Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 6. (2154)
|11.02.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2502142 - Neyðarstjórn Garðabæjar - starfshættir**
|Hulda Hauksdóttir, deildarstjóri þjónustu og starfrænnar þróunar, gerði grein fyrir starfsháttum Neyðarstjórnar Garðabæjar og viðbragðsáætlun bæjarins. Sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs fór yfir helstu atriði tengd upplýsingaöryggi Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2502152 - Breyting á skipuriti Garðabæjar.**
|Bæjarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á innra skipulagi bæjarins.
|
Menningarsvið færist yfir á Þjónustu- og þróunarsvið. Með því móti skapast skarpari tenging menningar við samskipta- og kynningardeild bæjarins. Jafnframt verði létt á umfangi Fræðslu- og menningarsviðs sem er umfangsmesta svið bæjarins.
Bæjarráð staðfestir breytingarnar á innra skipulagi bæjarins fyrir sitt leyti.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2502102 - Útboðslýsing aðstöðu fyrir heilsueflandi starfsemi í Miðgarði.**
|Lagðir fram útboðs- og samningsskilmálar Miðgarðs vegna aðstöðu fyrir heilsueflandi starfsemi - útleigu rýmis á 2. hæð.
|
Í hliðarrýmum sunnan megin í Miðgarði eru tvær óráðstafaðar hæðir sem eru um 1.500 fm. hvor um sig. Þar er fyrirhugað að starfrækt verði heilsutengd starfsemi.
Fyrirliggjandi drög að útboðslýsingu er samkvæmt tillögum sem mótaðar voru af íþrótta- og tómstundaráði í kjölfar ábendinga sem kallað var eftir í samráðsgátt bæjarins 2022.
Bæjarráð vísar framkvæmd útboðsins til umhverfissviðs, sem nýtur liðsinnis VSÓ ráðgjafar við útboðsferlið. Bæjarráð mun tilnefna valnefnd útboðsins.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2502137 - Tilkynning frá forsætisráðuneytinu varðandi þingmálaskrá 156. löggjafarþings 2025. **
|Yfirlit þingmála 156. löggjafarþings lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2502138 - Tilkynning frá fjármálaráðuneytinu varðandi umfang hins opinbera.**
|Lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2502126 - Bréf Þjóðskjalasafns Íslands varðandi eftirlitskönnun með skjalavörslu og skjalastjórn. dags. 6. febrúar 2025.**
|Könnun Þjóðskjalasafnsins varðandi skjalahald sveitarstjórnarskrifstofa sem eru afhendingarskyldar til safnsins. Markmið könnunarinnar er að meta hvernig afhendingarskyldir aðilar uppfylla lög og reglur um skjalastjórn til að efla ráðgjöf, þjónustu og eftirlit Þjóðskjalasafnsins.
|
Bæjarráð vísar könnuninni til úrvinnslu hjá þjónustu- og þróunarsviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2502144 - Beiðni Hestamannafélagsins Sóta um niðurfellingu fasteignagjalda árið 2025, dags. 7. febrúar 2025. **
|Bæjarráð samþykkir að veita Hestamannafélaginu Sóta styrk að fjárhæð kr. 1.008.199 til greiðslu fasteignagjalda árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2412004 - Verkfall KÍ - staða kjaraviðræðna.**
|Bæjarstjóri fór yfir stöðu kjaraviðræðna KÍ við Samband íslenskra sveitarfélaga og þá stöðu sem komin er upp í kjaradeilunni í kjölfar dóms Félagsdóms í máli nr. 1/2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga gegn Kennarasambandi Íslands, sem kveðinn var upp 9. febrúar 2025.
|
Brynja Dan Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Framsókn í Garðabæ lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjaradeilna ríkis og sveitarfélaga við kennara sem nú virðast í algjörum hnút.
Framsókn styður kennara í sinni kjarabaráttu og telur mikilvægt að gengið sé að samningaborðinu til að tryggja faglega mönnun menntakerfisins nú og um ókomna tíð. Börnin okkar eru framtíðin og er framtíðin á völtum fótum stödd sé ekki hlúð betur að þeirri framlínusveit sem helgar sig störfum með börnunum okkar og teljum við í Framsókn mikilvægt að vera róttæk í lausnaleit þessarar deilu."
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|