Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 1. (953)
|16.01.2025 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Rakel Steinberg Sölvadóttir varabæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 19. desember 2024 er lögð fram.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2501001F - Fundargerð bæjarráðs frá 7/1 ´25.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 2.tl. tilkynningu frá innviðaráðuneytinu um endanleg framlög úr jöfnunarsjóði fyrir árið 2024 vegna útgjalda- og tekjujöfnunarframlaga.
|
Guðfinnur Sigurvinsson ræddi 2.tl. tilkynningu frá innviðaráðuneytinu um endanleg framlög úr jöfnunarsjóði fyrir árið 2024 vegna útgjalda- og tekjujöfnunarframlaga.
Björg Fenger ræddi 4.tl. Haukshús - leiga húsnæðis og 5.tl. Garðbæinginn okkar 2025.
Fundargerðin sem er 7. tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2501009F - Fundargerð bæjarráðs frá 14/1 ´25.**
|Ingvar Arnarson ræddi 9.tl. áform um breytingu stjórnar Reykjanesfólkvangs.
|
Almar Guðmundsson ræddi 9.tl. áform um breytingu stjórnar Reykjanesfólkvangs og 10.tl. tillögu um viðmiðunarfjárhæðir samkvæmt reglum um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.
Ingvar Arnarson tók til máls að nýju og ræddi 9.tl. áform um breytingu stjórnar Reykjanesfólkvangs.
Almar Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun um 9.tl. áform um breytingu Reykjanesfólkvangs:
„Fyrir liggur að stærsti hluti svæðis Reykjanesfólksvangs innan Garðabæjar er eftir sem áður friðlýstur friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár sem náttúruvætti. Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfisnefnd að greina svæðið og umhverfi þess m.t.t. möguleika á frekari friðlýsingum.“
Bæjarstjórn samþykkir framangreinda bókun samhljóða.
Fundargerðin sem er 12. tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|2411396 - Áform um breytingu stjórnar Reykjanesfólkvangs.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir að undirbúin verði úrsögn sveitarfélagsins úr Reykjanesfólksvangi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2501004F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 8/1 ´25.**
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl. afreksstyrki 2025 og 2.tl. íþróttafólk ársins 2024 - Íþróttahátíð Garðabæjar jan 2025. Óskaði Hrannar Bragi öllum þeim sem hlutu viðurkenningar til hamingju með árangurinn.
|
Rakel Steinberg Sölvadóttir ræddi 2.tl. íþróttafólk ársins 2024 - Íþróttahátíð Garðabæjar jan 2025. Óskaði Rakel öllum þeim sem hlutu viðurkenningar til hamingju með árangurinn og þeim sem komu að hátíðinni með einum eða öðrum hætti þakkaði hún vel unnin störf.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 2.tl. íþróttafólk ársins 2024 - Íþróttahátíð Garðabæjar jan 2025. Óskaði Þorbjörg öllum þeim sem hlutu viðurkenningar til hamingju með árangurinn.
Brynja Dan Gunnarsdóttir ræddi 2.tl. íþróttafólk ársins 2024 - Íþróttahátíð Garðabæjar jan 2025. Óskaði Brynja öllum þeim sem hlutu viðurkenningar til hamingju með árangurinn.
Almar Guðmundsson ræddi 2.tl. íþróttafólk ársins 2024 - Íþróttahátíð Garðabæjar jan 2025. Óskaði Almar öllum þeim sem hlutu viðurkenningar til hamingju með árangurinn.
Bæjarstjórn óskar öllum þeim sem hlutu viðurkenningar til hamingju með árangurinn.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2501002F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 8/1 ´25.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 2.tl. erindisbréf starfshóps um staðarvalsgreiningu í stað endurvinnslustöðvarinnar við Dalveg.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2412023F - Fundargerð velferðarráðs frá 18/12 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti og 7.tl. þjónustusamning við Fjölsmiðjuna.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 1.tl. búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2410030F - Fundargerð stjórnar Hönnunarsafns Íslands frá 23/10 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2401136 - Fundargerð stjórnar SSH frá 16/12 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2501149 - Fundargerð stjórnar SSH frá 6/1 ´25.**
|Almar Guðmundsson ræddi 4.tl. fyrirkomulag almenningssamgangna ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401134 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13/12 ´24.**
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 2.tl. gjaldskrárstefnu, 3.tl. seinkanir í leiðarkerfinu, 4.tl. þjónustuaukningu, 5.tl. markaðskönnun vegna hleðsluinnviða, 6.tl. frítt net í vögnum, 7.tl. fargjaldaálag - næstu skref, 8.tl. biðstöðvamál og 9.tl. starfskjaranefnd.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2407142 - Gjaldskrá stuðningsþjónustu í Garðabæ.**
|Lögð fram gjaldskrá stuðningsþjónustu í Garðabæ. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, GS, RSS, BDG). Tveir sátu hjá (ÞÞ, IA).
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|