Garðabær
Öldungaráð - 4
|09.12.2024 kl. 08:00 kom Öldungaráð saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Harpa Rós Gísladóttir aðalmaður, Eysteinn Haraldsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Anna Ragnheiður Möller aðalmaður, Laufey Jóhannsdóttir aðalmaður, Margrét Björnsdóttir aðalmaður, Sæbjörg Einarsdóttir aðalmaður, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu, Elín Þuríður Þorsteinsdóttir umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2301082 - Aðgerðaáætlun Garðabæjar í jafnréttismálum 2024-2026**
|Kynning á aðgerðaáætlun Garðabæjar í jafnréttismálum 2024-2026. Snædís Björnsdóttir, lögfræðingur á velferðarsviði sat fundinn undir þessum lið, kynnti aðgerðaráætlunina og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.
|
|
|
|
|
|
|**2. 2412035 - Staða framkvæmdaáætlunar um byggingu hjúkrunarrýma og framhald til ársins 2028**
|Staða framkvæmdaáætlunar um byggingu hjúkrunarrýma og framhald til ársins 2028 - Skýrsla heilbrigðisráðuneytis frá nóvember 2024, lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
|**3. 2408585 - Uppbygging lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara**
|„Umræður um lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara í Garðabæ. Almar Guðmundsson bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið og ræddi meðal annars framtíðarmöguleika í uppbyggingu búsetu- og þjónustuúrræða fyrir eldri borgara í Garðabæ, ásamt því að svara fyrirspurnum fundarmanna.
|
Í ljósi þess að ekki hefur tekist að ljúka samningum á milli Sjúkratrygginga Íslands og Hrafnistu vegna tíu samþykktra dagdvalarrýma Hrafnistu Ísafoldar vill öldungaráð leggja áherslu á að mikilvægt sé að samningar náist sem allra fyrst, til að hægt sé að taka viðbótarrýmin í notkun og styðja á þann hátt við dagdvalarþjónustu eldri borgara í Garðabæ.
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|