Garðabær
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar - 27
|
|**Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar**
|11.02.2025 kl. 16:00 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir aðalmaður, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Sesselja Þóra Gunnarsdóttir fulltrúi skólastjóra, Ragnheiður Stephensen fulltrúi kennara.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar.
|
||Nefndarmenn samþykktu tillögu formanns, að færa tölulið 6 sem tölulið 2. Aðrir dagskrárliðir voru samkvæmt dagskrá fundarins.
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2409477 - Íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024**
|Deildarstjóri þjónustu og starfrænnar þróunar, kynnti helstu niðurstöður íbúakönnunar Gallup 2024. Meðal stærstu sveitarfélaga landsins mælist ánægja forráðamanna með grunnskóla sveitarfélagsins hæst í Garðabæ. Skólanefnd þakkar starfsmönnum og stjórnendum grunnskóla bæjarins svo og fræðslu- og menningarsviði fyrir metnað og fagmennsku í sínum störfum sem greinilega skilar sér í ánægju foreldra/forráðamanna með grunnskóla bæjarins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2412004 - Verkfall KÍ**
|Gerð var grein fyrir stöðunni vegna verkfalls KÍ í Garðaskóla sem stóð frá 1. - 9. febrúar. Verkfalli í Garðaskóla hafði áður verið boðað frá 25.11 - 20.12. en var frestað þann 30.11.25 til 1.febrúar Verkfallsaðgerðum var beint að tilteknum skólum/sveitarfélögum sem dæmt var ólöglegt 9. febrúar 2025. Skólastarf hófst að nýju 10. febrúar. Skólanefnd harmar ástandið og vonar að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2502012 - Innritun nemenda í grunnskóla 2025-2026**
|Grunnskólafulltrúi kynnti innritun nemenda í 1.bekk (f.2109) og 8.bekk (f.2012) vegna skólaársins 2025-2026. Innritun fer fram dagana 1. -10. mars nk. Á sama tíma fara fram kynningar í grunnskólum bæjarins. Fjöldi nemenda sem eiga lögheimili í Garðabæ og eru fæddir 2019 eru 264 og nemendur fæddir 2012 eru 247. Vorið 2025 munu 313 nemendur útskrifast úr 10. bekk frá grunnskólum Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2412377 - Útboð skólamáltíða 2025 í grunn- og leikskólum**
|Sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti útboð skólamáltíða í leik- og grunnskóla sem fram fer á vormánuðum 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2412379 - Útboð ritföng 2025 grunnskólar**
|Sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti útboð ritfangakaupa grunnskóla sem fram fer á vormánuðum 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2502011 - Kynning og samtal við skólastjórnendur Hofsstaðaskóla**
|Skólanefnd þakkar skólastjóra Hofsstaðaskóla fyrir áhugaverða kynningu. Skólastjóri kynnti m.a., lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu, nemendastýrð foreldrasamtöl, leiðsagnarnám, aukinn áhuga nemenda á skákiðkun og verkefni sem hlotið hafa styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.
|