Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 47. (2148)
|17.12.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2024 (2024-2027) - Viðauki 3**
|Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri, kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir eftirfarandi viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2024. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024 samkvæmt 2.mgr. 63.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
|
Viðauki 3
Alþjóðaskólinn
Viðbótarframlag vegna fjölgunar nemenda í Alþjóðaskólanum umfram
fjárhagsáætlun. Alls hafa 7 nemendur bæst við.
Rekstrarframlag 18.000.000 04264-4364
Máltíðir í grunnskólum
Vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða fellur aukinn kostnaður á Garðabæ sem nemur um 32 m.kr. þegar tekið hefur verið tillit til 91 m.kr. framlags frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Skólamatur í grunnskólum 123.000.000 04030-9177
Endurgreiðsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga -91.000.000 00100-0153
Viðbótarkostnaður Garðabæjar 32.000.000
Sumarátak vegna vinnu ungs fólks
Vegna fleiri umsókna um sumarstörf hjá Garðabæ en áætlun gerði ráð fyrir þarf að bæta við 20 m.kr.
Sumarstörf ungmenna 20.000.000 11330-1110
Nýtt vaktafyrirkomulag í sundlaugum/íþróttahúsum
Í byrjun árs 2024 var tekið upp nýtt vaktafyrirkomulag í Ásgarði og á Álftanesi vegna styttingar vinnutíma. Kostnaður er umfram áætlun. Þá hafa verið meiri skammtíma- og langtímaveikindi en gert var ráð fyrir.
Íþróttamiðstöðin Ásgarði 15.000.000 06511-
Íþróttamiðstöðin Álftanesi 25.000.000 06514-
Samtals 40.000.000
Forseta- og alþingiskosningar á árinu 2024
Kostnaður við framkvæmd kosninga er um 4 m.kr. meiri en sem nemur framlagi ríkisins.
Kosningar 4.000.000 21150-
Samkomulag um greiðslur til kennara og frestun verkfalla
Gengið hefur verið frá samkomulagi við kennara um launahækkanir afturvirkt frá júní 2024 til samræmis við hækkanir launa skv. þeim langtímasamningum sem gerðir hafa verið á vinnumarkaðnum á árinu.
Grunnskólar 136.000.000
Leikskólar 98.000.000
Tónlistarskóli 20.000.000
Einkareknir leik- og grunnskólar 47.000.000
Samtals 301.000.000
Samtals útgjaldaauki 415.000.000
Fjármögnun viðauka
Staðgreiðsla útsvars -187.000.000 (00010-0021)
Varasjóður -228.000.000 (31916-7179)
Samtals -415.000.000
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2411312 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður vegna lóðarinnar við Hrísholt 1.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. desember 2024 um breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir einnar hæðar viðbyggingu sunnan við hús.
|
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Hrísholts 1, 3, 4, 5 og 7 sem og Háholts 1.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2410298 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðanna við Lækjarfit 6 og Löngufit 5. **
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. desember 2024 að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra, sem nær til lóðanna Lækjarfit 6 og Langafit 5.
|
Tillagan gerir ráð fyrir að lóð Löngufitjar 5 stækki um 75 m² þ.e. 35 m² af opnu svæði og 40m² af lóð Lækjarfitjar 6. Lóðin Lækjafit 6 minnkar því um 40 m².
Ástæða tillögunnar er sú að ósamræmi reynist vera milli þinglýstra gagna og deiliskipulags og er markmiðið því að leiðrétta það.
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu Deiliskipulags Hraunsholts eystra í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal íbúum og eigendum Lækjarfitjar 2, 4, 8 og 10 sem og Löngufitjar 7 og 9.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2202488 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts - Golfvöllur og útivistarskógur.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. desember 2024 að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts.
|
Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Boða skal til almenns íbúafundar þar sem tillagan verður kynnt á meðan á forkynningu stendur.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2401526 - Holtsbúð 87 - Klaustrið.**
|Lögð fram kynning E. Sigurðssonar ehf. fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags, Setursins ehf., um endurbætur og notkun Holtsbúðar 87, Klaustursins.
|
Biðtími og kærufrestur, sbr. 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2106, vegna útboðsins Klaustrið í Garðabæ, samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur eru nú liðnir.
E. Sigurðsson f.h. Setursins ehf. hafa staðfest að aðilar verkefnisins standi við framkomið tilboð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við E. Sigurðsson ehf. fyrir hönd Setursins ehf.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2312368 - Bréf Sorpu bs. varðandi niðurstöðu starfshóps um staðarval endurvinnslustöðvar í stað stöðvar við Dalveg, dags. 6. desember 2024. **
|Skil starfshóps um staðarval endurvinnslustöðvar í stað stöðvar við Dalveg kynnt. Björg Fenger, bæjarfulltrúi, sat í starfshópnum f.h. Garðabæjar.
