Reykjavíkurborg
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 55
==
==
[Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 55
](/fundargerdir/ibuarad-haaleitis-og-bustadahverfis-fundur-nr-55)
**Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis**
Ár 2025, fimmtudaginn, XX. mánuður, var haldinn XX. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. XX:XX. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: XXXX. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: XXXX. Fundinn sat einnig XXXX sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á starfsemi Álftamýrarskóla. MSS25010141
Hanna Guðbjörg Birgisdóttir og Guðni Kjartansson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 16.46 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
Lögð fram svohljóðandi tillögu íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um skoðun á breytingu strætóleiða:
Lagt er til að Íbúaráð Háaleitis og Bústaðahverfis samþykki að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að skoða möguleika á breytingum á leiðarkerfi Strætó innan hverfisins á þann veg að frá austasta hluta Bústaðavegar og að Mjódd muni vagnar Strætó bs. aka um Stjörnugróf og Stekkjarbakka í stað Reykjanesbrautar. MSS25010142
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Fylgigögn
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - rammahluti, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn ráðsins hið fyrsta.
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 17. desember 2024 um stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132
Fylgigögn
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis – vor 2025. MSS22080127
Samþykkt með þeirri breytingu að ráðið fundar 23. júní í stað 24. júní.
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
**Fundi slitið kl. 18.31**
Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson
Friðjón R. Friðjónsson Sigurður Lúðvík Stefánsson
Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis 28. janúar 2025**