Grindavíkurbær
Innviðanefnd - Fundur 3
**3. fundur innviðanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 16. desember 2024 og hófst hann kl. 15:00.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, varaformaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður,
Páll Jóhann Pálsson, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Sigurður A Kristmundsson, hafnarstjóri, Sigurður Rúnar Karlsson, veitustjóri,
Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi, Guðjón Bragason, Lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
**1. Raforkuöryggi og upplýsingagjöf - 2412020**
Umræða um raforkuöryggi í Grindavíkurbæ. Óskað hefur verið eftir að fulltrúar HS Veitna mæti á fundinn.
Gestir: Fulltrúar frá HS Veitum, Egill Sigmundsson sviðsstjóri, Guðmundur Helgi Albertsson verkstjóri og Sigrún Ævarsdóttir samskipta- og markaðsstjóri. Sigurður Rúnar Karlsson mætti á teams.
Fulltrúar frá HS Veitum mættu á fundinn, Egill Sigmundsson sviðsstjóri, Guðmundur Albertsson verkstjóri og Sigrún Ævarsdóttir samskipta- og markaðsstjóri sátu fyrir svörum á fundinum.
í framhaldi af umræðum er hafnarstjóra og veitusstjóra falið að vinna málið áfram.
**2. Reiðstígar í landi Grindavíkur - 2412011**
Erindi hefur borist innviðanefnd frá formanni Hestamannafélagsins Brimfaxa. Félagið vill koma því á framfæri að 80% reiðvega í nágrenni íþróttasvæðis Brimfaxa séu farnir undir hraun og varnargarða. Beiðni er um að félagið fái að koma að borðinu þegar endurskoðun á skipulagningu stígakerfis fer af stað.
Tölvupóstur dags. 18.11.2024 lagður fram.
Innviðanefnd þakkar fyrir ábendinguna og vísar henni til endurskoðunar aðalskipulags.
**3. Mat á vernd húsa - 2412018**
Lagt fram vinnuskjal um mannvirki sem óskað hefur verið eftir niðurrifsheimild fyrir. Óskað er eftir afstöðu innviðanefndar til áforma um niðurrif eftirfarandi húsa: Lóuhlíð 1-3, Staðarsund 3, Austurvegur 5 - viðbygging Víðihlíð, Stamphólsvegur 2 og Melhólabraut 4.
Innviðanefnd samþykkir niðurrif á öllum eignum nema Stamphólsvegi 2.
Erindi vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
**4. Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2412019**
Lögð eru fram drög að verkefnislýsingu. Skipulagsfulltrúi gerir nánari grein fyrir málinu á fundinum.
Máli vísaði til bæjarstjórnar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
**5. Ferskvatnsmöguleikar og vatnsból í Grindavík - ÍSOR 2010 - 2310130**
Minnisblað ISOR um borun neysluvatsnholu fyrir Grindavíkurbæ, dags. 10.12.2024 lagt fram. Veitustjóri gerir nánari grein fyrir málinu á fundinum.
Innviðanefnd telur mikilvægt að ráðist verði í verkefnið sem fyrst í samstarfi við Grindavíkurnefnd, til að auka neysluvatnsöryggi.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
**6. Sjóvarnir við Grindavík vegna jarðsigs - 2401086**
Staða sjóvarnarverkefna kynnt. Hafnarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Málið lagt fram og gert grein fyrir stöðu mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.
Bæjarráð / 14. janúar 2025
[Fundur 1674](/v/27468)
Bæjarráð / 7. janúar 2025
[Fundur 1673](/v/27462)
Bæjarstjórn / 17. desember 2024
[Fundur 580](/v/27450)
Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024
[Fundur 579](/v/27421)
Bæjarráð / 12. nóvember 2024
[Fundur 1670, bæjarráð](/v/27416)
Innviðanefnd / 18. nóvember 2024
[Fundur 2, Innviðanefnd](/v/27415)
Bæjarráð / 5. nóvember 2024
[Fundur 1669](/v/27404)
Bæjarstjórn / 29. október 2024
[Fundur 578](/v/27387)
Bæjarráð / 22. október 2024
[Fundur 1668](/v/27374)
Bæjarráð / 8. október 2024
[Fundur 1667](/v/27370)
Bæjarráð / 17. september 2024
[Fundur 1666](/v/27369)
Bæjarstjórn / 24. september 2024
[Fundur 577](/v/27354)
Bæjarráð / 10. september 2024
[Fundur 1665](/v/27342)
Bæjarráð / 3. september 2024
[Fundur 1664](/v/27335)