|
Í samantekt starfshópsins kemur fram að á lokafundi nefndarinnar í nóvember 2024 hefði Kópavogsbær lagt til að lóð á svokölluðu Glaðheimasvæði verði skoðuð nánar fyrir endurvinnslustöð í stað stöðvar við Dalveg, sem verður lokað. Glaðheimasvæðið liggur á milli Bæjarlindar og Arnarnesvegar við sveitarfélagamörk Kópavogs og Garðabæjar. Lóðin er á óbyggðum suðurhluta svæðisins upp við Arnarnesveg. Miðað er við 4.000 til 4.500 m2 lóð sem er nokkru stærra en lóðin við Dalveg. Lauslega áætlað gæti opnun nýrrar stöðvar verið um 2 - 4 árum eftir að ákvörðun er tekin. Vinna þarf nánari tíma- og kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá Skipulagsnefnd og Umhverfisnefnd.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2412089 - Bréf Sorpu bs. varðandi endurvinnslustöð við Lambhagaveg, dags. 6. desember 2024.**
|Málefni endurvinnslustöðva - Lambhagavegur lagt fram til kynningar.
|
Í erindinu kemur fram að eigendafundur Sorpu bs. hefði fyrir sitt leyti staðfest bókun stjórnar Sorpu bs. frá 6. nóvember sl. með því að undirbúin verði uppbygging nýrrar endurvinnslustöðvar við Lambhagaveg verði á grundvelli sviðmyndar 1, en endanlegri ákvörðun veðri vísað til umræðu og afgreiðslu sveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um fjármögnun uppbyggingar nýrrar endurvinnslustöðvar. Bæjarráð áréttar jafnframt bókun eigendafundar að stjórn Sorpu bs. var hvött til þess að leita leiða til að lágmarka þá fjárhæð sem taka þarf að láni vegna framkvæmda á vegum byggðasamlagsins.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2412067 - Styrktarsjóður Garðasóknar.**
|Lagt fram til kynningar minnisblað um starfsemi Styrktarsjóðs Garðasóknar á árinu 2024, ásamt samþykktum fyrir styrktarsjóðinn.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2412204 - Hönnunarsafn Íslands.**
|Drög að samningi rædd. Málinu frestað.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2412242 - Bréf UMF-Stjörnunnar varðandi áramótabrennu í Garðabæ 2024, dags. 13. desember 2024.**
|Bæjarráð tekur jákvætt í erindi UMF-Stjörnunnar um að annast áramótabrennu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2412241 - Bréf Bjarkarhlíðar um fjárframlag til starfseminnar, dags. 12. desember 2024. **
|Bæjarráð vísar bréfinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2025.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|
|17.12.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: *Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|1. 2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2024 (2024-2027) - Viðauki 3
|Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri, kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir eftirfarandi viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2024. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024 samkvæmt 2.mgr. 63.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
|
Viðauki 3
Alþjóðaskólinn
Viðbótarframlag vegna fjölgunar nemenda í Alþjóðaskólanum umfram
fjárhagsáætlun. Alls hafa 7 nemendur bæst við.
Rekstrarframlag 18.000.000 04264-4364
Máltíðir í grunnskólum
Vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða fellur aukinn kostnaður á Garðabæ sem nemur um 32 m.kr. þegar tekið hefur verið tillit til 91 m.kr. framlags frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Skólamatur í grunnskólum 123.000.000 04030-9177
Endurgreiðsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga -91.000.000 00100-0153
Viðbótarkostnaður Garðabæjar 32.000.000
Sumarátak vegna vinnu ungs fólks
Vegna fleiri umsókna um sumarstörf hjá Garðabæ en áætlun gerði ráð fyrir þarf að bæta við 20 m.kr.
Sumarstörf ungmenna 20.000.000 11330-1110
Nýtt vaktafyrirkomulag í sundlaugum/íþróttahúsum
Í byrjun árs 2024 var tekið upp nýtt vaktafyrirkomulag í Ásgarði og á Álftanesi vegna styttingar vinnutíma. Kostnaður er umfram áætlun. Þá hafa verið meiri skammtíma- og langtímaveikindi en gert var ráð fyrir.
Íþróttamiðstöðin Ásgarði 15.000.000 06511-
Íþróttamiðstöðin Álftanesi 25.000.000 06514-
Samtals 40.000.000
Forseta- og alþingiskosningar á árinu 2024
Kostnaður við framkvæmd kosninga er um 4 m.kr. meiri en sem nemur framlagi ríkisins.
Kosningar 4.000.000 21150-
Samkomulag um greiðslur til kennara og frestun verkfalla
Gengið hefur verið frá samkomulagi við kennara um launahækkanir afturvirkt frá júní 2024 til samræmis við hækkanir launa skv. þeim langtímasamningum sem gerðir hafa verið á vinnumarkaðnum á árinu.
Grunnskólar 136.000.000
Leikskólar 98.000.000
Tónlistarskóli 20.000.000
Einkareknir leik- og grunnskólar 47.000.000
Samtals 301.000.000
Samtals útgjaldaauki 415.000.000
Fjármögnun viðauka
Staðgreiðsla útsvars -187.000.000 (00010-0021)
Varasjóður -228.000.000 (31916-7179)
Samtals -415.000.000
|
|
|
|
|
|
|
|2. 2411312 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður vegna lóðarinnar við Hrísholt 1.
