Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 4. (2152)
|28.01.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2411490 - Eskiás 10 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Framkvæmdafélaginu Eskiás hf., kt. 5012861419, leyfi til að byggja fjölbýlishús á 2-3 hæðum með 27 íbúðum að Eskiási 10.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2403271 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030, breyting á rammahluta Vífilsstaðalands. Tilfærslur á íbúðafjölda.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030. Tillagan nær til rammahluta aðalskipulags í Vífilsstaðalandi. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta sem breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2302193 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Ásahverfi, farsímasamband.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda að lokinni auglýsingu ásamt þeirri athugasemd og umsögnum sem borist hafa. Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu farsímamasturs við göngubrú yfir Hafnarfjarðarveg. Engar athugasemdir bárust.
|
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta sem breytingu deiliskipulags Ása og Grunda í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2109102 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns vegna lóðarinnar við Suðurhraun 2a.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Molduhrauns sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits lóðarinnar Suðurhrauns 2a.
|
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Molduhrauns og vísaði henni til grenndarkynningar.
Grenndarkynna skal eigendum Miðhrauns 16, 18 og 20 og Suðurhrauns 1, 4 og 6.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2406282 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður - raðhús - fjölbýlishús. íbúðareiningar**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúðareininga í raðhúsum og fjölbýlishúsum að lokinni auglýsingu ásamt þeirri athugasemd og umsögnum sem borist hafa.
|
Skipulagsnefnd áréttaði að útmörk byggingarreits raðhúslengjunnar Stekkholt 55-61 (fyrir breytingu Stekkholt 45-49) til norðurs sé þau sömu fyrir og eftir breytingu þannig að skuggavarp af byggingunni breytist ekki þó svo að íbúðareiningum sé fjölgað um eina.
Í athugasemd frá Eflu var bent á að æskilegt væri að breyta hæðarkótum á fjölbýlishúsum við sunnanverða Vorbraut til aðlögunar vegna útfærslu á bílakjöllurum. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við að skipulagsstjóri samþykki breytingar á hæðarkótum á meðan að hámarkshæð húsanna (mys) samkvæmt skipulagi sé óbreytt.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta sem breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2501011 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Garðahrauns vegna skiptingu lóðarinnar við Garðprýði 1, Hraungarðar.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem gerir ráð fyrir því að lóðin Garðprýði 1 (Hraungarðar) skiptist í tvær lóðir. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit nær nústandandi byggingu en fyrri tillaga gerði, auk þess sem hann stendur neðar í landi. Byggingarreitur sem nú er á stórum hluta lóðarinnar minnkar og takmarkast við núverandi hús og staðsetningu nýrrar byggingar samkvæmt tillögunni. Aðkoma að nýrri byggingu er innan lóðar Garðprýði 1. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Senda skal dreifibréf í aðliggjandi hús þar sem athygli skal vakin á auglýsingunni.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2403204 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðumýrar, Hestamýri 1-3.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Breiðumýrar sem gerir ráð fyrir aukningu á hámarksbyggingarmagni ásamt þeim umsögnum sem borist hafa. Engar athugasemdir bárust og umsagnir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni.
|
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi Breiðumýrar.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2501296 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Kumlamýrar vegna lóðarinnar við Kumlamýri 25-27.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi fyrirspurn um breytingu á parhúsalóðinni Kumlamýri 25-27 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Í breytingunni felst að byggingarreitum parhússins er "speglað".
|
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Kumlamýrar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og vísaði henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum parhúslóðanna Kumlamýri 17-19, 21-23 og 29-31.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2501463 - Skipulagsmál - yfirlit**
|Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri, gerði grein fyrir stöðu helstu skipulagsmála sveitarfélagsins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2501455 - Bréf Garðasóknar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2025, dags. 22. janúar 2025.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Garðasókn styrk að fjárhæð kr. 1.168.460 til greiðslu fasteignagjalda árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2501413 - Bréf Golfklúbbsins Setbergs um niðurfellingu fasteignagjalda 2025, dags. 21. janúar 2025.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbnum Setbergi styrk að fjárhæð kr. 608.202 til greiðslu fasteignagjalda árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2501391 - Bréf UMF Stjörnunnar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2025, dags. 20. janúar 2025.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Ungmennafélaginu Stjörnunni styrk að fjárhæð kr. 2.368.620 til greiðslu fasteignagjalda árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2501367 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir kaffihús á Garðatorgi 1.**
|Lögð fram umsókn Dúttls ehf. um veitingaleyfi í flokki II - Kaffihús - að Garðatorgi 1.
|
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar á umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2412004 - Verkfall KÍ**
|Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðunni vegna yfirvofandi verkfalla KÍ, m.a. undirbúning sveitarfélagsins varðandi undanþágubeiðnir, komi til verkfalla.
|
Fyrir liggur að Félag grunnskólakennara (FG), Skólastjórafélag Íslands (SÍ) og Félag leikskólakennara (FL) hafa boðað tímabundin og ótímabundin verkföll meðal félagsmanna sinna í nokkrum sveitarfélögum frá og með 1. febrúar nk. Eins og sakir standa er verfallsaðgerðum beint að tilteknum skólum/sveitarfélögum.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|