Garðabær
Ungmennaráð Garðabæjar - 1
|14.01.2025 kl. 17:00 kom ungmennaráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Valgerður Eyja Eyþórsdóttir , Anna Kristín Elmarsdóttir , Emilía Ósk Hauksdóttir , Eyþór Elvar Þórarinsson , Auður Ýr Magnúsdóttir , María Draumey Kjærnested , Freyja Huginsdóttir , Ester Helga Helgadóttir , Una Kristjana Hannesdóttir , Tómas Þór Jacobsen .
|
||
|
Fundargerð ritaði: Emilía Ósk Hauksdóttir .
|
||Einnig sat fundinn Embla Björk Stefánsdóttir.
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2501263 - Endurskoðun á erindisbréfi ungmennaráðs Garðabæjar.**
|a. Farið léttlega yfir reglur Ungmennaráðsins samkvæmt erindisbréfi.
|
b. Mikilvægt að uppfæra, er bara gilt til fjögurra ára.
c. Samþykkt af Ungmennaráði að taka út varafulltrúa, óþarfi.
d. Óskað eftir að fulltrúar frá Ungmennaráði sitji í nefndum bæjarins.
e. Hækka aldur úr 20 í 22 ára
f. fjölga fulltrúum úr 11 í 13 fulltrúa
|
|
|
|
|
|**2. 2501263 - Farið yfir starfsáætlun ársins.**
|a. Farið yfir fundarramma okkar.
|
b. Ungmennaráðið var sammála að taka út “fulltrúar ungmennasviðs? þar sem það á ekki við (September).
c. Allir sammála um að setja inn fastann hugmyndafund í september.
d. Samþykkt að færa “skipulagsmál og samgöngur? í janúar/febrúar í stað september.
e. Senda inn ítrekun að við viljum vera með í ákvarðanatöku á sviði fjármála.
f. Ákveðið að bæta “yfirferð verkefna? í febrúar.
g. Ákveðið að taka út ungmennaþing í febrúar, haldið í október/nóvember.
h. Kynna okkur betur velferðarsvið Garðabæjar.
- Betri samskipti og samstarf?
i. Ákveða hverjir myndu fara í hverja nefnd í september/október.
|
|
|
|
|
|**3. 2501263 - Önnur mál. **
|a. Óskað eftir því að taka niður forvarnarmyndbandið, Tommi fer í það.
|
b. Leggja áherslu á að fá skyndihjálp inn í alla grunnskóla, mögulega Fjölbrautarskólann í Garðabæ.
c. Rætt um nýja yfirlýsingu strætó.alum. Spurningar til þeirra:
i. Mikilvægt fyrir ungmenni í Garðabæ að geta nýtt sér internet tengingu.
ii. Klapp appið virkar ekki nema með nettengingu.
iii. Þarf að passa upp á aðgengi fyrir börn og ungmenni, ekki allir sem hafa aðgang að fríu interneti.
d. Athuga hvernig fór með verkefnið hjá velferðarsviði.
i. Ákveðið var að fara í húsgagnaleiðangur með fulltrúum frá velferðarsviði á fundi með Önnu Eygló Karlsdóttur, Deildarstjóra.
e. Ákveðið var að halda betur um verkefni sem við tökum að okkur.
f. Óskað eftir hópefli - mögulega ferð til Akureyrar að hitta ungmennaráð þar.
g. Ungmennaráðið vill auglýsa sig betur, kynna starfsemi, herferð á samfélagsmiðlum, peysur merktar Ungmennaráðinu.
h. Ákveðið var að plana hitting með Ungmennaráði Reykjanesbæ í byrjun febrúar.
i. Ákveðið var að athuga með það að senda út á fyrirtæki og óska eftir afsláttum.
j. Athuga hvort það sé hægt að óska eftir samstarfi með einhverskonar sjálfsstyrkingar námskeiðum, til þess að betrumbæta ræðumennsku og sjálfsöryggi hjá fulltrúum Ungmennaráðsins.
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.
|