Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 2. (954)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**2. (954). fundur**
|
|
|06.02.2025 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins. Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði. Fundargerð bæjarstjórnar frá 16. janúar 2025 er lögð fram.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2501022F - Fundargerð bæjarráðs frá 21/1 ´25.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024 - kynningu. Lagði hann fram eftirfarandi bókun:
|
"Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Garðabær er líkt og oft áður í efsta sæti meðal sveitarfélaga með þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið samkvæmt niðurstöðu þjónustukönnunar Gallup meðal íbúa 20 stærstu sveitarfélaga landsins fyrir árið 2024 en könnunin var gerð á tímabilinu 22. nóvember 2024 til 6. janúar 2025.
Könnunin sýnir almennt ánægju íbúa með þá þjónustu sem Garðabær veitir og íbúar eru mjög ánægðir með Garðabæ sem sveitarfélag til að búa í. Ánægja íbúa eykst í nánast öllum málaflokkum frá könnuninni 2023. Líkt og undanfarin ár eru íbúar mjög ánægðir með þjónustu bæjarins við barnafjölskyldur. Garðabær er í efsta sæti meðal níu stærstu sveitarfélaga landsins varðandi þjónustu við grunnskóla og einnig er mikil ánægja með þjónustu leikskóla bæjarins og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Þá eykst ánægja með þjónustu við fatlað fólk og hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum. Fólk er mjög ánægt með gæði umhverfisins í nágrenni við heimili sitt og þjónustu í tengslum við sorphirðu.
Eins og ávallt áður teljum við, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, mikilvægt að niðurstöður þjónustukönnunar Gallup séu rýndar vandlega af stjórnendum og nefndum bæjarins með það að markmiði að bæta þjónustu við íbúa Garðabæjar á sem skilvirkastan og hagkvæmastan hátt. Við fögnum góðri niðurstöðu könnunarinnar og munu hér eftir sem hingað til vinna að því að þjónustan við bæjarbúa eflist og ánægja íbúa aukist.
Við þökkum stjórnendum og starfsfólki bæjarins fyrir metnað í sínum störfum sem skilar sér í ánægju íbúa.“
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 1. tl. íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024 - kynningu og 4.tl. Arnarland - breytingu á sveitarfélagamörkum - viljayfirlýsingu.
Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 1.tl. íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024 - kynningu og færði sérstakar þakkir til skólafólks og skólastjórnenda í bænum, hvort tveggja á grunn- og leikskólastigi.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 1.tl. íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024 - kynningu og tók undir þakkir til starfsmanna bæjarins.
Björg Fenger ræddi 1.tl. íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024 - kynningu og 4.tl. Arnarland - breytingu á sveitarfélagamörkum - viljayfirlýsingu.
Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl. íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024 - kynningu.
Ingvar Arnarson ræddi 4.tl. Arnarland - breytingu á sveitarfélagamörkum - viljayfirlýsingu.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls að nýju og ræddi 1.tl. íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024 - kynningu.
Björg Fenger tók til máls að nýju og ræddi 4.tl. Arnarland - breytingu á sveitarfélagamörkum - viljayfirlýsingu.
Fundargerðin sem er 7.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|2501328 - Arnarland - breyting á sveitarfélagamörkum - viljayfirlýsing
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita, f.h. Garðabæjar, viljayfirlýsingu milli Garðabæjar og Kópavogs um endurskoðun á sveitarfélagamörkum á Arnarneshálsi og umferðabætandi aðgerðir.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2501034F - Fundargerð bæjarráðs frá 28/1 ´25.**
|Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 14. tl. verkfall KÍ og lagði fram eftirfarandi bókun:
|
"Kennarar á öllum skólastigum eru sérfræðingar í menntun og eru sem áhrifavaldar og uppfræðarar barna okkar og ungmenna burðarstólpi samfélagsins alls. Menntakerfið er grundvöllur velsældar og verðmætasköpunar á Íslandi og börn úr öllum samfélagshópum eiga skilið jöfn tækifæri til menntunar. Það gerist ekki nema vegna hæfra kennara sem geta mætt þörfum allra nemenda, hafa til þess starfsaðstæður og kjör. Það er því börnum, fjölskyldum, sveitarfélögum og samfélaginu öllu fyrir bestu að kjör kennara séu góð.
