Reykjavíkurborg
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 49
**Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals**
Ár 2024, miðvikudagurinn, 19. desember, var haldinn 49. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í bókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.39. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Björn Ingi Björnsson, Ellen Ellertsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Heiða Björk Júlíusdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynningu á umferðaröryggismálum í Úlfarsárdal. MSS22110074
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals beinir þeirri ábendingu til garðyrkjustjóra/skrifstofu borgarlandsins að endurskoða gróðurskreytingar á umferðaeyjum við Úlfarsbraut á þann hátt að lágreistur gróður verði valinn í stað hærri plantna sem geta aukið slysahættu með því að byrgja ökumönnum og gangandi vegfarendum sýn.
Höskuldur Rúnar Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 16.42 tekur Trausti Jónsson sæti á fundinum.
- Kl. 17.51 víkur af fundi Marta Guðjónsdóttir af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. október 2024, með umsagnarbeiðni um drög að Ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjali, sbr. 2. liður fundargerðar ráðsins frá 21. nóvember 2024. USK190115
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila umsögn ráðsins hið fyrsta.
Fylgigögn
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320.
Frestað.
Fylgigögn
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 28. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði, áfanga 2, á Hólmsheiði. SN210147
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að kanna málið nánar og eftir atvikum skila umsögn fyrir tilskilinn.
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
**Fundi slitið kl. 16:30**
Guðný Maja Riba Stefán Pálsson
Björn Ingi Björnsson Ellen Ellertsdóttir
Heiða Björk Júlíusdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 19. desember 2024**