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. desember 2024 um breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir einnar hæðar viðbyggingu sunnan við hús.
|
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Hrísholts 1, 3, 4, 5 og 7 sem og Háholts 1.
|
|
|
|
|
|
|
|*3. 2410298 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðanna við Lækjarfit 6 og Löngufit 5. **
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. desember 2024 að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra, sem nær til lóðanna Lækjarfit 6 og Langafit 5.
|
Tillagan gerir ráð fyrir að lóð Löngufitjar 5 stækki um 75 m² þ.e. 35 m² af opnu svæði og 40m² af lóð Lækjarfitjar 6. Lóðin Lækjafit 6 minnkar því um 40 m².
Ástæða tillögunnar er sú að ósamræmi reynist vera milli þinglýstra gagna og deiliskipulags og er markmiðið því að leiðrétta það.
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu Deiliskipulags Hraunsholts eystra í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal íbúum og eigendum Lækjarfitjar 2, 4, 8 og 10 sem og Löngufitjar 7 og 9.
|
|
|
|
|
|
|
|4. 2202488 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts - Golfvöllur og útivistarskógur.
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. desember 2024 að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts.
|
Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Boða skal til almenns íbúafundar þar sem tillagan verður kynnt á meðan á forkynningu stendur.
|
|
|
|
|
|
|
|5. 2401526 - Holtsbúð 87 - Klaustrið.
|Lögð fram kynning E. Sigurðssonar ehf. fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags, Setursins ehf., um endurbætur og notkun Holtsbúðar 87, Klaustursins.
|
Biðtími og kærufrestur, sbr. 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2106, vegna útboðsins Klaustrið í Garðabæ, samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur eru nú liðnir.
E. Sigurðsson f.h. Setursins ehf. hafa staðfest að aðilar verkefnisins standi við framkomið tilboð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við E. Sigurðsson ehf. fyrir hönd Setursins ehf.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2312368 - Bréf Sorpu bs. varðandi niðurstöðu starfshóps um staðarval endurvinnslustöðvar í stað stöðvar við Dalveg, dags. 6. desember 2024. **
|Skil starfshóps um staðarval endurvinnslustöðvar í stað stöðvar við Dalveg kynnt. Björg Fenger, bæjarfulltrúi, sat í starfshópnum f.h. Garðabæjar.
|
Í samantekt starfshópsins kemur fram að á lokafundi nefndarinnar í nóvember 2024 hefði Kópavogsbær lagt til að lóð á svokölluðu Glaðheimasvæði verði skoðuð nánar fyrir endurvinnslustöð í stað stöðvar við Dalveg, sem verður lokað. Glaðheimasvæðið liggur á milli Bæjarlindar og Arnarnesvegar við sveitarfélagamörk Kópavogs og Garðabæjar. Lóðin er á óbyggðum suðurhluta svæðisins upp við Arnarnesveg. Miðað er við 4.000 til 4.500 m2 lóð sem er nokkru stærra en lóðin við Dalveg. Lauslega áætlað gæti opnun nýrrar stöðvar verið um 2 - 4 árum eftir að ákvörðun er tekin. Vinna þarf nánari tíma- og kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá Skipulagsnefnd og Umhverfisnefnd.
|
|
|
|
|
|
|
|7. 2412089 - Bréf Sorpu bs. varðandi endurvinnslustöð við Lambhagaveg, dags. 6. desember 2024.
|Málefni endurvinnslustöðva - Lambhagavegur lagt fram til kynningar.
|
Í erindinu kemur fram að eigendafundur Sorpu bs. hefði fyrir sitt leyti staðfest bókun stjórnar Sorpu bs. frá 6. nóvember sl. með því að undirbúin verði uppbygging nýrrar endurvinnslustöðvar við Lambhagaveg verði á grundvelli sviðmyndar 1, en endanlegri ákvörðun veðri vísað til umræðu og afgreiðslu sveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um fjármögnun uppbyggingar nýrrar endurvinnslustöðvar. Bæjarráð áréttar jafnframt bókun eigendafundar að stjórn Sorpu bs. var hvött til þess að leita leiða til að lágmarka þá fjárhæð sem taka þarf að láni vegna framkvæmda á vegum byggðasamlagsins.
|
|
|
|
|
|
|
|8. 2412067 - Styrktarsjóður Garðasóknar.
|Lagt fram til kynningar minnisblað um starfsemi Styrktarsjóðs Garðasóknar á árinu 2024, ásamt samþykktum fyrir styrktarsjóðinn.
|
|
|
|
|
|
|
|
|9. 2412204 - Hönnunarsafn Íslands.
|Drög að samningi rædd. Málinu frestað.
|
|
|
|
|
|
|
|
|10. 2412242 - Bréf UMF-Stjörnunnar varðandi áramótabrennu í Garðabæ 2024, dags. 13. desember 2024.
|Bæjarráð tekur jákvætt í erindi UMF-Stjörnunnar um að annast áramótabrennu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2412241 - Bréf Bjarkarhlíðar um fjárframlag til starfseminnar, dags. 12. desember 2024. **
|Bæjarráð vísar bréfinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2025.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|