Vopnafjarðarhreppur
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 23
== Fundur nr. 23 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 15:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
BS
Borghildur SverrisdóttirNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
AKÁ
Agnar Karl ÁrnasonNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
ÁI
Ásmundur IngjaldssonNefndarmaður
VOH
Valdimar O. HermannssonSveitarstjóri
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirVerkefnastjóri stjórnsýslu
SJ
Sigurður JónssonSkipulags- og byggingarfulltrúi
GÁ
Gunnar ÁgústssonSkipulagsráðgjafi
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 9. janúar 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 11:00.
Sólarsalir ehf. leggja fram áform um breytingu á staðsetningu veiðihúss við Hofsá og óskar eftir að aðalskipulagi verði breytt ásamt nýju deiliskipulagi skilað inn í kjölfarið/samhliða aðalskipulagi.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að heimilað verði að gera breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að gera ráð fyrir nýrri staðstetningu veiðihúss við Hofsá á landi Einarsstaða. Jafnframt verði framkvæmdaaðila heimilað að vinna deiliskipulag fyrir fyrirhuguð framkvæmdaáform.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri fór yfir verkefni og framkvæmdir sem eru á döfinni við Vopnafjarðarhöfn.
Gunnar Ágústsson, skipulagsráðgjafi kom inn á fund í gegnum fjarfundarbúnað og fór yfir drög að deiliskipulagi Skálaneshverfis.
Deiliskipulag verður áfram í vinnslu hjá ráðgjafa í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:13.