Reykjavíkurborg
Velferðarráð - Fundur nr. 496
==
==
[Velferðarráð - Fundur nr. 496
](/fundargerdir/velferdarrad-fundur-nr-496)
**Velferðarráð**
Ár 2025, föstudagur 31. janúar var haldinn 496. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 8:50 í samfélagshúsinu Bólstaðarhlíð 43. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Helga Þórðardóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og býður gesti velkomna.
Margrét Gauja Magnúsdóttir, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu, og Hlín Sæþórsdóttir, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu, kynna aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á meðal barna og gegn börnum. VEL24110083.
- kl. 8:59 tekur Unnur Þöll Benediktsdóttir sæti á fundinum.
- kl. 9:01 tekur Þorvaldur Daníelsson sæti á fundinum.
Drífa Jónasdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, kynnir skýrslu starfshóps um framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu við börn sem þolendur ofbeldis – börn eru ekki litlir fullorðnir. VEL25010013.
- kl. 9:07 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.
Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Austurmiðstöðvar, og Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brúarinnar, halda kynningu á niðurstöðum samnorrænu ráðstefnunnar Storbyens Hjerte og Smerte. VEL25010056.
Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, heldur kynningu á verkferlum Barnaverndar þegar upp koma ofbeldismál. VEL25010060.
Elí Hörpu- og Önundarson, uppeldis- og meðferðarráðgjafi, heldur kynningu á starfi unglingasmiðjanna Stígs og Traðar. VEL25010061.
- kl. 9:47 víkur Helga Þórðardóttir af fundinum.
Bjarni Þór Jónsson og Magnea Þórey Guðlaugsdóttir, fulltrúar í Reykjavíkurráði ungmenna og í ungmennaráði Árbæjar og Holta, halda kynningu á tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um aukið samstarf grunn- og framhaldsskóla vegna framhaldsskólakynninga. VEL25010062.
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum.
**Fundi slitið kl. 10:02**
Heiða Björg Hilmisdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Ásta Björg Björgvinsdóttir Þorvaldur Daníelsson
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð velferðarráðs frá 31. janúar 2025**