Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 3. (2151)
|21.01.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2409477 - Íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024 - kynning**
|Á fund bæjarráðs mætti Matthías Þorvaldsson, starfsmaður GI rannsókna ehf. og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal íbúa Garðabæjar á árinu 2024. Ánægja íbúa með þjónustu bæjarins hækkaði á árinu 2024 miðað við árið áður. Könnunin leiðir í ljós að íbúar í Garðabæ eru þegar á heildina er litið ánægðir með Garðabæ sem sveitarfélag til að búa í.
|
Hulda Hauksdóttir deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2412193 - Blikastígur 11 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Daníel Hinrikssyni kt. 170572-5809, leyfi fyrir viðbyggingu geymslu, á milli íbúðarhúss og bílskúrs, að Blikastíg 11.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2411387 - Miðhraun 15 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Heimum atvinnuhúsnæði ehf., kt. 590404-2410, leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi núverandi vöruhúsnæðis að Miðhrauni 15. Verið er að breyta notkun húsnæðisins úr lager/skrifstofu í saumastofu og lager.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2501328 - Arnarland - breyting á sveitarfélagamörkum - viljalyfirlýsing**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita, f.h. Garðabæjar, viljayfirlýsingu milli Garðabæjar og Kópavogs um endurskoðun á sveitarfélagamörkum á Arnarneshálsi og umferðabætandi aðgerðir.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2501215 - Bréf Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins varðandi framlag til starfseminnar árið 2025, dags. 8. janúar 2025. **
|Bæjarráð vísar bréfinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2501317 - Bréf Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda, dags. 16. janúar 2025.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar styrk að fjárhæð kr. 13.102.628 til greiðslu fasteignagjalda árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2501318 - Bréf Skátafélagsins Vífils og Hjálparsveitar skáta í Garðabæ varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2025, dags. 16. janúar 2025.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Skátafélaginu Vífli og Hjálparsveit skáta í Garðabæ styrk að fjárhæð kr. 5.498.140 til greiðslu fasteignagjalda árið 2025.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|