Grindavíkurbær
Innviðanefnd - Fundur 4
**4. fundur innviðanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 15. janúar 2025 og hófst hann kl. 15:00.**
Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, varaformaður,
Hjálmar Hallgrímsson, formaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður,
Páll Jóhann Pálsson, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Sigurður A Kristmundsson, hafnarstjóri,
Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs,
Guðjón Bragason, Lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri.
Dagskrá:
**1. Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2412019**
Til umfjöllunar: Vinnuhópur við gerð hættukorts.
Til þess að endurskoðun aðalskipulags geti átt sér stað, þarf að setja á fót vinnuhóp til að gera hættukort fyrir byggðina. Í þeim hópi þurfa að vera sérfræðingar af viðeigandi sviðum. Leitað var ráða hjá Skipulagsstofnun og Veðurstofu Íslands. Sem aðalsérfræðingar mælti VÍ með ÍSOR enda þeir unnið að jarðkönnun á svæðinu síðastliðið ár og mánuði.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
**2. Gjaldskrá Grindavíkurhafnar 2025 - 2501002**
Tillaga að þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar fyrir árið 2025
Hafnarstjóri leggur til 5% hækkun á þjónustugjöld hafnarinnar fyrir árið 2025. Aflagjöld haldast óbreytt fyrir sama tímabil. Innviðanefnd samþykkir tillögu hafnastjóra og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
**3. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2501011**
Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi fyrir breytingu á Svartsengislínu 1, sem felur í sér að reisa nýja stálmastralínu austan við núverandi leið yfir hraun, alls um 2,3 km., sbr. nánari lýsingu í umsókn um framkvæmdaleyfi ásamt fylgigögnum með umsókn.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að bregðast við yfirvofandi náttúruvá og verja mikilvæga innviði gegn hraunrennsli. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032.
Fyrir liggur undanþága frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, dags. 13. janúar 2025, frá málsmeðferð samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, sbr. 1. mgr. 29. gr. laganna. Skiplagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið þegar samþykki landeiganda liggur fyrir. Í samræmi við viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.
Bæjarráð / 14. janúar 2025
[Fundur 1674](/v/27468)
Bæjarráð / 7. janúar 2025
[Fundur 1673](/v/27462)
Bæjarstjórn / 17. desember 2024
[Fundur 580](/v/27450)
Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024
[Fundur 579](/v/27421)
Bæjarráð / 12. nóvember 2024
[Fundur 1670, bæjarráð](/v/27416)
Innviðanefnd / 18. nóvember 2024
[Fundur 2, Innviðanefnd](/v/27415)
Bæjarráð / 5. nóvember 2024
[Fundur 1669](/v/27404)
Bæjarstjórn / 29. október 2024
[Fundur 578](/v/27387)
Bæjarráð / 22. október 2024
[Fundur 1668](/v/27374)
Bæjarráð / 8. október 2024
[Fundur 1667](/v/27370)
Bæjarráð / 17. september 2024
[Fundur 1666](/v/27369)
Bæjarstjórn / 24. september 2024
[Fundur 577](/v/27354)
Bæjarráð / 10. september 2024
[Fundur 1665](/v/27342)
Bæjarráð / 3. september 2024
[Fundur 1664](/v/27335)