Reykjavíkurborg
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 85
==
==
[Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 85
](/fundargerdir/adgengis-og-samradsnefnd-i-malefnum-fatlads-folks-fundur-nr-85)
**Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks**
Ár 2025, fimmtudaginn 16. janúar var 85. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.03. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Unnur Þöll Benediktsdóttir, Katarzyna Beata Kubiś og Hallgrímur Eymundsson. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir og Bragi Bergsson með rafrænum hætti. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning Pant á breytingu á gjaldskrá akstursþjónustu. MSS23010146
- Kl. 10.10 tekur Þórdís Linda Guðmundsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Sturla Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10.20 tekur Bryndís Snæbjörnsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti og Þórdís Linda Guðmundsdóttir aftengist fjarfundarbúnaði.
- Kl. 10.47 víkur Bryndís Snæbjörnsdóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
Fram fer umræða um jafnræði í þjónustu við fatlað fólk eftir borgarhlutum. MSS25010081
Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að afla frekari upplýsinga um fyrirkomulag og senda fyrirspurn til sviðsstjóra velferðarsviðs.
Fram fer kynning á svæðinu við Hlemm. MSS22110236
- Kl. 10.58 víkur Unnur Þöll Benediktsdóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Edda Ívarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
**Fundi slitið kl.11.05**
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson
Hallgrímur Eymundsson Katarzyna Kubiś
Lilja Sveinsdóttir Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir
Þorkell Sigurlaugsson Ingólfur Már Magnússon
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 16. janúar 2025**