Hveragerðisbær
Bæjarstjórn
= Bæjarstjórn =
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Halldór Benjamín Hreinsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Fundargerð bæjarráðs frá 19. desember 2024 ===
2412005F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 5, 9, 11, 13, 14, 15 og 19.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Sandra Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Sandra Sigurðardóttir.
Liður 5 "Bréf frá Miðstöð slysavarna barna frá 6. desember 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að veita 50.000,- kr. styrk til Miðstöðvar slysavarna barna vegna gerðar myndbands um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Liður 9 "Íþróttahús - tilfærsla á tónlistarstofu" afgreiddur sérstaklega.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að tónlistarstofa verði færð að Reykjamörk í samræmi við tillögu í minnisblaði byggingarfulltrúa. Minnihlutinn á móti.
Liður 11 "Verkefnishópur fyrir þróunarverkefnið Gott að eldast" afgreiddur sérstaklega.
Klukkan 17:05 var gert fundarhlé.
Klukkan 17:06 hélt fundur áfram.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir skipan í verkefnahóp er varðar verkefnið Gott að eldast í samræmi við tillögu í minnisblaði. Minnihlutinn situr hjá.
Liður 13 "Húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði að Austurmörk 18 í Hveragerði dags. 9. desember 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir húsaleigusamning um atvinnuhúsnæði að Austurmörk 18 í Hveragerði.
Liður 14 "Tekjutengdur afsláttur fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2025" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir hækkun á tekjutengdum afslætti fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega um 6% frá tölum ársins 2024 í samræmi við tillögu í minnisblaði skrifstofustjóra.
Liður 15 "Opnun tilboða/verðkönnunar í verkið "Íþróttahús - verkfræðihönnun" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda EFLU Verkfræðistofu í verkið enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.
Liður 19 "Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland frá 11. desember 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að þeir foreldarar sem ákveða að þiggja ekki vistunarboð í bráðabirgðaúrræði í Bungubrekku haldi foreldragreiðslum þar til boð berst um vistun ýmist á öðrum leikskólanna, Óskalandi eða Undralandi, eða hjá dagforeldri.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir að veita 50.000,- kr. styrk til Miðstöðvar slysavarna barna vegna gerðar myndbands um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Liður 9 "Íþróttahús - tilfærsla á tónlistarstofu" afgreiddur sérstaklega.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að tónlistarstofa verði færð að Reykjamörk í samræmi við tillögu í minnisblaði byggingarfulltrúa. Minnihlutinn á móti.
Liður 11 "Verkefnishópur fyrir þróunarverkefnið Gott að eldast" afgreiddur sérstaklega.
Klukkan 17:05 var gert fundarhlé.
Klukkan 17:06 hélt fundur áfram.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir skipan í verkefnahóp er varðar verkefnið Gott að eldast í samræmi við tillögu í minnisblaði. Minnihlutinn situr hjá.
Liður 13 "Húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði að Austurmörk 18 í Hveragerði dags. 9. desember 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir húsaleigusamning um atvinnuhúsnæði að Austurmörk 18 í Hveragerði.
Liður 14 "Tekjutengdur afsláttur fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2025" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir hækkun á tekjutengdum afslætti fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega um 6% frá tölum ársins 2024 í samræmi við tillögu í minnisblaði skrifstofustjóra.
Liður 15 "Opnun tilboða/verðkönnunar í verkið "Íþróttahús - verkfræðihönnun" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda EFLU Verkfræðistofu í verkið enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.
Liður 19 "Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland frá 11. desember 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að þeir foreldarar sem ákveða að þiggja ekki vistunarboð í bráðabirgðaúrræði í Bungubrekku haldi foreldragreiðslum þar til boð berst um vistun ýmist á öðrum leikskólanna, Óskalandi eða Undralandi, eða hjá dagforeldri.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 2.Fundargerð bæjarráðs frá 9. janúar 2025 ===
2501002F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 3.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 3 "Samningur um þrif á húsnæði Hveragerðisbæjar" afgreiddur sérstaklega.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlengingu samnings við Nacu ehf. um þrif á húsnæði Hveragerðisbæjar um 6 mánuði með þeim hækkunum og aukningu sem kemur fram í minnisblaði skrifstofustjóra og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum. Minnihluti situr hjá.
