Grindavíkurbær
Afgreiðslunefnd byggingamála - Fundur 86
**86. fundur Afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, fimmtudaginn 16. janúar 2025 og hófst hann kl. 15:00.**
Fundinn sátu:
Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi,
Bjarni Rúnar Einarsson, byggingarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
.
Fundargerð ritaði: Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
**1. Melhólabraut 4 - Umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif) - 2501009**
Orf líftækni sækir um byggingarleyfi fyrir niðurrifi á gróðurhúsi sínu að Melhólabraut 4.
Byggingaráform um niðurrif samþykkt.
Fara þarf í öllu eftir ákvæðum um niðurrif úr lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Bent er á að þar sem framkvæmdin er á sprungusvæði er gerð krafa um ítarlegri öryggis- og hættumat fyrir framkvæmdina.
**2. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Austurvegur 1 - 2501015**
Fyrir hönd Grindavíkurbæjar sækir Sigurður Rúnar Karlsson, eigna- og veitustjóri Grindavíkurbæjar um byggingarleyfi fyrir burðarþolsviðgerðum á íþróttahúsinu að Austurvegi 1, skv. teikningum frá Strendingi ehf. dags. 09.jan 2024 (br. skráð útg.B dags. 14.01.2025). Eftir jarðhræringar 10. nóv. 2023 hefur orðið sig undir NV horni íþróttahússins, matshluti 040101. Undir undirstöður verður steyptur hnallur sem heldur undir mannvirkið. Holrými undir horninu verður fyllt með frauði til að halda við núv. fyllingu þannig að hún sáldrist ekki niður og missi burð.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m.s.br. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt. Bent er á að þar sem viðgerðin er á sprungusvæði er gerð krafa um ítarlegri öryggis- og hættumat fyrir framkvæmdina.
**3. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Austurvegur 5 - 2501014**
Fyrir hönd Grindavíkurbæjar sækir Sigurður Rúnar Karlsson, umsjónarmaður fasteigna Grindavíkurbæjar um byggingarleyfi fyrir klæðningu á útvegg og flóttaleið af efri hæð skv. teikningum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 06.12.2024 á Víðihlíð, Austurvegi 5. Til stendur að rífa hluta byggingarinnar (málsnr.2411050) og er þessi framkvæmd nauðsynleg til að verja þann hluta veggjar sem eftir stendur.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m.s.br. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt. Bent er á að þar sem breytingin er á sprungusvæði er gerð krafa um ítarlegri öryggis- og hættumat fyrir framkvæmdina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.
Bæjarráð / 14. janúar 2025
[Fundur 1674](/v/27468)
Bæjarráð / 7. janúar 2025
[Fundur 1673](/v/27462)
Bæjarstjórn / 17. desember 2024
[Fundur 580](/v/27450)
Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024
[Fundur 579](/v/27421)
Bæjarráð / 12. nóvember 2024
[Fundur 1670, bæjarráð](/v/27416)
Innviðanefnd / 18. nóvember 2024
[Fundur 2, Innviðanefnd](/v/27415)
Bæjarráð / 5. nóvember 2024
[Fundur 1669](/v/27404)
Bæjarstjórn / 29. október 2024
[Fundur 578](/v/27387)
Bæjarráð / 22. október 2024
[Fundur 1668](/v/27374)
Bæjarráð / 8. október 2024
[Fundur 1667](/v/27370)
Bæjarráð / 17. september 2024
[Fundur 1666](/v/27369)
Bæjarstjórn / 24. september 2024
[Fundur 577](/v/27354)
Bæjarráð / 10. september 2024
[Fundur 1665](/v/27342)
Bæjarráð / 3. september 2024
[Fundur 1664](/v/27335)