Reykjavíkurborg
Forsætisnefnd - Fundur nr. 352
==
==
[Forsætisnefnd - Fundur nr. 352
](/fundargerdir/forsaetisnefnd-fundur-nr-352)
**Forsætisnefnd**
Ár 2024, föstudaginn 17. janúar, var haldinn 352. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:05. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, og Sabine Leskopf. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Bjarni Þóroddsson og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. janúar 2025.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Endurskoðuð aðgerðaáætlun með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. janúar 2025
b)Umræða um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
c) Ályktunartillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um bætta upplýsingagjöf til húsnæðiskaupenda á Íslandi
d) Umræða um hvernig leysa á mál vöruskemmunnar við Álfabakka (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins).
e) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að kalla eftir ábendingum borgarbúa varðandi þjónustu borgarinnar
f) Umræða um bílastæði í borginni (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins )
g) Kosning í borgarráð
h) Kosning í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð
i) Kosning í stafrænt ráð
j) Kosning í umhverfis- og skipulagsráð
k) Kosning í velferðarráð
l) Kosning í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
m) Kosning í heilbrigðisnefnd
n) Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð
o) Kosning í Íbúaráð Breiðholts
p) Kosning í íbúaráð Kjalarness
r) Kosning í íbúaráð Vesturbæjar MSS25010046
Lagt fram erindi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 16. desember 2024, varðandi aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 -2028, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar.
Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24060082
Fylgigögn
Fram fer kynning á jólaborginni 2024.
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24090135
Lagt fram að nýju erindi mannréttinda- og lýðræðisskirfstofu, dags. 4. október 2024, varðandi reglur um borgaraþing, ásamt fylgiskjölum, sbr. 3. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 15. nóvember 2024
Vísað til borgarstjórnar MSS24040172
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2024, þar sem tilkynnt er um tilhögun fæðingarorlofs Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttur varaborgarfulltrúa Pírata. MSS25010104
Fylgigögn
Fram fer umræða um fund borgarstjórnar og reykjavíkurráðs ungmenna. MSS25010091
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2025, varðandi fjárframlag Reykjavíkurborgar til stjórnmálasamtaka árið 2025, ásamt fylgigögnum. MSS22060123
Fylgigögn
Fram fer umræða um fund borgarstjórnar 7. janúar 2025 MSS25010119
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. janúar 2025, varðandi beiðni Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa Samfylkingar um lausn frá störfum til loka kjörtímabils.
Vísað til borgarstjórnar. MSS25010116
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. janúar 2025, varðandi beiðni Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um tímabundinni lausn frá störfum til 18. febrúar 2025.
Vísað til borgarstjórnar. MSS25010117
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. janúar 2025, varðandi beiðni Rögnu Sigurðardóttur varaborgarfulltrúa Samfylkingar um lausn frá störfum til loka kjörtímabils.
Vísað til borgarstjórnar. MSS25010118
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. janúar 2025, þar sem tilkynnt er að Helga Þórðardóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd í stað Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur og að Einar Sveinbjörn Guðmundsson verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Helgu. MSS22060040
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. janúar 2025, þar sem tilkynnt er að Helga Þórðardóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í borgarráði í stað Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur og að Einar Sveinbjörn Guðmundsson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi til vara í stað Helgu. MSS22060043
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. janúar 2025, þar sem kemur fram að Einar Sveinbjörn Guðmundsson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur. MSS22060046
Fylgigögn
**Fundi slitið kl 11:28**
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Sabine Leskopf
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Forsætisnefnd 17.1.2025 - Prentvæn útgáfa**