Garðabær
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar - 26
|
|**Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar**
|15.01.2025 kl. 16:30 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir aðalmaður, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Sesselja Þóra Gunnarsdóttir fulltrúi skólastjóra, Ragnheiður Stephensen fulltrúi kennara.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2304498 - Innleiðing farsældar í Garðabæ**
|Sólveig Norðfjörð verkefnisstjóri innleiðingar farsældar kynnti farsældarlögin, stöðu innleiðingar farsældar í Garðabæ og næstu skref.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2411020 - Þróunarsjóður grunnskóla 2025**
|Helstu áherslur Þróunarsjóðs grunnskóla Garðabæjar ræddar. Til úthlutunar árið 2025 eru 28 milljónir.
|
Áherslur Þróunarsjóðs grunnskóla 2025 verða:
Fjölbreyttir kennsluhættir og samþætting námsgreina.
Félags, samskipta og vináttuþjálfun með áherslu á samkennd.
Efling verklegra þátta í náttúrufræði á öllum skólastigum.
Námsefnisgerð, nýsköpun og tækni.
Samstarf heimilis og skóla.
Skólasókn; leiðir til að efla áhuga og mætingu nemenda og vinna gegn slakri skólasókn og/eða
skólaforðun.
Einnig er hægt að sækja um styrki til verkefna sem styðja við skólanámskrá og sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er m.a. horft til tengingar við fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga.
Umsóknir skulu berast fyrir 1. mars og verður þeim svarað fyrir 31. mars.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2405510 - Viðurkenningar í skóla- og frístundastarfi**
|Lögð fram tillaga að útfærslu viðurkenninga fyrir framúrskarandi skólastarf. Tillagan samþykkt og vísað til fræðslu- og menningarsviðs til framkvæmdar
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2410252 - Tillaga Garðabæjarlistans um stofnun starfshóps vegna seinkunar á upphafi skóladags á unglingastigi**
|Lögð fram til kynningar tillaga að spurningum sem lagðar vera fyrir forráðafólk, nemendur og starfsfólk í 8.-10. bekk í grunnskólum Garðabæjar. Erindinu var vísað til fræðslusviðs til frekari útfærslu.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2310002 - Samskiptasáttmáli - eineltisáætlun**
|Grunnskólafulltrúi fór yfir stöðu á innleiðingar Samskiptasáttmála Garðabæjar. Nú er unnið eftir verkferlum Samskiptasáttmála bæði hvað varðar þjálfun, fræðslu og inngrip ef upp koma samskiptamál.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2412287 - Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2024-2025**
|Lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2412004 - Verkfall KÍ og SÍ í Garðaskóla**
|Farið var yfir fyrirhugað verkfall KÍ og SÍ í Garðaskóla. Verkfalli sem boðað hafði verið 25. nóvember -20. desember 2024 var frestað til 1. febrúar 2025. Ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma munu kennarar í Garðaskóla fara í verkfall fram yfir vetrarleyfi.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.
|