Garðabæjarlistinn styður kjarabaráttu kennara og lýsir yfir miklum vonbrigðum með að samningar hafi ekki náðst áður en verkföll skullu á að nýju. Það er okkur mikilvægt að sveitarfélögin standi við gefin loforð og jafni kjör kennara á við aðra sérfræðinga. Við óskum samninganefndum góðs gengis og vonum að samningar náist sem allra fyrst."
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 3.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Ásahverfi - farsímasamband.
Ingvar Arnarson ræddi 14.tl. verkfall KÍ.
Björg Fenger ræddi 14.tl. verkfall KÍ.
Gunnar Valur Gíslason ræddi 14.tl. verkfall KÍ.
Fundargerðin sem er 14. tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|2403271 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030, breyting á rammahluta Vífilsstaðalands. Tilfærslur á íbúðafjölda.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030. Tillagan nær til rammahluta aðalskipulags í Vífilsstaðalandi. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta sem breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|2302193 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Ásahverfi, farsímasamband.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda að lokinni auglýsingu ásamt þeirri athugasemd og umsögnum sem borist hafa. Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu farsímamasturs við göngubrú yfir Hafnarfjarðarveg. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta sem breytingu deiliskipulags Ása og Grunda í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|2109102 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns vegna lóðarinnar við Suðurhraun 2a.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Molduhrauns sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits lóðarinnar Suðurhrauns 2a. Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Molduhrauns og vísaði henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum Miðhrauns 16, 18 og 20 og Suðurhrauns 1, 4 og 6.
|
|
|
|
|
|2406282 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður - raðhús - fjölbýlishús. íbúðareiningar
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúðareininga í raðhúsum og fjölbýlishúsum að lokinni auglýsingu ásamt þeirri athugasemd og umsögnum sem borist hafa. Skipulagsnefnd áréttaði að útmörk byggingarreits raðhúslengjunnar Stekkholt 55-61 (fyrir breytingu Stekkholt 45-49) til norðurs sé þau sömu fyrir og eftir breytingu þannig að skuggavarp af byggingunni breytist ekki þó svo að íbúðareiningum sé fjölgað um eina. Í athugasemd frá Eflu var bent á að æskilegt væri að breyta hæðarkótum á fjölbýlishúsum við sunnanverða Vorbraut til aðlögunar vegna útfærslu á bílakjöllurum. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við að skipulagsstjóri samþykki breytingar á hæðarkótum á meðan að hámarkshæð húsanna (mys) samkvæmt skipulagi sé óbreytt. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta sem breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|2501011 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Garðahrauns vegna skiptingu lóðarinnar við Garðprýði 1, Hraungarðar.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem gerir ráð fyrir því að lóðin Garðprýði 1 (Hraungarðar) skiptist í tvær lóðir. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit nær nústandandi byggingu en fyrri tillaga gerði, auk þess sem hann stendur neðar í landi. Byggingarreitur sem nú er á stórum hluta lóðarinnar minnkar og takmarkast við núverandi hús og staðsetningu nýrrar byggingar samkvæmt tillögunni. Aðkoma að nýrri byggingu er innan lóðar Garðprýði 1. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Senda skal dreifibréf í aðliggjandi hús þar sem athygli skal vakin á auglýsingunni.
|
|
|
|
|
|2403204 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðumýrar, Hestamýri 1-3.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Breiðumýrar sem gerir ráð fyrir aukningu á hámarksbyggingarmagni ásamt þeim umsögnum sem borist hafa. Engar athugasemdir bárust og umsagnir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi Breiðumýrar.
|
|
|
|
|
|2501296 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Kumlamýrar vegna lóðarinnar við Kumlamýri 25-27.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 23. janúar 2025 varðandi fyrirspurn um breytingu á parhúsalóðinni Kumlamýri 25-27 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Í breytingunni felst að byggingarreitum parhússins er "speglað". Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Kumlamýrar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og vísaði henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum parhúslóðanna Kumlamýri 17-19, 21-23 og 29-31.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2501042F - Fundargerð bæjarráðs frá 4/2 ´25.**
|Björg Fenger ræddi 1.tl. húsnæðisáætlun HMS 2025 - kynningu og 2.tl. Miðgarð - samkomulag um úrlausn.
|
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 1.tl. húsnæðisáætlun HMS 2025 - kynningu.
