Fjarðabyggð
Hafnarstjórn - 321
**1. 2206100 - Öryggismál hafna**
|Farið yfir stöðu mála í endurbótum öryggismála á Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn þakkar yfirferðina og felur verkefnastjóra hafna að halda áfram með vinnuna. Hafnarstjórn er þakklát fyrir aðkomu Öryggistjórnunar að öryggisátaki hafnarinnar. Það er mikilvægt að huga vel að starfsfólki og vinnuumhverfi þess og einn mikilvægur þáttur í því er öryggismeðvitund allra. Þess vegna er lagt upp með gott samstarf við aðra hagaðila eins og einkafyrirtæki og stofnanir sem nýta sér hafnaraðstöðu okkar og þá þjónustu sem starfsfólk okkar veitir. Hafnarstjórn er afar þakklát fyrir jákvæð viðbrögð þessara hagaðila og vilja þeirra til að gera betur. Næstu misseri munum við í sameiningu vinna að bættu vinnuumhverfi og öryggi á athafnasvæðum Fjarðabyggðarhafna.|
**2. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun**
|Farið yfir stöðu framkvæmda við nýja Frystihússbryggju á Eskifirði. Hafnarstjórn þakkar fyrir það mikla verk sem nú þegar er búið við þessa framkvæmd. Nú hefst næsti fasi verkefnisins, ganga betur frá lóðinni í kringum bryggjuna, leggja nýjan aðkeyrsluveg að höfninni og reisa rafmagns- og vatnshús. Hafnarstjórn hvetur starfsfólk og verktaka til dáða og vonast eftir góðum gangi við verkefnið.|
**3. 2501026 - Viðgerð stálþils Bræðslubryggju Eskifirði (norðurkantur)**
|Farið yfir stöðuna varðandi viðgerð á stálþili norðurkants Bræðslubryggjunnar á Eskifirði. Hafnarstjórn þakkar fyrir greinagóða samantekt á gangi mála. Viðgerð gengur vel en varð meiri en vonast var eftir. Verkefnið gefur reynslu sem hægt er að nýta í framhaldsviðgerðir og áætlanir við þær. Hafnarsjóður mun nýta þessi gögn fyrir frekari viðhaldsvinnu og biður verkefnastjóra hafna að leggja fyrir næsta fund uppfærða verkefnaáætlun fyrir árið.|
**4. 2501155 - Landmótun og landfylling á Mjóeyrarhöfn**
|Farið yfir stöðu og áætlun landmótunar og landfyllingar á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn þakkar kynninguna og biður verkefnastjóra hafna um að fylgja málinu eftir.|
**5. 2501146 - Vöktun í Fjarðabyggðarhöfnum**
|Farið yfir málin varðandi hafnarvernd í Fjarðabyggðarhöfnum og fyrirliggjandi breytingar í vöktun erlendra farmskipa sem til hafnar koma. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að skoða alla möguleika við mönnun þessa verkefnis. Þar til varanleg lausn verður fundin er verkefnastjóra falið að leysa málið til bráðabrigða.|
**6. 2411126 - Ósk um aðgang að eftirlitskerfum við Fjarðabyggðarhafnir**
|Á 320.fundi hafnarstjórnar var lögð fram ítrekuð ósk Tollgæslunnar um aðgang að eftirlitsmyndavélum hafna Fjarðabyggðar ásamt uppfærðu lögfræðiáliti vegna beiðnarinnar. Í bókun var hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna var falið að afla meiri gagna og vinna málið áfram. Farið yfir stöðu málsins. Hafnarstjórn þakkar kynninguna og felur verkefnastjóra að vinna málið áfram.|
**7. 2501140 - Sjávarútvegssýningin 2025**
|Sjávarútvegssýningin 2025 verður haldin í Laugardalshöll 10.-12. september næstkomandi. Hafnarsjóður þakkar kynninguna og felur verkefnastjóra hafna að vinna náið með upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar að þátttöku Fjarðabyggðahafna að sýningunni og leggja fullmótaðar hugmyndir fyrir hafnarsjóð þegar þær eru klárar.|
**8. 2501139 - Brotinn bryggjustaur**
|Lagt fram erindi frá Siglingaklúbbi Austurlands vegna endurnýjunar bryggjustaura við aðstöðu klúbbsins á Eskifirði. Hafnarsjóður þakkar innsent erindi og felur verkefnastjóra hafna að ræða við forsvarsmenn klúbbsins.|
**9. 2412105 - Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2024**
|Lögð fram til kynningar tilkynning frá Fiskistofu um greiðslu sérstaks strandveiðigjalds til hafna.|
**10. 2501133 - Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju**
|Lögð fram til kynningar umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju Eskju.|