Klukkan 17:10 var gert fundarhlé.
Klukkan 17:12 hélt fundur áfram.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlengingu samnings við Nacu ehf. um þrif á húsnæði Hveragerðisbæjar um 6 mánuði með þeim hækkunum og aukningu sem kemur fram í minnisblaði skrifstofustjóra og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum. Minnihluti situr hjá.
Klukkan 17:10 var gert fundarhlé.
Klukkan 17:12 hélt fundur áfram.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 3.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 2. janúar 2025 ===
2412006F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 2.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Pétur G. Markan.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Pétur G. Markan.
Liður 2 "Deiliskipulagsbreyting Ás- og Grundarsvæðis vegna Hverahlíðar" afgreiddur sérstaklega.
Alda Pálsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ás- og Grundarsvæði í Hveragerði samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Alda Pálsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ás- og Grundarsvæði í Hveragerði samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 4.Beiðni frá bæjarfulltrúum D-listans um minnisblað um leikskólamál ===
2501023
Ósk um minnisblað frá bæjarstjóra varðandi leikskólamál í Hveragerði.
Bæjarfulltrúar D-listans hafa áfram áhyggjur af stöðu leikskólamála í Hveragerði og óska því eftir að bæjarstjóra verði falið að taka saman minnisblað um stöðu leikskólamála í bænum. Bæjarfulltrúar D-listans óska eftir að svörum við eftirfarandi spurningum verði svarað í minnisblaðinu og fleiri upplýsingum séu þær til staðar.
Óskað er eftir upplýsingum um hver staðan á viðbyggingunni við Óskaland er, hver er raunhæf áætlun um skil á viðbyggingunni og hver er staða viðræðna við Fasteignafélagið Eik og verktakafyrirtækið Hrafnshól. Hafa viðræður átt sér stað um möguleg kaup Hveragerðisbæjar á viðbyggingunni.
Óskað er eftir upplýsingum um stöðu biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði.
Óskað er eftir upplýsingum um hvernig útfærsla bráðabirgða leikskóladeildar á Bungubrekku verður háttað þar sem um er að ræða mjög ung börn og augljóst að bæði húsnæðið og útisvæði við Bungubrekku hentar ekki þeim aldurshóp, nema með tilheyrandi breytingum og kostnaði, en aðstaðan á Óskalandi hentar í dag yngstu börnunum. Hverjar eru forsendur þessarar ákvörðunar? Var haft samráð við foreldra elstu barna á biðlista og elstu barna á Óskalandi þegar ákvörðun var tekin?
Tillaga fulltrúa D-listans gerði ráð fyrir samráði við foreldra og að elstu börn af Óskalandi færðust yfir í Bungubrekku, enda hentar húsnæðið og útisvæðið við Bungubrekku mun betur eldri börnum, með tengingu við grunnskólann og þá starfsemi sem þar fer fram í dag heldur en þeim allra yngstu.
Óskað er eftir upplýsingum um hversu margir foreldrar þáðu pláss á bráðabirgða leikskóladeildinni fyrir börnin sín og hversu margir höfnuðu plássi.
Óskað er eftir upplýsingum um hversu margar af þeim deildum leikskóla Hveragerðisbæjar séu aldurshreinar og hvort mögulegt sé að koma inn fleirum börnum á leikskólum með því blanda öllum deildum og þannig fullnýta allar deildir. En í svari við fyrirspurn D-listans frá því í júní 2023 kom fram að tveimur deildum hafi verið breytt í blandaðar deildir svo að hægt væri að taka inn fleiri börn.
Minnisblaðinu skal skilað á næsta fund bæjarráðs.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Pétur G. Markan, Sandra Sigurðardóttir og Njörður Sigurðsson.
Bæjarfulltrúar D-listans hafa áfram áhyggjur af stöðu leikskólamála í Hveragerði og óska því eftir að bæjarstjóra verði falið að taka saman minnisblað um stöðu leikskólamála í bænum. Bæjarfulltrúar D-listans óska eftir að svörum við eftirfarandi spurningum verði svarað í minnisblaðinu og fleiri upplýsingum séu þær til staðar.
