem nefndarlaun og laun bæjarfulltrúa eru tengd við. En þó virðist lítið vera gert til að bregðast við.
Þingfararkaup hækkar til dæmis um 10% á milli ára sem hefur áhrif, en ofan á það virðist eiga að bæta við nefndarfundum hjá nefndum sem verður að spyrjast hvort sé virkilega nauðsynlegt.
Í greinargerðinni með áætluninni er rætt um að verið sé að fara í stórsókn í hinum ýmsu málaflokkum, meðal annars stórsókn í kaupum á félagslegu húsnæði sem er hjákátlegt þegar aðeins er gert ráð fyrir kaupum á einni félagslegri íbúð á næsta ári. Þar sem einnig er rætt um stórsókn í öðrum málaflokkum virðist að mestu leyti verið að halda áfram á sömu vegferð og hefur verið á síðustu árum.
Þá er ánægjulegt að sjá að bílastæðasjóðurinn er að skila inn góðum tekjum til sveitarfélagsins. Það er síðan einnig merkilegt að meirihlutinn hafi ekki hróflað við þeim þjónustusamning sem gerður var við Reykjadalsfélagið á sínum tíma varðandi rekstur salerna og umgengis á svæðinu, þar sem að þau gagnrýndu þann samning mjög þegar þau voru í minnihluta. En tekjur úr bílastæðasjóðnum standa vel undir þessum þjónustusamning og gott betur, líkt og bent var á þegar að samningurinn var samþykktur af fyrri meirihluta. Með öflugri uppbyggingu og þjónustu upp í Dal og þeim fjármunum sem koma inn í gegnum bílastæðasjóðinn þjónustar sveitarfélagið ferðamenn sem sækja svæðið enn betur.
Að lokum vilja fulltrúar D-listans þakka starfsfólki Hveragerðisbæjar fyrir þeirra störf í þágu sveitarfélagsins og íbúa bæjarins á árinu sem er að líða og óskum við þeim velfarnaðar á nýju ári.
Friðrik Sigurbjörnsson
Sigmar Karlsson
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2025-2028.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:34.
Getum við bætt efni síðunnar?