Garðabær
Velferðarráð Garðabæjar - 10
|18.12.2024 kl. 16:00 kom velferðarráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Gunnar Valur Gíslason formaður, Sturla D Þorsteinsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir áheyrnarfulltrúi, Vigdís Gunnarsdóttir varamaður, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Snædís Björnsdóttir lögfræðingur.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2410319 - Búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti**
|Minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs um skipulag búsetuúrræða fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti lagt fram til kynningar og umræðu. Pála Marie Einarsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu, sat fundinn undir þessum lið.
|
|
|
|
|
|
|**2. 2409068 - Stuðningsfjölskylda fyrir fatlað barn**
|Niðurstaða afgreiðslufundar stuðnings- og stoðþjónustu dags. 24.9.2024 er staðfest. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
|
|
|
|
|
|
|**3. 2410314 - Umsókn um fjárhagsaðstoð**
|Niðurstaða afgreiðslufundar fjárhagsaðstoðar dags. 7.11.2024 er staðfest. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
|
|
|
|
|
|
|**4. 2304050 - Umsókn um félagslega íbúð**
|Velferðarráð vísar umsókninni aftur til afgreiðslu velferðarsviðs, til skoðunar á hvort undanþáguákvæði 6. gr. reglna Garðabæjar um félagslegt leiguhúsnæði eigi við í tilfelli umsækjenda og til framkvæmdar á stigamati.
|
|
|
|
|
|
|**5. 2412033 - Sameiginleg akstursþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu**
|Samningur um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu lagður fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
|**6. 2412041 - Framlag vegna barna með fjölþættan vanda og eða miklar þroska- og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis á árinu 2024.**
|Erindi er varðar framlag vegna barna með fjölþættan vanda og eða miklar þroska- og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis á árinu 2024, lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
|**7. 2412022 - Þjónustusamningur við Fjölsmiðjuna**
|Þjónustusamningur við Fjölsmiðjuna lagður fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
|**8. 2412032 - Drög að gjaldskrá akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í Garðabæ 2025**
|Drög að gjaldskrá akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í Garðabæ, lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
|**9. 2101189 - Samráðsfundir velferðasviða hjá SSH**
|Fundargerð samráðshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um velferðarmál frá 13. nóvember 2024 lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.
|