Óskað er eftir upplýsingum um hver staðan á viðbyggingunni við Óskaland er, hver er raunhæf áætlun um skil á viðbyggingunni og hver er staða viðræðna við Fasteignafélagið Eik og verktakafyrirtækið Hrafnshól. Hafa viðræður átt sér stað um möguleg kaup Hveragerðisbæjar á viðbyggingunni.
Óskað er eftir upplýsingum um stöðu biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði.
Óskað er eftir upplýsingum um hvernig útfærsla bráðabirgða leikskóladeildar á Bungubrekku verður háttað þar sem um er að ræða mjög ung börn og augljóst að bæði húsnæðið og útisvæði við Bungubrekku hentar ekki þeim aldurshóp, nema með tilheyrandi breytingum og kostnaði, en aðstaðan á Óskalandi hentar í dag yngstu börnunum. Hverjar eru forsendur þessarar ákvörðunar? Var haft samráð við foreldra elstu barna á biðlista og elstu barna á Óskalandi þegar ákvörðun var tekin?
Tillaga fulltrúa D-listans gerði ráð fyrir samráði við foreldra og að elstu börn af Óskalandi færðust yfir í Bungubrekku, enda hentar húsnæðið og útisvæðið við Bungubrekku mun betur eldri börnum, með tengingu við grunnskólann og þá starfsemi sem þar fer fram í dag heldur en þeim allra yngstu.
Óskað er eftir upplýsingum um hversu margir foreldrar þáðu pláss á bráðabirgða leikskóladeildinni fyrir börnin sín og hversu margir höfnuðu plássi.
Óskað er eftir upplýsingum um hversu margar af þeim deildum leikskóla Hveragerðisbæjar séu aldurshreinar og hvort mögulegt sé að koma inn fleirum börnum á leikskólum með því blanda öllum deildum og þannig fullnýta allar deildir. En í svari við fyrirspurn D-listans frá því í júní 2023 kom fram að tveimur deildum hafi verið breytt í blandaðar deildir svo að hægt væri að taka inn fleiri börn.
Minnisblaðinu skal skilað á næsta fund bæjarráðs.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Pétur G. Markan, Sandra Sigurðardóttir og Njörður Sigurðsson.
Meirihluti bæjarstjórnar gleðst yfir jákvæðum tíðindum af framkvæmdum við Óskaland og fagnar því að hægt sé að taka við börnum af biðlistum í aðlögun í Bungubrekku þangað til ný viðbygging við Óskaland verður tekin í gagnið.
Svörum við fyrirspurn D-listans verður skilað á næsta fundi bæjarráðs eins og óskað er eftir.
Svörum við fyrirspurn D-listans verður skilað á næsta fundi bæjarráðs eins og óskað er eftir.
=== 5.Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-listans um styrki til stjórnmálasamtaka í Hveragerði ===
2501012
Fyrirspurn um styrki til stjórnmálasamtaka í Hveragerði.
Fengu öll stjórnmálasamtök sem eiga sæti í bæjarstjórn úthlutaða styrki á árinu 2024 í samræmi við reglur Hveragerðisbæjar um framlög til stjórnmálasamtaka á sveitarstjórnarstigi fyrir árið 2023?
Greinagerð.
Samkvæmt reglum Hveragerðisbæjar um framlög til stjórnmálasamtaka á sveitarstjórnarstigi er það skilyrði að stjórnmálasamtök uppfylli upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda í samræmi við 8. og 9. gr. laga nr. 162/2006 og að þau birti ársreikning sinn á opinberum vettvangi. Stjórnmálasamtök skulu eigi síðar en 31. október ár hvert skila ríkisendurskoðanda reikningum sínum fyrir síðastliðið ár.
Samkvæmt því sem bæjarfulltrúar D-listans hafa kynnt sér birti Sjálfstæðisfélag Hveragerðis, félagið stendur að framboði D-listans, ársreikning sinn fyrir árið 2023 opinberlega á vef félagsins 27. febrúar 2024 og var hann samþykktur á aðalfundi félagsins 20. febrúar sama ár. Jafnframt skilaði Sjálfstæðisfélagið ársreikningi sínum til Sjálfstæðisflokksins sem skilaði samanteknum ársreikning til ríkisendurskoðanda 31. október 2024.
