Grindavíkurbær
Afgreiðslunefnd byggingamála - Fundur 84
**84. fundur Afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, miðvikudaginn 20. nóvember 2024 og hófst hann kl. 14:30.**
Fundinn sátu:
Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs, Bjarni Rúnar Einarsson, byggingarfulltrúi, Sigurður A Kristmundsson, sviðsstjóri, Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
**1. Norðurljósavegur 9a - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2411028**
Fyrir hönd Eldvarpa ehf. sækir Sigríður S. Sigþórsdóttir um byggingarleyfi fyrir nýju móttökuhúsi á L222979 Norðurljósavegi 9a í umgangsflokki 3. skv. uppdráttum frá Basalt arkitektum dags. 01.11.2024. Tekið er fram í umsókn að þessi framkvæmd sé unnin í nánu samstarfi við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og eftirlitsaðila vegna aðstæðna sem skapast hafa við eldgos undanfarna mánuði.
Byggingaráform samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. reglugerðarinnar hafa verið uppfyllt.
**2. Lóuhlíð 1-3 - Umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif) - 2409008**
Fjarðarsteinn ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir niðurrifi á Lóuhlíð 1-3.
Byggingaráform um niðurrif samþykkt. Að höfðu samráði við slökkviliðsstjóra er ekki fallist á áform um íkveikju til brunaæfingar.
Fara þarf í öllu eftir ákvæðum um niðurrif úr lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
**3. Lóuhlíð 1-3 - Umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif) - 2409007**
Fjarðarsteinn ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir niðurrifi á Lóuhlíð 1-3.
Byggingaráform samþykkt. Að höfðu samráði við slökkviliðsstjóra er ekki fallist á áform um íkveikju.
Fara þarf í öllu eftir ákvæðum um niðurrif úr lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
**4. Staðarsund 3 - Umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif) - 2408043**
Fyrir hönd eigenda sækir Þórunn Björg Ásmundardóttir um byggingarleyfi fyrir niðurrifi á Staðarsundi 3.
Byggingaráform um niðurrif samþykkt.
Fara þarf í öllu eftir ákvæðum um niðurrif úr lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
**5. Þórkatla - Fyrirspurn um niðurrif Vesturgata 3 - 2411024**
Þórkatla óskar eftir því við Grindavíkurbæ að bílskúr á Vesturgötu 3 verði afskráður.
Málið var áður tekið fyrir í bæjarráði með svohljóðandi bókun: "Byggingarfulltrúi þarf að framkvæma lokaúttekt á niðurrifi mannvirkis áður en hægt sé að fjarlægja mannvirkið úr fasteignaskrá. Ekki er hægt að fjarlægja mannvirki úr fasteignaskrá ef það er enn til staðar".
Forsvarsmenn Þórkötlu hafa verið upplýstir um bókun bæjarráðs á teamsfundi 19.11.2024.
Beiðni um afskráningu er hafnað. Sækja þarf um byggleyfi fyrir niðurrifi ef þess er óskað.
**6. Skil á lóð - Fálkahlíð 13-17 - 2411005**
Fyrir hönd Tilbreytingar ehf. sækir Aron Stefán Ólafsson um skil á lóðunum Fálkahlíð 13-17.
Afgreiðslunefnd samþykkir umsókn um skil á lóðum.
Gerð er krafa um að eigandi fjarlægi alla lausafjármuni og hreinsi rusl af lóðinni áður enn Grindavíkurbær tekur við lóðinni.
Ef leyfi til að fara inn á lóð fæst ekki hjá öryggisstjóra vegna hættu þarf að gera samning við byggingarfulltrúa um að það verði gert seinna.
**7. Skil á lóð - Efrahóp 23, Efrahóp 25 og Efrahóp 27 - 2411037**
Fyrir hönd Premium Properties ehf. sækir Sverrir Sigurjónsson um að skila lóðunum Efrahóp 23, Efrahóp 25 og Efrahóp 27.
Afgreiðslunefnd samþykkir umsókn um skil á lóðinni Efrahóp 27.
Gerð er krafa um að eigandi fjarlægi alla lausafjármuni og hreinsi rusl af lóðinni áður enn Grindavíkurbær tekur við lóðinni.
Ef leyfi til að fara inn á lóð fæst ekki hjá öryggisstjóra vegna hættu þarf að gera samning við byggingarfulltrúa um að það verði gert seinna.
**8. Staður laxeldisstöð - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2310098**
Fyrir hönd Samherja fiskeldi ehf, sækir Ingiþór Björnsson um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu (fóðurstöð) við fiskeldisstöðina á Stað samkvæmt teikningum frá Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 20.10.2022.
Byggingaráform samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
**9. Verklag fyrir niðurrif húsa eftir jarðhræringa - 2410017**
Verklag til niðurrifs lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.
Elísabet Bjarnadóttir Bjarni Rúnar Einarsson
Sigurður A Kristmundsson Guðjón Bragason
Bæjarráð / 14. janúar 2025
[Fundur 1674](/v/27468)
Bæjarráð / 7. janúar 2025
[Fundur 1673](/v/27462)
Bæjarstjórn / 17. desember 2024
[Fundur 580](/v/27450)
Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024
[Fundur 579](/v/27421)
Bæjarráð / 12. nóvember 2024
[Fundur 1670, bæjarráð](/v/27416)
Innviðanefnd / 18. nóvember 2024
[Fundur 2, Innviðanefnd](/v/27415)
Bæjarráð / 5. nóvember 2024
[Fundur 1669](/v/27404)
Bæjarstjórn / 29. október 2024
[Fundur 578](/v/27387)
Bæjarráð / 22. október 2024
[Fundur 1668](/v/27374)
Bæjarráð / 8. október 2024
[Fundur 1667](/v/27370)
Bæjarráð / 17. september 2024
[Fundur 1666](/v/27369)
Bæjarstjórn / 24. september 2024
[Fundur 577](/v/27354)
Bæjarráð / 10. september 2024
[Fundur 1665](/v/27342)
Bæjarráð / 3. september 2024
[Fundur 1664](/v/27335)