Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 5. (2153)
|04.02.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2410151 - Húsnæðisáætlun HMS 2025 - kynning**
|Hrönn Hafliðadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála á umhverfissviði og Snædís Björnsdóttir, lögfræðingur á velferðarsviði mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir húsnæðisáætlun Garðabæjar til 10 ára í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlun sveitarfélaga nr. 1248/2018, sbr. breyting samkvæmt reglugerð nr. 1597/2022 og lögum um húsnæðismál nr. 44/1998.
|
Áætlunin byggir á almennum upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og upplýsingum frá Garðabæ sem færðar hafa verið í starfrænt áætlunarkerfi HMS.
Gerð hefur verið greining um þörf fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu með tilliti til mismun-andi búsetuforma. Við greininguna skal m.a. skoða framboð og eftirspurn eftir mismunandi bú-setuformum og hvort jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði. Þá skal meta þörf fyrir húsnæði til að mæta þörfum einstakra hópa s.s. fatlaðs fólks, eldri borgara, tekju- og eignaminni og náms-manna, auk húsnæðisþarfar á almennum markaði.
Bæjarráð vísar húsnæðisáætlun Garðabæjar 2025 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 1808087 - Miðgarður - samkomulag um úrlausn.**
|Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði nánari grein fyrir drögum að samkomulagi við ÍAV um úrlausn ágreinings vegna verksamnings um Miðgarð.
|
Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að ÍAV greiði Garðabæ 27,5mkr. Samhliða greiðslu falli Garðabær frá kröfu sinni í verktryggingu VÍS.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samkomulag við ÍAV um úrlausn ágreinings vegan verksamnings við fjölnota íþróttamiðstöðina Miðgarð.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2501533 - Beiðni Sorpu bs. um afgreiðslu á endurfjármögnun láns, dags. 30. janúar 2025. **
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja beiðni stjórnar SORPU bs. um heimild til að endurfjármagna lán hjá Íslandsbanka nr. 505200687, frá 20. febrúar 2019, að fjárhæð kr. 666.666.670. Lánið gjaldfellur þann 5. júní 2025 og ber núverandi vaxtakjör upp á 10,75%. SORPA bs. hefur tryggt sér lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga (LSS) með eftirfarandi kjörum:
|
Vaxtakjör: 4,2% verðryggt.
Lánstími: 15 ár.
Heildarkostnaður: 872 milljónir króna að viðbættum verðbótum.
Árleg greiðslubyrði árið 2026: 72 milljónir króna að viðbættum verðbótum.
Lagt er til að lánið verði endurfjármagnað hjá LSS, sem býður mun hagstæðari vaxtakjör en núverandi lán hjá Íslandsbanka.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2501567 - Bréf styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2025, dags. 28. janúar 2025. **
|Bæjarráð samþykkir að veita Styrktar- og líknarsjóði Oddfellowa styrk að fjárhæð kr. 2.402.190 til greiðslu fasteignagjalda árið 2025.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|