Reykjavíkurborg
Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 56
==
==
[Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 56
](/fundargerdir/ibuarad-grafarvogs-fundur-nr-56)
**Íbúaráð Grafarvogs**
Ár 2025, mánudagurinn, 3. febrúar, var haldinn 56. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir og Tómas Örn Guðlaugsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Grafarvogs tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Rakel Glytta Brandt. Fundinn sátu einnig Ragnar Harðarson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í Grafarvogi í íbúaráð Grafarvogs. Dagný Edda Þórisdóttir tekur sæti varafulltrúa í íbúaráði Grafarvogs. MSS22080029
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. janúar 2025 um auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göturými á Ártúnshöfða 2. USK24120106
Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Atli Björn Levy, Þórður Már Sigfússon, Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir og Ólöf Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Þorkell Heiðarsson, Lina Marcela Giraldo, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Björn Guðbrandsson taka sæti á fundinum með rafrænum hætti undir þessum lið.
Kl. 16.35 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
Fylgigögn
Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs, dags. 24. janúar 2025, um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
Fram fer umræða um Sundabraut. USK23090007
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi tillögu:
Íbúaráð Grafarvogs óskar eftir því við umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur að gripið verði til aðgerða í því skyni að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð við gatnamót Hallsvegar og Strandvegar. Skoðað verði hvort hringtorg á umræddum gatnamótum geti aukið umferðaröryggi og bætt umferðarflæði. MSS25020012
Frestað.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi tillögu:
Íbúaráð Grafarvogs mælist til þess við umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur að gripið verði til aðgerða í því skyni að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð við gatnamót Strandvegar, Gufunesvegar og Rimaflatar. Skoðað verði hvort hringtorg á þessum gatnamótum geti aukið umferðaröryggi og bætt umferðarflæði. MSS25020013
Frestað.
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
**Fundi slitið kl. 18:14**
Fanný Gunnarsdóttir Rakel Glytta Brandt
Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson
Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs 3. febrúar 2025**