Björg Fenger tók til máls að nýju og ræddi 1.tl. húsnæðisáætlun HMS 2025 - kynningu.
Gunnar Valur Gíslason ræddi 3.tl. beiðni Sorpu bs. um afgreiðslu á endurfjármögnun láns.
Fundargerðin sem er 4.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|2410151 - Húsnæðisáætlun HMS 2025 - kynning
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir uppfærslu húsnæðisáætlunar Garðabæjar til 10 ára í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlun sveitarfélaga nr. 1248/2018, sbr. breyting samkvæmt reglugerð nr. 1597/2022 og lög um húsnæðismál nr. 44/1998. Afgreiðslan er samþykkt með 9 atkvæðum (BF, SHJ, MB, HBE, GVG, GS, HRG, BDG og GK). Tveir sátu hjá (ÞÞ og IA)
|
|
|
|
|
|1808087 - Miðgarður - samkomulag um úrlausn.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir samkomulag við ÍAV um úrlausn ágreinings vegna verksamnings við fjölnota íþróttamiðstöðina Miðgarð.
|
|
|
|
|
|2501533 - Beiðni Sorpu bs. um afgreiðslu á endurfjármögnun láns, dags. 30. janúar 2025.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir beiðni stjórnar SORPU bs. um heimild til að endurfjármagna lán hjá Íslandsbanka nr. 505200687, frá 20. febrúar 2019, að fjárhæð kr. 666.666.670. Lánið gjaldfellur þann 5. júní 2025 og ber núverandi vaxtakjör upp á 10,75%. SORPA bs. hefur tryggt sér lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga (LSS) með eftirfarandi kjörum: Vaxtakjör: 4,2% verðtryggt. Lánstími: 15 ár. Heildarkostnaður: 872 milljónir króna að viðbættum verðbótum. Árleg greiðslubyrði árið 2026: 72 milljónir króna að viðbættum verðbótum. Lánið verði endurfjármagnað hjá LSS.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2501015F - Fundargerð leikskólanefndar frá 15/1 ´25.**
|Margrét Bjarnadóttir ræddi 1.tl. leikskóla - stöðu innritunar og 2.tl. leikskóla - niðurfellingu leikskólagjalda fjöldatölur.
|
Guðlaugur Kristmundsson færði þakkir til leikskólafólks á degi leikskólans og 3.tl. viðurkenningar í skólastarfi.
Margrét Bjarnadóttir tók til máls að nýju og ræddi 2.tl. leikskóla - niðurfellingu leikskólagjalda fjöldatölur.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2501028F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 23/1 ´25.**
|Guðfinnur Sigurvinsson ræddi 1.tl. safnanótt 2025, 4. tl. endurskoðun menningarstefnu Garðabæjar og 5.tl. viðburðayfirlit á göngugötunni Garðatorgi.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2501026F - Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 23/1 ´25. **
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2501027F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 23/1 ´25.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2501006F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 15/1 ´25.**
|Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 1.tl. innleiðingu farsældar í Garðabæ, 2.tl. Þróunarsjóð grunnskóla 2025, 3.tl. viðurkenningar í skóla- og frístundastarfi, 4.tl. tillögu Garðabæjarlistans um stofnun starfshóps vegna seinkunar á upphafi skóladags á unglingastigi, 6.tl. úthlutun úr Námsgagnasjóði 2024-2025 og 7.tl. verkfall KÍ og SÍ í Garðaskóla.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2501020F - Fundargerð ungmennaráðs frá 14/1 ´25.**
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl. endurskoðun á erindisbréfi ungmennaráðs Garðabæjar, 2.tl. yfirferð yfir starfsáætlun ársins og 3.tl. önnur mál. Hrannar Bragi hrósaði ungmennaráði fyrir hönd bæjarstjórnar fyrir vönduð vinnubrögð.
