Ísafjarðarbær
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd 18. fundur
= Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Uppbyggingarsamningar 2025 - 2024090090 ===
Lagðar fram umsóknir um uppbyggingarsamninga fyrir árið 2025 frá aðildarfélögum HSV ásamt umsögn frá stjórn HSV.
=== 2.Erindi frá stjórn knd. Vestra - 2025 - 2025010263 ===
Lagt fram erindi formanns knattspyrnudeildar Vestra, Svavari Þór Guðmundssyni, dags 23. janúar 2025 varðandi vallarsvæðið á Torfnesi.
Nefndin felur starfsmanni að afla frekari upplýsinga um framkvæmdaáætlun á vallarsvæðinu á Torfnesi hjá umhverfis- og eignasviði.
=== 3.Áskorun frá félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa - 2025010299 ===
Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) skorar á íþróttahreyfinguna á Íslandi ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum til þess að taka af alvöru umræðu um áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu.
Nefndin tekur undir áhyggjur Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi varðandi áfengisneyslu og sölu á íþróttaviðburðum.
=== 4.Frístundastyrkir - 2024110087 ===
Kynnt uppfærð drög að reglum um frístundastyrk í Ísafjarðarbæ.
Nefndin vísar reglunum áfram til bæjarstjórnar til samþykktar.
=== 5.Félagsstarf ungmenna 16-18 ára - 2025010208 ===
Lögð fram ályktun frá skólafundi nemenda og starfsfólks Menntaskólans á Ísafirði ásamt minnisblaði frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Nefndin þakkar fyrir ályktunina og felur starfsmanni að vinna málið áfram.
=== 6.Samningur Ísafjarðarbæjar og HSV 2024-2027 - 2024110099 ===
Lagt fram erindi HSV dagsett 24.janúar 2025 vegna beiðnar um endurskoðun samnings Ísafjarðarbæjar og HSV sem er í gildi til 2027.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að hefja endurskoðun á samningi Ísafjarðarbæjar og HSV. Nefndin felur starfsmönnum að kalla eftir afstöðu aðildarfélaga HSV um núgildandi samning.
Fundi slitið - kl. 09:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði uppbyggingarsamningar við eftirfarandi félög. Heildarupphæð úthlutunar er 15.000.000.
Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:
Golfklúbburinn Gláma: Upphæð 895.748 kr. Bætt aðstaða, smíð á palli um húsið.
Skotíþróttafélag Ísafjarðar: Upphæð 5.329.252kr. Skipta út ljósum, mála veggi og gólf með epoxy og endurnýja varmadælu.
Skíðafélag Ísfirðinga- Alpagreinar: Upphæð 1.500.000 kr. Aðstaða við Miðfellslyftu, innréttingar í nýja aðstöðu félagsins
Skíðafélag Ísfirðinga - skíðaganga: Upphæð 1.200.000 kr. Kaup á tromlu og spora fyrir snjósleða.
Knattspyrnudeild Vestra: Upphæð 2.575.000 kr. Fyrsti hluti sjoppubyggingar á stúku við Torfnes.
Golfklúbbur Ísafjarðar: Upphæð 3.500.000 kr. Lagfæra og bæta við stíga.