Hveragerðisbær

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd

10.02.2025 - Slóð - Skjáskot

    = Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd =

Dagskrá Formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar, Marta Rut Ólafsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. === 1.Fundadagskrá menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar === 2501123 Lögð er fram áætlun um fundatíma menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar fram á vor 2025. Framlögð fundadagskrá fram á vorið 2025 samþykkt. === 2.Byggðamerki Hveragerðisbæjar === 2409010 Hafin er vinna við uppfærslu á byggðamerki Hveragerðisbæjar til að það uppfylli þá staðla sem gilda um byggðamerki. Hún mun einnig gera tillögu að leturgerð til notkunar með merkinu. Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd samþykkir að Hrund Guðmundsdóttir vinni áfram að uppfærslu byggðamerkisins, geri tillögu að leturgerð og útbúi í kjölfarið nýtt bréfsefni, sniðmát að PowerPoint kynningum og fleira. Reiknað er með að uppfærslan verði tilbúin fyrir næsta fund nefndarinnar þann 19. mars. === 3.Skilti === 2403774 Vinnuhópur hefur unnið að gerð nýs bæjarskiltis við bæjarmörk Hveragerðis að undanförnu og ýmsar hugmyndir komið fram. Grunnhugmyndin gengur út á að hafa skiltið náttúrulegt og blómlegt í anda Hveragerðisbæjar. Nefndin fagnar framgangi vinnunnar og hlakkar til að sjá næstu tillögur frá vinnuhópnum. Miðað er við að skiltin verði komin upp fyrir 1. júní. === 4.Tækifæri í jarðhita === 2501109 Eitt af helstu einkennum Hveragerðis eru jarðhiti og nýting hans. Sigurður Markússon (O) kynnti hugmyndir um nýtingu jarðhita til uppbyggingar í Hveragerði. Ljóst er að ýmsir möguleikar eru til nýtingar á jarðhita í Hveragerði. Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samhengi við atvinnustefnu fyrir neðri hluta Árnessýslu sem nú er í vinnslu. Einnig er mikilvægt að bæjarstjórn sé upplýst um framgang verkefnisins sem fyrst svo hægt sé að taka tillit til þess við gerð aðalskipulagsins sem nú er í vinnslu. Hugmyndirnar ríma vel við vinningstillöguna um skipulag miðbæjarins frá árinu 2008. === 5.Tillaga að samstarfi um byggingu reiðhallar að Vorsabæjarvöllum === 2411005 Bæjarráð vísaði erindi frá Hestamannafélaginu Ljúfi til menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til afgreiðslu. Félagið óskar eftir að tilnefndir verði 2-3 aðilar frá Hveragerðisbæ til samtals um möguleika á samstarfi um uppbyggingu reiðhallar fyrir félagsmenn. Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd tilnefnir Mörtu Rut (B) og Ingibjörgu (D) til að eiga samtal við hestamannafélagið Ljúf um mögulega fleti á samstarfi. === 6.Erindi frá hópi listamanna í Hveragerði === 2501090 Hópur listamanna sem starfar í Hveragerði óskar eftir því að Hveragerðisbær leigi 400 fm húsnæði við Austurmörk og framleigi til skapandi einstaklinga sem búa og/eða starfa í Hveragerði. Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd fagnar því að hugur sé í listamönnum í Hveragerði. Nefndin telur ekki forsendur fyrir því að verða við beiðninni í núverandi mynd en býður hópnum til frekara samtals um mögulegar útfærslur á að styðja við listafólk sem búsett er í Hveragerði. === 7.Atvinnustefna neðri hluta Árnessýslu === 2409014 Vinna við atvinnustefnu neðri hluta Árnessýslu er vel á veg komin en hún er samstarfsverkefni Hveragerðisbæjar, Árborgar og Flóahrepps. Fulltrúar Hveragerðis í samstarfinu eru menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi og formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi kynnir fyrir nefndinni samantekt á niðurstöðum frá íbúakönnun og íbúafundi sem fram fóru árið 2024 auk þess að upplýsa um næstu skref vinnunnar. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi kynnir fyrir nefndinni samantekt á niðurstöðum frá íbúakönnun og íbúafundi sem fram fóru árið 2024 auk þess að upplýsa um næstu skref vinnunnar. Lagt fram til kynningar og nefndin mun vinna málið áfram á næsta fundi. === 8.Bílastæði við Árhólma === 2501115 Frá því gjaldtaka hófst við bílastæðin við Árhólma í ágúst 2021 hefur gjaldið, fyrirkomulag innheimtu, upplýsingaskilti og búnaður verið óbreytt. 85-95 þúsund bílar hafa ekið inn á bílastæðið árlega á þessum tíma og er nú tímabært að endurskoða og uppfæra fyrirkomulagið og upplýsingar til gesta. Nefndin leggur til að gengið verði til viðræðna um rekstur á gjaldheimtunni og að menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi fylgi málinu eftir. === 9.Barnamenning === 2501126 Atli Örn (B) kynnir tillögu um að Hveragerðisbær setji upp viðburð í tengslum við Barnamenningarhátíð þar sem börn í bænum taki þátt. Nefndin leggur til að hugmyndin verði þróuð áfram í samráði við forstöðumenn skólastofnana bæjarins. Fundargerðin upplesin og samþykkt. Fundi slitið - kl. 19:00. Getum við bætt efni síðunnar?

Framleitt af pallih fyrir gogn.in