Reykjavíkurborg
Forsætisnefnd - Fundur forsætisnefndar 13. desember 2024
==
==
[Forsætisnefnd - Fundur forsætisnefndar 13. desember 2024
](/fundargerdir/forsaetisnefnd-fundur-forsaetisnefndar-13-desember-2024)
**Forsætisnefnd**
Ár 2024, föstudaginn 13. desember, var haldinn 350. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:05. Viðstaddar voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Líf Magneudóttir og Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir og Helga Þórðardóttir. Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. desember 2024. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Skóla- og frístundastarf í Laugardal – til afgreiðslu, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. desember 2024
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um um matvöruverslun á Bauhaus-reit
c) Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um rökræðukönnun um framtíðarfyrirkomulag skóla- og frístundamála í Laugardalnum
d) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um endurskoðun fasteignagjalda einstaklinga
e) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um aukna áherslu á umhverfismál í skóla- og frístundastarfi
f) Umræða um bílastæðamál í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks) MSS24010053
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. desember 2024, ásamt fylgiskjölum, varðandi nýja samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.
Vísað til borgarstjórnar. MSS23010279
Fylgigögn
Fram fer umræða um starfsáætlun forsætisnefndar fyrir árið 2025. MSS24020171
Lögð fram lausnarbeiðni Geirs Finnssonar varaborgarfulltrúa, dags. 13. desember 2024.
Vísað til borgarstjórnar. MSS23050188
Lagt fram fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. desember 2024, varðandi breytingatillögu V14 við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025.
- Kl. 10:45 víkur Helga Þórðardóttir af fundi. FAS24010022
Fylgigögn
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. desember 2024, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd samþykki tillögu skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að nýrri aðgerðaáætlun alþjóðastefnu sem gildi til loka kjörtímabils eða maí/júní 2026.
Samþykkt.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Benedikt Traustason, Hannah Rós Sigurðardóttir Tobin, Hilmar Hildarson Magnúsarson, Hulda Hallgrímsdóttir, Kamma Thordarson, Kristín Þorleifsdóttir, Óli Örn Eiríksson og Þorsteinn Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22040246
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. desember 2024, varðandi skipun starfshóps um alþjóðamál.
Benedikt Traustason, Hannah Rós Sigurðardóttir Tobin, Hilmar Hildarson Magnúsarson, Hulda Hallgrímsdóttir, Kamma Thordarson, Kristín Þorleifsdóttir, Óli Örn Eiríksson og Þorsteinn Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22040246
Fylgigögn
Fram fer kynning á stöðu alþjóðlegra rannsóknar- og nýsköpunarverkefna.
- Kl. 11:15 tekur Helga Þórðardóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Hannah Rós Sigurðardóttir Tobin, Hilmar Hildarson Magnúsarson, Hulda Hallgrímsdóttir, Kamma Thordarson, Kristín Þorleifsdóttir, Óli Örn Eiríksson og Þorsteinn Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið MSS23050179
Fram fer kynning á Inspired by Iceland.
Arnfríður S. Valdimarsdóttir, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, Daníel Oddsson, Kamma Thordarson, Kristjana Rós Guðjohnsen, Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, Óli Örn Eiríksson og Þorsteinn Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið MSS24020034
**Fundi slitið kl. 12:15**
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Líf Magneudóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Sara Björg Sigurðardóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Forsætisnefnd 13.12.2024 - Prentvæn útgáfa**