Kjósarhreppur
Sveitarstjórn
= Sveitarstjórn =
Dagskrá
=== 1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 17 ===
2412002F
- 1.1 2411002
[Trana L126440, Ósk um Deiliskipulagbreytingu](/is/stjornsysla/stjornkerfi-1/fundargerdir/skipulags-umhverfis-og-samgongunefnd/20145#2411002)Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 17 Nefndin leggur til að Hreppsnefnd samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna og að heimilt verði að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagsverkefnið, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga.
Með þeim fyrirvara að nýtingarhlutfall í lið 3.1 verði leiðrétt í 0,03. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
- Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 17 Nefndin gerir ekki athugasemd við framkvæmdina en telur ekki þörf á útgáfu sérstaks framkvæmdarleyfis þar sem umfang framkvæmdar er ekki þess eðlis. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
=== 2.Sandseyri 9, L217151 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi ===
2411019
Lögð er fyrir umsókn um byggingarheimild fyrir 69,9m2 frístundahús ódeiliskipulögðu 3.858 m2 sumarbústaðalandi. Fyrir er 22,6m2 hús og því samtals byggingarmagn 92,5m2. Nýtingarhlutfall er 0,02.
=== 3.Samningur um byggingarfulltrúa Kjósarhrepps ===
2412014
Tekinn er til umfjöllunar samningur Kjósarhrepps við Feril verkfræðistofu. Samningurinn felur í sér að Ferill tilnefnir Freyr Brynjarsson sem byggingarfulltrúa Kjósarhrepps. Byggingarfulltrúi starfar á grundvelli laga um mannvirki 160/2010 og byggingar-reglugerðar 112/2012, ásamt því að gæta þess að framkvæmdir séu í takt við það skipulag sem er gildandi í umdæmi Kjósarhrepps. Byggingarfulltrúi skal starfa af trúmennsku og gætir hagsmuna sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.
=== 4.Styrkur til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jól. ===
2412017
Lagt er fram til staðfestingar áður samþykkt óformlegt samkomulag um að styrkja Hjálparstaf Kirkjunnar um 100.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrkinn.
=== 5.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ===
2501001
Fundargerð lögð fram til kynningar.
=== 6.Fundargerð sameiginlegs fundar stjórna SO og SSKS ===
2501005
Fundargerð lögð fram til kynningar.
=== 7.Fundargerð 592. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu . ===
2501007
Fundargerð lögð fram til kynningar.
=== 8.Samþykkt gæludýrahald á Vesturlandi ===
2405004
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:45.
"Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.