Reykjavíkurborg
Forsætisnefnd - Fundur nr. 350
==
==
[Forsætisnefnd - Fundur nr. 350
](/fundargerdir/forsaetisnefnd-fundur-nr-350)
**Forsætisnefnd**
Ár 2025, föstudaginn 3. janúar, var haldinn 351. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 10:10. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnea Gná Jónhannsdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Sabine Leskopf. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. janúar 2025.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölbreyttara rekstrarform leikskóla og daggæslu í Reykjavík
b) Umræða um skaðsemi þess að stórfyrirtæki reki leikskóla (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)
c) Tillaga borgarfulltrúa Flokks Fólksins stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli Álfabakka 2a
d) Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um samnýtingu sundkorta
e) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stjórnsýsluúttekt á Álfabakkamálinu MSS25010046
**Fundi slitið kl 10:25**
Magnea Gná Jóhannsdóttir Sabine Leskopf
Marta Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Forsætisnefnd 3.1.2025 - Prentvæn útgáfa**