Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 19. (952)
|19.12.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 3. desember 2024 er lögð fram.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2412008F - Fundargerð bæjarráðs frá 10/12 ´24. **
|Fundargerðin sem er 14. tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|2412032 - Drög að gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks í Garðabæ árið 2025.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks.
|
|
|
|
|
|2412033 - Sameiginleg akstursþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu - Sameiginlegar reglur.
|
|
|
|Bæjarstjórn staðfestir sameiginlegar reglur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaðar voru 2. desember 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2412021F - Fundargerð bæjarráðs frá 17/12 ´24. **
|Björg Fenger ræddi 4.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts - golfvöll og útivistarskóg og 5.tl. Holtsbúð 87 - Klaustrið.
|
Almar Guðmundsson ræddi 9.tl. Hönnunarsafn Íslands.
Gunnar Valur Gíslason ræddi 6.tl. bréf Sorpu bs. varðandi niðurstöðu starfshóps um staðarval endurvinnslustöðvar í stað stöðvar við Dalveg og 7.tl. bréf Sorpu bs. varðandi endurvinnslustöð við Lambhagaveg.
Ingvar Arnarson ræddi 8.tl. Styrktarsjóð Garðasóknar.
Brynja Dan Gunnarsdóttir ræddi 8.tl. Styrktarsjóð Garðasóknar.
Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 8.tl. Styrktarsjóð Garðasóknar.
Almar Guðmundsson ræddi 8.tl. Styrktarsjóð Garðasóknar.
Fundargerðin sem er 11. tl. er samþykkt samhljóða
|
|
|2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2024 (2024-2027) - Viðauki 3
|
|
|
|"Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2024 samkvæmt 2.mgr. 63.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Viðauki 3 Alþjóðaskólinn Viðbótarframlag vegna fjölgunar nemenda í Alþjóðaskólanum umfram fjárhagsáætlun. Alls hafa 7 nemendur bæst við. Rekstrarframlag 18.000.000 04264-4364 Máltíðir í grunnskólum Vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða fellur aukinn kostnaður á Garðabæ sem nemur um 32 m.kr. þegar tekið hefur verið tillit til 91 m.kr. framlags frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Skólamatur í grunnskólum 123.000.000 04030-9177 Endurgreiðsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga -91.000.000 00100-0153 Viðbótarkostnaður Garðabæjar 32.000.000 Sumarátak vegna vinnu ungs fólks Vegna fleiri umsókna um sumarstörf hjá Garðabæ en áætlun gerði ráð fyrir þarf að bæta við 20 m.kr. Sumarstörf ungmenna 20.000.000 11330-1110 Nýtt vaktafyrirkomulag í sundlaugum/íþróttahúsum Í byrjun árs 2024 var tekið upp nýtt vaktafyrirkomulag í Ásgarði og á Álftanesi vegna styttingar vinnutíma. Kostnaður er umfram áætlun. Þá hafa verið meiri skammtíma- og langtímaveikindi en gert var ráð fyrir. Íþróttamiðstöðin Ásgarði 15.000.000 06511- Íþróttamiðstöðin Álftanesi 25.000.000 06514- Samtals 40.000.000 Forseta- og alþingiskosningar á árinu 2024 Kostnaður við framkvæmd kosninga er um 4 m.kr. meiri en sem nemur framlagi ríkisins. Kosningar 4.000.000 21150- Samkomulag um greiðslur til kennara og frestun verkfalla Gengið hefur verið frá samkomulagi við kennara um launahækkanir afturvirkt frá júní 2024 til samræmis við hækkanir launa skv. þeim langtímasamningum sem gerðir hafa verið á vinnumarkaðnum á árinu. Grunnskólar 136.000.000 Leikskólar 98.000.000 Tónlistarskóli 20.000.000 Einkareknir leik- og grunnskólar 47.000.000 Samtals 301.000.000 Samtals útgjaldaauki 415.000.000 Fjármögnun viðauka Staðgreiðsla útsvars -187.000.000 (00010-0021) Varasjóður -228.000.000 (31916-7179) Samtals -415.000.000."
