Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 1. (2149)
|07.01.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2411496 - Beiðni Oddfellowreglunnar á Íslandi um niðurfellingu gatnagerðargjalda.**
|Bæjarráð telur ekki unnt að verða við framkominni beiðni, þar sem hún rúmast ekki innan sérstakrar lækkunarheimildar gatnagerðargjalda skv. 9.gr. Samþykkta nr. 862/2007 um gatnagerðargjald í Garðabæ.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2410179 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu um endanleg framlög úr jöfnunarsjóði fyrir árið 2024 vegna útgjalda- og tekjujöfnunarframlaga, dags. 30. desember 2024. **
|Endanleg framlög úr Jöfnunarsjóð fyrir árið 2024 vegna útgjalda- og tekjujöfnunarframlaga lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2412296 - Erindi frá innviðaráðuneytinu varðandi kortlagningu á verkefnum á sviði umhverfismála hjá sveitarfélögum, dags. 16. desember 2024. **
|Lagt fram erindi innviðaráðuneytisins sem í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur að kortlagningu á verkefnum á sviði umhverfismála hjá sveitarfélögum. Um er að ræða aðgerð í gildandi stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga en markmið aðgerðarinnar er að skapa grundvöll fyrir markvissari árangri, samtali og samstarfi ríkis og sveitarfélaga á sviði umhverfismála.
|
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2501032 - Haukshús - leiga húsnæðis.**
|Bæjarráð samþykkir að auglýsa Haukshús (gamla golfskálann á Álftanesi) til leigu. Skal miðað að því að leigusamningur verði gerður til eins árs í senn.
|
Bæjarráð felur fjármála- og stjórnsýslusviði afgreiðslu málsins.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2412017 - Garðbæingurinn okkar árið 2024.**
|Bæjarstjóri gerði grein fyrir ferlinu við val á Garðbæingi ársins. Alls bárust 111 tilnefningar frá bæjarbúum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2411396 - Áform um breytingu stjórnar Reykjanesfólkvangs.**
|Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028) - Drög að gjaldskrá stuðningsþjónustu fyrir árið 2025.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá stuðningsþjónustu fyrir árið 2025.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|