Okkar Hveragerði birti opinbera færslu á Facebook þann 29. desember 2024 þar sem sagt var frá skilum á ársreikningi þeirra og var ársreikningurinn undirritaður af stjórnarmönnum 11. og 12. desember 2024 og hann birtur á vef félagsins. Þá var þeirra ársreikning skilað inn til ríkisendurskoðanda 13. desember 2024, einum og hálfum mánuði rúmlega eftir skilafrest. Á vef ríkisendurskoðanda kemur fram að Framsóknarfélag Hveragerðis sé ekki búið að skila inn ársreikning fyrir árið 2023 og ekki er að sjá á Facebook síðu félagsins að búið sé að birta ársreikning opinberlega.
Ætti því Framsóknarfélagið, samkvæmt reglum Hveragerðisbæjar, ekki að hafa fengið úthlutað styrk frá Hveragerðisbæ fyrir árið 2023 og verður að spurja hvort að Okkar Hveragerði hafi átt rétt á styrk þar sem ársreikningnum var skilað eftir löglegan skilafrest til ríkisendurskoðanda. Sama gildir að vísu fyrir ársreikninga beggja félaga, Okkar Hveragerðis og Framsóknarfélags Hveragerðis, fyrir árið 2022 sem skilað var löngu eftir löglegan frest.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Pétur G. Markan, Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Fengu öll stjórnmálasamtök sem eiga sæti í bæjarstjórn úthlutaða styrki á árinu 2024 í samræmi við reglur Hveragerðisbæjar um framlög til stjórnmálasamtaka á sveitarstjórnarstigi fyrir árið 2023?
Greinagerð.
Samkvæmt reglum Hveragerðisbæjar um framlög til stjórnmálasamtaka á sveitarstjórnarstigi er það skilyrði að stjórnmálasamtök uppfylli upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda í samræmi við 8. og 9. gr. laga nr. 162/2006 og að þau birti ársreikning sinn á opinberum vettvangi. Stjórnmálasamtök skulu eigi síðar en 31. október ár hvert skila ríkisendurskoðanda reikningum sínum fyrir síðastliðið ár.
Samkvæmt því sem bæjarfulltrúar D-listans hafa kynnt sér birti Sjálfstæðisfélag Hveragerðis, félagið stendur að framboði D-listans, ársreikning sinn fyrir árið 2023 opinberlega á vef félagsins 27. febrúar 2024 og var hann samþykktur á aðalfundi félagsins 20. febrúar sama ár. Jafnframt skilaði Sjálfstæðisfélagið ársreikningi sínum til Sjálfstæðisflokksins sem skilaði samanteknum ársreikning til ríkisendurskoðanda 31. október 2024.
Okkar Hveragerði birti opinbera færslu á Facebook þann 29. desember 2024 þar sem sagt var frá skilum á ársreikningi þeirra og var ársreikningurinn undirritaður af stjórnarmönnum 11. og 12. desember 2024 og hann birtur á vef félagsins. Þá var þeirra ársreikning skilað inn til ríkisendurskoðanda 13. desember 2024, einum og hálfum mánuði rúmlega eftir skilafrest. Á vef ríkisendurskoðanda kemur fram að Framsóknarfélag Hveragerðis sé ekki búið að skila inn ársreikning fyrir árið 2023 og ekki er að sjá á Facebook síðu félagsins að búið sé að birta ársreikning opinberlega.
Ætti því Framsóknarfélagið, samkvæmt reglum Hveragerðisbæjar, ekki að hafa fengið úthlutað styrk frá Hveragerðisbæ fyrir árið 2023 og verður að spurja hvort að Okkar Hveragerði hafi átt rétt á styrk þar sem ársreikningnum var skilað eftir löglegan skilafrest til ríkisendurskoðanda. Sama gildir að vísu fyrir ársreikninga beggja félaga, Okkar Hveragerðis og Framsóknarfélags Hveragerðis, fyrir árið 2022 sem skilað var löngu eftir löglegan frest.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Pétur G. Markan, Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra.
Öll stjórnmálasamtök í Hveragerði sem eiga sæti í bæjarstjórn fengu útgreidd framlög fyrir árið 2023, útgreitt í lok árs 2024, samkvæmt verklagi fyrri ára.
