Akraneskaupstaður
Velferðar- og mannréttindaráð 237. fundur
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Velferðar- og mannréttindaráð =
Dagskrá
=== 1.Skammtímadvöl - könnun ===
2006313
Í september sl. bókaði velferðar- og mannréttindaráð um að óskað yrði eftir því við umhverfis- og skipulagsráð að fundin verði hentug lóð fyrir skammtímavistun fyrir fötluð börn.
Var málið einnig tekið upp á samráðsvettvangi stjórnenda í Velferðarþjónustu á Vesturlandi og einhugur um í þeim hópi að sveitarfélögin nálgist uppbyggingu skammtímadvalar í sameiningu. Óskað er eftir afstöðu ráðsins til þeirrar nálgunar og að fenginn verði verkefnastjóri til að stýra þeirri vinnu.
Var málið einnig tekið upp á samráðsvettvangi stjórnenda í Velferðarþjónustu á Vesturlandi og einhugur um í þeim hópi að sveitarfélögin nálgist uppbyggingu skammtímadvalar í sameiningu. Óskað er eftir afstöðu ráðsins til þeirrar nálgunar og að fenginn verði verkefnastjóri til að stýra þeirri vinnu.
Velferðar- og mannréttindaráð er tilbúið til áframhaldandi samtals um uppbyggingu á sameiginlegri skammtímadvöl fyrir allt Vesturland. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram með hópi stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi. Ráðið leggur til að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að greina þörf, áætla kostnað og skoða rekstrarform vegna skammtímadvalar á Vesturlandi.
Fundi slitið - kl. 18:00.