|
Harpa Rós Gísladóttir ræddi 3.tl. önnur mál.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi fundargerðina
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2501018F - Fundargerð velferðarráðs frá 17/1 ´25.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 2.tl. tölulegar upplýsingar í barnavernd og fjárhagsaðstoð, 3.tl. félagslegt leiguhúsnæði í Garðabæ - þróun, 5.tl. samning um samræmda móttöku flóttafólks og 6.tl. húsnæðisáætlun HMS - 2025.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 3.tl. félagslegt leiguhúsnæði í Garðabæ - þróun.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 3.tl. félagslegt leiguhúsnæði í Garðabæ - þróun.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls að nýju og ræddi 3.tl. félagslegt leiguhúsnæði í Garðabæ - þróun.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2501538 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27/1 ´25.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2501492 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 17/1 ´25.**
|Björg Fenger ræddi 4.tl. svæðisskipulagsnefnd, störf nefndarinnar.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2501149 - Fundargerð stjórnar SSH frá 20/1 ´25.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2501405 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 15/1 ´25. **
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. aðgerðaráætlun vegna lokun Dalvegar.
|
Björg Fenger ræddi 1.tl. aðgerðaráætlun vegna lokun Dalvegar.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2502040 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30/1 ´25.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2502064 - Tillaga Garðabæjarlistans um samkomulag við ríkið í húsnæðismálum**
|Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu Garðabæjarlistans um samkomulag við ríkið í húsnæðismálum:
|
"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að Garðabær geri samkomulag við ríkið á grundvelli rammasamnings ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2022-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum, sem Samband íslenskra sveitarfélaga skrifaði undir árið 2022. Þar er t.a.m. gert ráð fyrir því að 30% nýrra íbúða verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og að 5% nýrra íbúða verði félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélaga."
Björg Fenger tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Húsnæðisuppbygging í Garðabæ hefur verið mjög mikil undanfarin ár og hefur framboð af nýjum íbúðum og fjölgun íbúa verið einna mest hér í Garðabæ meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og verður svo áfram næstu árin.
Í skipulagsvinnu og við sölu íbúðarlóða höfum við, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, lagt áherslu á lóðarframboð fyrir allar tegundir íbúða og í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og næstu þrjú árin þar á eftir er m.a. gert ráð fyrir fjárveitingu til kaupa á félagslegu húsnæði, stofnframlögum fyrir leiguíbúðir ásamt fjármagni til uppbyggingar á nýju búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu hér eftir sem hingað til leggja áherslu á að í Garðabæ sé að finna fjölbreytt íbúðaform og vinna að uppbyggingu hagkvæmra íbúða, bæði hvað varðar leiguúrræði og séreign. Örfá sveitarfélög hafa gert samkomulag við ríkið á grundvelli rammasamnings ríkis og sveitarfélaga og telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki þörf á að Garðabær gerist aðili að því. Ljóst er að uppbygging í Garðabæ er langt umfram flest önnur sveitarfélög og framlag sveitarfélagsins til meira jafnvægis á húsnæðismarkaði því umtalsvert. Garðabær á að auki í góðu samstarfi við ríkið um ýmislegt sem tengist húsnæðisuppbyggingu og slíkt samstarf mun halda áfram óháð rammasamningi ríkis og sveitarfélaga."
Guðfinnur Sigurvinsson tók til máls.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls að nýju.
Guðfinnur Sigurvinsson tók til máls að nýju.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls.
Tillaga Garðabæjarlistans var felld með 2 atkvæðum (ÞÞ, IA) gegn 7 (BF, SHJ, MB, HBE, GVG, GS, HRG). Tveir sátu hjá (BDG, GK)
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)