Ísafjarðarbær
Bæjarráð 1309. fundur
= Bæjarráð =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Eignarhald félagsheimili Flateyri - 2023010161 ===
Lagt fram til kynningar erindi hverfisráðs Önundarfjarðar, dags. 10. desember 2025 og Leikfélags Flateyrar, dags. 7. janúar 2025, varðandi fyrirhugaða sölumeðferð félagsheimilisins á Flateyri.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. janúar 2025, sem greinir frá mismunandi rekstrarformi félagsheimila sveitarfélagsins.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. janúar 2025, sem greinir frá mismunandi rekstrarformi félagsheimila sveitarfélagsins.
Bæjarráð þakkar fyrir bréfin og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leggja málið fyrir að nýju.
=== 2.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080 ===
Lagt fram til kynningar frumdrög Svæðisskipulags Vestfjarða samkvæmt samþykkt 13. fundar svæðisskipulagsnefndar þann 9. desember s.l. Lýst er aðdraganda og úrvinnslu á niðurstöðu 69. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti um val á framtíðarmynd svæðisskipulagsins á grundvelli samráðs á tillögu að lýsingu svæðisskipulagsins sem birt var í Skipulagsgátt þann 21. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 16 - 2501003F ===
Lögð fram til kynningar fundagerð 16. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 6. janúar 2025. Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?