Reykjavíkurborg
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 48
==
==
[Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 48
](/fundargerdir/ibuarad-arbaejar-og-nordlingaholts-fundur-nr-48)
**Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts**
Ár 2024, þriðjudaginn 10. desember var haldinn 48. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Árseli og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Elvar Örn Þórisson, Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Lina Marcela Giraldo og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Guðný Bára Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. október, með umsagnarbeiðni um drög að ljósvistarstefnu ásamt fylgiskjali, sbr. 1. liður fundargerðar ráðsins frá 12. nóvember 2024. USK24090155
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila inn umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.
Fylgigögn
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
Frestað.
Fylgigögn
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 14. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar vegna skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Elliðaárvogs fyrir Geirsnef. USK24100368
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila inn umsögn ráðsins.
Fylgigögn
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 28. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði, áfanga 2, á Hólmsheiði. SN210147
Frestað.
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
**Fundi slitið kl. 17:52**
Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Helgi Áss Grétarsson Elvar Örn Þórisson
Vera Sveinbjörnsdóttir Lina Marcela Giraldo
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts 10. desember 2024**