Ísafjarðarbær

Umhverfis- og framkvæmdanefnd 153. fundur

05.02.2025 - Slóð - Skjáskot

    = Umhverfis- og framkvæmdanefnd =

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir Dagskrá === 1.Náttúrustofur - úttekt á starfsemi og tillögur að framtíðarfyrirkomulagi - 2024110126 === Lögð fram til kynningar úttekt á starfsemi Náttúrustofu og stöðumat frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. Lagt fram til kynningar. === 2.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - 2024020117 === Á 1307. fundi bæjarráðs, þann 16. desember 2024, var lögð fram til kynningar fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, en fundur var haldinn 12. desember 2024. Meðfylgjandi er áætlun um skiptingu kostnaðar sveitarfélaganna á Vestfjörðum fyrir árið 2025. Málinu var vísað til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd. Lagt fram til kynningar. === 3.Samráð um landsskýrslu um innleiðingu Árósarsamningsins - 2025010142 === Lagt fram til kynningar erindi frá Trausta Ágústi Hermannssyni f.h. Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins, dags. 23. desember 2024, þar sem umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið vill vekja athygli á því að unnið er að undirbúningi skýrslu Íslands um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi sem skilað verður á þessu ári. Ráðuneytið væntir þess að fljótlega verði birt í samráðsgátt drög að skýrslunni til kynningar og athugasemda, en auk þess mun ráðuneytið eiga sérstakt samráð við umhverfisverndarsamtök um efni hennar. Ráðuneytið hvetur alla þá sem áhuga hafa að koma með ábendingar eða tillögur varðandi væntanlega skýrslu. Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum til og með 31. janúar nk. á urn@urn.is auk þess sem unnt verður að gera athugasemdir við drög að skýrslunni þegar þau verða birt í samráðsgátt. Ráðuneytið væntir þess að fljótlega verði birt í samráðsgátt drög að skýrslunni til kynningar og athugasemda, en auk þess mun ráðuneytið eiga sérstakt samráð við umhverfisverndarsamtök um efni hennar. Ráðuneytið hvetur alla þá sem áhuga hafa að koma með ábendingar eða tillögur varðandi væntanlega skýrslu. Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum til og með 31. janúar nk. á urn@urn.is auk þess sem unnt verður að gera athugasemdir við drög að skýrslunni þegar þau verða birt í samráðsgátt. Lagt fram til kynningar. === 4.Gangstéttir 2025 - 2025010342 === Lögð fram greining á ástandi gangstétta í sveitarfélaginu. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir gangstéttaframkvæmdum á árinu. Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur þörf á uppbyggingu gangstétta í Tunguhverfi á Ísafirði þar sem hverfið er að verða fullbyggt. Einnig verði gerð gangstétt meðfram lóni á Suðureyri. === 5.Úrgangsráð Vestfjarða - 2025010130 === Á fundi bæjarráðs nr. 1310 þann 20. jan sl. var eftirfarandi erindi lagt fram. Aðalsteinn Óskarsson f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga óskar eftir tilnefningu fulltrúa og varamanns í Úrgangsráð Vestfjarða. Bæjarráð lagði til að að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði skipuð aðalfulltrúi í Úrgangsráð Vestfjarða, og Halldóra Björk Norðdahl verði skipuð varafulltrúi Bæjarráð lagði til að að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði skipuð aðalfulltrúi í Úrgangsráð Vestfjarða, og Halldóra Björk Norðdahl verði skipuð varafulltrúi Lagt fram til kynningar. === 6.Suðurtangi 24 - jarðvegsrannsókn - 2024080097 === Lagt fram minnisblað EFLU dags. 25. október 2024 um jarðvegsrannsókn á Suðurtanga 24, með stækkunarmöguleikum til suðurs (lóðir 26 og 28). Lagt fram til kynningar. Fundi slitið - kl. 10:30. Er hægt að bæta efnið á síðunni?

Framleitt af pallih fyrir gogn.in