Tvenn stjórnmálasamtök í Hveragerði skiluðu inn ársreikningi til Ríkisendurskoðanda fyrir árið 2023 án athugasemda. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 162/2006 um starfsemi stjórnmálasamtaka ber stjórnmálasamtökum að skila árituðum ársreikningum sínum til Ríkisendurskoðanda fyrir 1. nóvember ár hvert.
Ríkisendurskoðanda ber að birta ársreikningana almenningi eins fljótt og unnt er þegar ársreikningar hafa borist honum.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir var ársreikning Framsóknarfélagsins í Hveragerði skilað inn til bókara flokksins. En þar sem ársreikningur félagsins var undir tekjuviðmiðum félaga innan samstæðuskila, sem eru 550 þús. kr. sbr. 1. mgr. 8 gr. laga nr. 162/2006 fór reikningurinn ekki inn með samstæðu flokksins til Ríkisendurskoðanda.
Ekki er gert ráð fyrir eftirlitsskyldu bæjarstjóra með skilum á ársreikningi til Ríkisendurskoðanda varðandi útgreiðslu framlaganna í reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði.
Með vísan í sömu reglur gerir bæjarstjóri það að tillögu sinni að verklag í kringum útgreiðslu styrkja til stjórnmálasamtaka í Hveragerði breytist. Reglurnar verði með þeim hætti að bæjarstjóri kalli eftir ársreikningum frá stjórnmálasamtökunum 1. desember ár hvert, athugi hvort þeim hafi verið skilað til Ríkisendurskoðanda sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 162/2006 og ákvæði 5 gr. þessara reglna, og birti síðan ársreikningana á heimsíðu Hveragerðisbæjar, www.hveragerdi.is. Þá eru allir ársreikningar á sama stað til birtingar, sem einfaldar og opnar aðgengi íbúa að þessum upplýsingum. Í kjölfar þessa yrðu styrkir greiddir út til stjórnmálasamtaka.
Tillagan borin upp og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Öll stjórnmálasamtök í Hveragerði sem eiga sæti í bæjarstjórn fengu útgreidd framlög fyrir árið 2023, útgreitt í lok árs 2024, samkvæmt verklagi fyrri ára.
Tvenn stjórnmálasamtök í Hveragerði skiluðu inn ársreikningi til Ríkisendurskoðanda fyrir árið 2023 án athugasemda. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 162/2006 um starfsemi stjórnmálasamtaka ber stjórnmálasamtökum að skila árituðum ársreikningum sínum til Ríkisendurskoðanda fyrir 1. nóvember ár hvert.
Ríkisendurskoðanda ber að birta ársreikningana almenningi eins fljótt og unnt er þegar ársreikningar hafa borist honum.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir var ársreikning Framsóknarfélagsins í Hveragerði skilað inn til bókara flokksins. En þar sem ársreikningur félagsins var undir tekjuviðmiðum félaga innan samstæðuskila, sem eru 550 þús. kr. sbr. 1. mgr. 8 gr. laga nr. 162/2006 fór reikningurinn ekki inn með samstæðu flokksins til Ríkisendurskoðanda.
Ekki er gert ráð fyrir eftirlitsskyldu bæjarstjóra með skilum á ársreikningi til Ríkisendurskoðanda varðandi útgreiðslu framlaganna í reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði.
Með vísan í sömu reglur gerir bæjarstjóri það að tillögu sinni að verklag í kringum útgreiðslu styrkja til stjórnmálasamtaka í Hveragerði breytist. Reglurnar verði með þeim hætti að bæjarstjóri kalli eftir ársreikningum frá stjórnmálasamtökunum 1. desember ár hvert, athugi hvort þeim hafi verið skilað til Ríkisendurskoðanda sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 162/2006 og ákvæði 5 gr. þessara reglna, og birti síðan ársreikningana á heimsíðu Hveragerðisbæjar, www.hveragerdi.is. Þá eru allir ársreikningar á sama stað til birtingar, sem einfaldar og opnar aðgengi íbúa að þessum upplýsingum. Í kjölfar þessa yrðu styrkir greiddir út til stjórnmálasamtaka.
Tillagan borin upp og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
=== 6.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 10. desember 2024 ===
2412123
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 7.Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2025, seinni umræða ===
2412043
Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2025 lögð fram til seinni umræðu.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2025.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:55.
Getum við bætt efni síðunnar?