Reykjavíkurborg
Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 53
**Íbúaráð Kjalarness**
Ár 2025, fimmtudagurinn, 9. janúar, var haldinn 53. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Ellen Calmon, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á starfsemi Ungmennafélags Kjalnesinga. MSS24120109
Benóný Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Kjalarness, dags. 9. janúar 2025, um tillögu að starfsleyfi fyrir SKOTREYN, skotvöllur í Álfsnesi. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 16. desember 2024, þar sem vakinn er athygli á auglýsingu á tillögu að nýju starfsleyfi fyrir SKOTREYN, skotvöllur í Álfsnesi. MSS24120110
Samþykkt.
Fylgigögn
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
Samþykkt að gera ekki athugasemdir.
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 17. desember 2024, varðandi stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132
Fylgigögn
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Kjalarness – vor 2025. MSS22080127
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
**Fundi slitið kl. 17.34**
Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon
Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir
Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Kjalarness 9. janúar 2024**