Hvalfjarðarsveit
Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar 17. fundur
= Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar =
Dagskrá
Kinga Korpak og Veronika Jara Heimisdóttir boðuðu forföll.
=== 1.Fundargerðir nemendafélags Heiðarskóla ===
2412027
Fundargerðir frá september-desember 2024.
Fundargerðir framlagðar.
=== 2.Verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun. ===
2411033
Á sveitastjórnarfundi Hvalfjarðarsveitar þann 27. nóvember 2024 var samþykkt verklagsreglur fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun og mun það taka gildi 1. janúar 2025."
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Ungmennaþing Vesturlands ===
2408028
Fara yfir helstu málefnin sem fram komu á Ungmennaþingi Vesturlands.
Rætt var um málefnin sem fram komu á Ungmennaþingi Vesturlands og ákveðið var að í framhaldinu skildi taka nokkur málefni eins og til dæmis stöðu hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga í skólum, stöðumat í sundi og húsnæðismál fyrir ungt fólk og vinna áfram með þau.
=== 4.Ósk um samráð við ungmennaráð um samráðsgátt barna ===
2411011
Mennta- og barnamálaráðuneyti leitar eftir samráði við ungmennaráð á Íslandi vegna vinnu við samráðsgátt barna.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:30.