Vopnafjarðarhreppur
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 24
== Fundur nr. 24 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
BS
Borghildur SverrisdóttirNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
AKÁ
Agnar Karl ÁrnasonNefndarmaður
ÁI
Ásmundur IngjaldssonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirVerkefnastjóri stjórnsýslu
VOH
Valdimar O. HermannssonSveitarstjóri
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 9. janúar 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 11:00.
Umsókn liggur fyrir frá Six Rivers um leyfi til skógræktar og uppgræðslu á þjóðlendu innarlega í Selárdal í Vopnafirði.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps telur ekki ástæðu til að grenndarkynna erindið og samþykkir að kynna framkvæmdaleyfisumsóknina í Skipulagsgátt. Bæta þarf upplýsingum um fyrirhugaðar girðingar.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni vegna Tunguárvirkjun í Þistilfirði mál 129/2025 og 130/2025 í Skipulagsgátt.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir við lýsingu.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Umhverfis- og framkvæmdaráði barst bréf frá ungmennaráði um ósk eftir betrumbætingu á göngustígum í kauptúninu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra ásamt þjónustumiðstöð að halda áfram með málið í samræmi við umræður á fundinum.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram drög af skipulagslýsingu vegna nýrrar staðsetningar veiðihúss í Hofsárdal.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur uppfærð tillaga af deiliskipulagi Skálaneshverfis.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:44.