Ísafjarðarbær
Bæjarráð 1310. fundur
= Bæjarráð =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Hlíðarvegur 50 - Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2025010147 ===
Lagt fram erindi Guðmundar M. Kristjánssonar, dags. 13. janúar 2025, vegna beiðnar um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna Hlíðarvegar 50 á Ísafirði.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 17. janúar 2025, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 17. janúar 2025, vegna málsins.
Bæjarráð hafnar erindi Guðmundar M. Kristjánssonar um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna Hlíðarvegar 50 á Ísafirði, þar sem fyrri heimild bæjarstjórnar til niðurfellingar fasteignagjalda féll úr gildi við lok árs 2023. Bæjarstjórn samþykkti í stað framlengingar niðurfellingarheimildar að lækka til muna gjaldskrá um gatnagerðargjald, úr 9% í 6,5% fyrir einbýlishús, og allt niður í 4% fyrir fjölbýlishús.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
=== 2.Úrgangsráð Vestfjarða - 2025010130 ===
Lagt fram erindi Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa og varamanns í Úrgangsráð Vestfjarða.
Bæjarráð leggur til að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði skipuð aðalfulltrúi í Úrgangsráð Vestfjarða, og Halldóra Björk Norðdahl verði skipuð varafulltrúi.
Axel yfirgaf fund kl. 8.50.
=== 3.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - 2025010152 ===
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 6. janúar 2025, vegna umsóknar Önnu Jakobínu Hinriksdóttur um tækifærisleyfi vegna þorrablóts Hvatar í Hnífsdal, þann 1. febrúar 2025.
Jafnframt lögð fram umsögn eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar, dags. 15. janúar 2025, vegna gestafjölda, þar sem veitt er leyfi fyrir 200 manns.
Jafnframt lögð fram umsögn eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar, dags. 15. janúar 2025, vegna gestafjölda, þar sem veitt er leyfi fyrir 200 manns.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts Hvatar í Hnífsdal.
=== 4.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - 2025010152 ===
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 8. janúar 2025, vegna umsóknar Jóns Ágústs Þorsteinssonar, um tækifærisleyfi vegna þorrablóts Stútungs á Flateyri, þann 8. febrúar 2025.
Jafnframt lögð fram umsögn eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar, dags. 8. janúar 2025, vegna gestafjölda, þar sem veitt er leyfi fyrir 250 manns, en jákvæð umsögn er veitt með fyrirvara um úrbætur eldvarna.
Jafnframt lögð fram umsögn eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar, dags. 8. janúar 2025, vegna gestafjölda, þar sem veitt er leyfi fyrir 250 manns, en jákvæð umsögn er veitt með fyrirvara um úrbætur eldvarna.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts Stútungs á Flateyri.
=== 5.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2024 - 2024030070 ===
Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dags. 10. janúar 2025, um launakostnað janúar til desember 2024.
Lagt fram til kynningar.
=== 6.Ársskýrsla 2024 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2025010158 ===
Lögð fram til kynningar Ársskýrsla slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?