Garðabær
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 2
|
|
|
|**1. 2410477 - Hliðsvegur 1 - Umsókn um byggingarleyfi - mhl.02**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á utanhússklæðningu.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemdir við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**2. 2410476 - Hliðsvegur 1 - Umsókn um byggingarleyfi - mhl.05**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki á matshluta 05.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemdir við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**3. 2409043 - Búðarflöt 1 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram byggingarleyfisumsókn að lokinni grenndarkynningu. Staðfesting um samskipti lóðarhafa við Veitur hefur borist og er því samráð þar á milli til staðar.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**4. 2411451 - Gásamýri 17-27 Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa og umsögn deiliskipulagshöfundar. Leitað er álits vegna hugsanlegra breytinga á hæðarkótum raðhúsanna og bent á nokkur atriði sem betur mætti fara.
|
Skipulagsstjóri leggur áherslu á að breytingar á hæðarkóta hafi ekki áhrif á hámarkshæð húsanna yfir sjávarmáli en þau miðast við uppgefna hæðarkóta á hæðarblaði og leyfilega hámarkshæð yfir þeim. Einnig er mikilvægt að skil milli einkalóða og opinna svæða séu dregin fram með skýrum hætti með mismunandi hæðarlegu. Ekki er gerð athugasemd við það ef raðhús séu án stöllunnar í sömu lengju.
Skipulagsstjóri vísar að öðru leyti til svara deiliskipulagshöfundar.
|
|
|
|
|
|**5. 2412097 - Vesturtún 52 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi.
|
Umsóknin felur í sér stækkun á bílskúr.
Viðbygging er innan byggingarreit og er stækkunin innan marka nýtingarhlutfalls.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**6. 2501287 - Garðprýði 2 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Garðpýðis 2 um að fella út línu í byggingarreit sem tekur til hraunmyndana sem ber að vernda.
|
Eftir vettvangsskoðun er ekki að sjá að á lóðinni séu hraunmyndanir sem ber að vernda.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað varðar skilgreiningu deiliskipulags um að tekið sé tillit til hraunmyndana. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**7. 2411448 - Kjarrprýði 2 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**8. 2501206 - Lyngás 20 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir (reyndarteikningar) fyrir Lyngás 20. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**9. 2501103 - Heiðarlundur 8 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti enda eru þeir í samræmi við grenndarkynnta deiliskipulagsbreytingu.
|
|
|
|
|
|**10. 2411423 - Útholt 8 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**11. 2306463 - Vetrarmýri - Deiliskipulagsbreyting**
|Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu Vetrarmýri - Miðsvæði sem tekur á spennustöð við Vetrarbraut 9. Tillagan felur í sér að byggingarreitur undir spennuvirki er færður til og með því eru gerðar umbætur á sjónlínum hjólandi og gangandi vegfarenda.
|
Skipulagsstjóri samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar - Miðsvæði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í samræmi 2. ml. 3. mgr. 44. gr. sömu laga er grenndarkynning felld niður þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|
|
|
|**12. 2501205 - Víkurgata 2 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi. Sótt er um að loka bílakjallara með fellihurð og gönguhurð ásamt að loka ljósopi í þaki bílakjallara. Einnig er óskað eftir að aðlaga burðarsúlu í bílakjallar, sjá minnisblað frá verfræðistofunni Vík.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við umsóknina.
|
|
|
|
|
|**13. 2409318 - Skerpluholt 13 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**14. 2409059 - Reiðstígur í Vífilsstaðahlíð - Dsk.br.**
|Lögð fram umsókn umhverfissviðs um framkvæmdaleyfi fyrir gerð á nýjum reiðstíg á milli hesthúsahverfa í Garðabæ og Hafnarfirði. Um 2,5 km langan stíg er að ræða.
|
Nýr reiðstígur liggur frá Grunnuvatnaskarði um Ljóskollulág og niður Vífilsstaðahlíð og tengist þar reiðstíg í Urriðakotshrauni. Með honum fæst tenging yfir í Hafnarfjörð um núverandi reiðgötur við Smyrlabúð.
Reiðstígurinn er liður í uppbyggingu á stígakerfi í upplandi Garðabæjar. Nýr stígur kemur í staðin fyrir reiðstíginn sem nú liggur með fram Flóttamannavegi frá Smalaholti að bæjarmörkum við Hafnarfjörð, en eldri stígur verður af öryggisástæðum aflagður og nýja tengingin kemur í hans stað.
Á kafla fer stígurinn í gegnum friðland Vífilsstaðavatns en liggur þá að mestu um lúpínubreiðu eða mel. Framkvæmdir eru gerðar í samráði við Náttúruverndarstofnun.
Skipulagsstjóri samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir gerð reiðstígsins í samræmi við framlögð gögn í samræmi við 13.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**15. 2112212 - Grímsgata 8 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppfærðir lóðaruppdrættir fyrir Grímsgötu 8, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**16. 2402325 - Hönnun - Útboð - 3 stígar Hjóla og göngustígur á milli hfj og kóp**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Arnarness sem gerir ráð fyrir áningastað við Þorgarðsdys neðst í Súlunesi.
|
Skipulagsstjóri metur breytinguna sem óverulega í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Súluness, 24, 25,26,27,29,31 og 33.
Leita skal umsagnar Minjastofnunar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|