|
|
|
|
|
|2411312 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður vegna lóðarinnar við Hrísholt 1.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. desember 2024 um breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir einnar hæðar viðbyggingu sunnan við hús. Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum Hrísholts 1, 3, 4, 5 og 7 sem og Háholts 1.
|
|
|
|
|
|2410298 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðanna við Lækjarfit 6 og Löngufit 5.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. desember 2024 að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra, sem nær til lóðanna Lækjarfit 6 og Langafit 5. Tillagan gerir ráð fyrir að lóð Löngufitjar 5 stækki um 75 m² þ.e. 35 m² af opnu svæði og 40m² af lóð Lækjarfitjar 6. Lóðin Lækjafit 6 minnkar því um 40 m². Ástæða tillögunnar er sú að ósamræmi reynist vera milli þinglýstra gagna og deiliskipulags og er markmiðið því að leiðrétta það. Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hraunsholts eystra í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal íbúum og eigendum Lækjarfitjar 2, 4, 8 og 10 sem og Löngufitjar 7 og 9.
|
|
|
|
|
|2202488 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts - Golfvöllur og útivistarskógur.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. desember 2024 að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Boða skal til almenns íbúafundar þar sem tillagan verður kynnt á meðan á forkynningu stendur.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2412015F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 11/12 ´24.**
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl. Íþróttafólk ársins 2024 - Íþróttahátíð Garðabæjar janúar 2025 og 2.tl. ósk um aðstöðu fyrir Pílufélag Garðabæjar.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2411048F - Fundargerð leikskólanefndar frá 3/12 ´24.**
|Margrét Bjarnadóttir ræddi 2.tl. kynningu á 5 ára deild Sjálandsskóla.
|
Guðlaugur Kristmundsson ræddi fundargerðina.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2412014F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 12/12 ´24. **
|Almar Guðmundsson ræddi 1.tl. menningardagskrá vetur-vor 2025, fundargerðina í heild og Garðbæinginn okkar.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2412013F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 12/12 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2412001F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 4/12 ´24.**
|Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 1.tl. kynningu á niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2412005F - Fundargerð öldungaráðs frá 9/12 ´24.**
|Harpa Rós Gísladóttir ræddi 3.tl. uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 3.tl. uppbyggingu lífsgæðakjarna eldri borgara og 4.tl. stefnu í málefnum eldri borgara - aðgerðaráætlun. Lagði Þorbjörg til að bókun 3.tl. yrði bókuð í fundargerð bæjarstjórnar.
Harpa Rós Gísladóttir tók til máls að nýju og ræddi 4.tl. stefnu í málefnum eldri borgara - aðgerðaráætlun.
Almar Guðmundsson ræddi 3.tl. uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.
Bókun bæjarstjórnar, sbr. 3.tl. fundargerðar Öldungaráðs:
"Í ljósi þess að ekki hefur tekist að ljúka samningum á milli Sjúkratrygginga Íslands og Hrafnistu vegna tíu samþykktra dagdvalarrýma Hrafnistu Ísafoldar vill öldungaráð leggja áherslu á að mikilvægt sé að samningar náist sem allra fyrst, til að hægt sé að taka viðbótarrýmin í notkun og styðja á þann hátt við dagdvalarþjónustu eldri borgara í Garðabæ."
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401141 - Fundargerð heilbrigðiseftirlits frá 2/12 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401133 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 6/11 og 4/12 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi fundargerð frá 6. nóvember 2024 1.tl. stöðu ESA verkefnis - kynningu á stöðu verkefnis.
|
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2401135 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 22/11 ´24.**
|Fundargerðirnar eru lagðar fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401136 - Fundargerð stjórnar SSH frá 2/12 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2401137 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 6/12 ´24.**
|Björg Fenger ræddi 1.tl. kynningu á Strætó bs. og 4.tl. fyrirspurn um endurskoðun vaxtamarka þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|