Grindavíkurbær
Afgreiðslunefnd byggingamála - Fundur 73
**73. fundur Afgreiðslunefndar byggingarmála haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, fimmtudaginn 8. júní 2023 og hófst hann kl. 14:15.**
Fundinn sátu:
Íris Gunnarsdóttir,
Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi,
Elísabet Bjarnadóttir, starfsmaður tæknisviðs.
Einnig sátu fundinn:
.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi.
Dagskrá:
**1. Hafnargata 26 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2212014**
Eldhamar sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á Hafnargötu 26. Sótt er um að byggja við eldra hús til austurs, einnig 2 hæðir, þar sem hótelið er stækkað og bætt við 12 hótelherbergjum ásamt rýmum sem tengjast þeirri starfsemi. Nýbygging er byggð upp á sama hátt og eldra hús þar sem 1. hæð er steypt og 2. hæð er léttbyggt timburhús. Stærð nýbyggingar samkvæmt umsókn er 898,2 fermetrar. Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag. Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022. Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
**2. Sjónarhóll 129156 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2303077**
Stakkavík ehf. sækir um að byggingarleyfi fyrir 48fm gestahúsi við lóðina sjónarhól 129156, sjá teikningar frá Teikning.is dagsettar 28.03.2023. Nú er þegar alifuglahús af svipaðri stærð á lóðinni sem verður rifið og gestahúsið byggt þess í stað.
Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt af skipulagsnefnd án athugasemda og vísar málinu áfram til byggingarfulltrúa.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
**3. Hópsheiði 12 - Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 1, - 2305115**
Jóhann Þór Ólafsson sækir um byggingarheimild vegna stækkunar hesthúss að Hópsheiði 12 skv. aðaluppdráttum frá þorgeiri Jónssyni dagsettir 17.05.2023.
Samkvæmt teikningum er húsið á tveim hæðum en deiliskipulag svæðisins heimilar einungis hús á einni hæð.
Umsókn því hafnað.
**4. Hópsheiði 8 - Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 1, - 2305114**
Magnús Kristján Guðjónsson sækir um byggingarheimild vegna stækkunar hesthúss að Hópsheiði 8 skv. aðaluppdráttum frá þorgeiri Jónssyni dagsettir 17.05.2023
Samkvæmt teikningum er húsið á tveim hæðum en deiliskipulag svæðisins heimilar einungis hús á einni hæð.
Umsókn því hafnað.
**5. Hópsheiði 10 - Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 1, - 2305113**
Kári Guðmundsson sækir um byggingarheimild vegna stækkunar hesthúss að Hópsheiði 10 skv. aðaluppdráttum frá þorgeiri Jónssyni dagsettir 17.05.2023
Samkvæmt teikningum er húsið á tveim hæðum en deiliskipulag svæðisins heimilar einungis hús á einni hæð.
Umsókn því hafnað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.
Bæjarráð / 14. janúar 2025
[Fundur 1674](/v/27468)
Bæjarráð / 7. janúar 2025
[Fundur 1673](/v/27462)
Bæjarstjórn / 17. desember 2024
[Fundur 580](/v/27450)
Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024
[Fundur 579](/v/27421)
Bæjarráð / 12. nóvember 2024
[Fundur 1670, bæjarráð](/v/27416)
Innviðanefnd / 18. nóvember 2024
[Fundur 2, Innviðanefnd](/v/27415)
Bæjarráð / 5. nóvember 2024
[Fundur 1669](/v/27404)
Bæjarstjórn / 29. október 2024
[Fundur 578](/v/27387)
Bæjarráð / 22. október 2024
[Fundur 1668](/v/27374)
Bæjarráð / 8. október 2024
[Fundur 1667](/v/27370)
Bæjarráð / 17. september 2024
[Fundur 1666](/v/27369)
Bæjarstjórn / 24. september 2024
[Fundur 577](/v/27354)
Bæjarráð / 10. september 2024
[Fundur 1665](/v/27342)
Bæjarráð / 3. september 2024
[Fundur 1664](/v/27335)